Morgunblaðið - 29.06.2009, Side 16
16 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
Á SÍÐUSTU mán-
uðum hafa þúsundir
grunnskólanema sótt
um skólavist í fram-
haldsskólum um allt
land. Oftast eru reyk-
vískir framhaldsskólar
þeir ásetnustu og árið í
ár var engin und-
antekning. Þetta vor er
þó sérstakt að því leyt-
inu til að engin sam-
ræmd vorpróf voru þreytt í grunn-
skólum landsins en nýsamþykkt
grunnskólalög kveða á um upptöku
samræmdra könnunarprófa í byrjun
10. bekkjar og þau verða lögð fyrir í
fyrsta sinn næsta haust.
Fjölbreytt námsmat hefur rutt sér
til rúms á síðustu árum og er nú einn
helsti vaxtarbroddur í skólaþróun á
Íslandi. Sjálfstæð vinnubrögð, rann-
sóknir og skapandi þættir fá byr und-
ir báða vængi í fjölbreyttu námsmati.
Í vor tefldu 10. bekkingar í Reykja-
vík fram skólaeinkunn við umsókn
um framhaldsskólavist. Besta náms-
matið er sennilega það sem byggist á
samspili niðurstaðna úr samræmdum
könnunarprófum og skólaeinkunnum
sem taka mið af fjölbreyttu skóla-
starfi. Mikilvægt er að námsmat leið-
beini nemendum til aukinna framfara
alla skólagönguna og gefi glögga
mynd um námslega stöðu við lok
grunnskólagöngunnar.
Samræmd próf
Nú taka margir að lofsyngja gömlu
samræmdu vorprófin. Þau þjónuðu
vissulega tilgangi sínum sem n.k. inn-
tökupróf inn í framhaldsskóla, en vilj-
um við halda áfram á þeirri braut? Þau
höfðu sína kosti en einnig sína galla.
Hvernig mældu samræmdu prófin
skapandi þætti, félagslegan styrk
nemandans og frumkvæði? Allt það
sem atvinnulíf framtíðarinnar á að
byggjast á? Það gerðu þau aldrei og
munu aldrei gera. Því var að mínu
mati hárrétt skref stigið að hverfa frá
samræmdum vorprófum sem her-
tóku allt skólastarf á síðasta ári
grunnskólans og jafnvel lengur.
Nú er sagt að jafnræðisreglan hafi
verið brotin með því að nemendur
tefli fram skólaeinkunn við umsókn
um framhaldsskóla. En hvað er jafn-
ræði þegar kemur að skólagöngu?
Jafnræði felst í því að nemandi komi
sterkur út úr grunnskólanum sínum,
fullur trú á eigin getu, sama hver hún
er. Jafnræðið felst í því að hefja nám í
einum af okkar fjölmörgu góðu fram-
haldsskólum og blómstra í námi.
Hlutverk framhaldsskóla er að
stuðla að alhliða þroska allra nem-
enda og virkri þátttöku þeirra í lýð-
ræðisþjóðfélagi með því að bjóða
hverjum nemanda nám við hæfi.
Umræðan síðustu daga hefur ein-
skorðast við miklar vinsældir nokk-
urra bóknámsskóla sem taldir eru
„betri“ en aðrir skólar. En hvað gerir
góðan framhaldsskóla góðan? Um
það vitum við fátt. Er
það skóli sem tekur inn
nemendur með háar ein-
kunnir og útskrifar þá
með jafn háar einkunn-
ir? Er það skóli sem
fagnar nemendum með
margvíslegar þarfir og
getu, kveikir hjá þeim
námsáhuga, eflir fram-
farir og veitir aðhald og
aga?
Þegar skoðuð er
námsframvinda há-
skólanemenda úr ólíkum framhalds-
skólum kemur í ljós að munur þeirra
á milli er lítill, eftir að tekið hefur ver-
ið tillit til námsárangurs nemendanna
þegar þeir hefja framhalds-
skólanámið.
Hver er þá mælikvarðinn? Skólinn
er spegilmynd samfélagsins. Í um-
ræðum síðastliðinna daga finnst mér
sem fingrinum sé beint að röngu
skólastigi. Grunnskólinn er fyrir alla
þar sem styrkleiki hvers og eins fær
að njóta sín. Langt er síðan horfið var
frá tossabekkjum og elítubekkjum.
Sem betur fer. Framhaldsskólarnir
okkar eru hluti af íslensku skólakerfi
sem einkennist af jöfnuði og fé-
lagslegu réttlæti. Skólinn er speg-
ilmynd samfélagsins og það getur
ekki verið hollt fyrir viðhorf ungs
fólks til samfélagsins að halda áfram
á þeirri braut að nokkrir skólar geti
valið sér nemendur með tilteknar ein-
kunnir og nokkur hópur nemenda fái
sterk skilaboð höfnunar vegna þess
að eitthvað vantaði upp á einkunn í
tilteknu fagi. Strákar jafnt sem stelp-
ur, ungmenni af erlendum uppruna,
námsmenn með ólíkan námsstíl, mis-
munandi getu og færni í ólíkum
greinum eiga að rúmast innan veggja
allra framhaldsskóla á landinu. Þeim
á ekki að vísa á dyr vegna einkunna,
ekki frekar en að nemendur með til-
teknar einkunnir eigi að ganga fyrir.
Umræða undanfarinna daga kallar
fyrst og fremst á umfjöllun um til
hvers framhaldsskólarnir séu og á
hvaða forsendum þeir ákvarði hvaða
nemendum þeir taki við. Vandi stofn-
ana sem þurfa að velja er skiljanlegur
en verður að mínu mati ekki leystur
með því að skýla sér á bakvið sam-
ræmdar prófseinkunnir við lok
grunnskólans. Hugmyndafræði um
skóla án aðgreiningar þarf að ná upp
til framhaldsskólastigsins, slíkir skól-
ar skapa andrúmsloft sem einkennist
af fjölbreytni og virðingu fyrir náung-
anum. Ef við þorum að stíga skrefið
þá uppskerum við sterkari skóla,
sterkari einstaklinga og sterkara
samfélag. Það er til mikils að vinna.
Er framhalds-
skólinn fyrir alla
nemendur?
Eftir Oddnýju
Sturludóttir
Oddný Sturludóttir
»Hvernig mældu sam-
ræmdu prófin skap-
andi þætti, félagslegan
styrk nemandans og
frumkvæði?
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.
STEFNA Sjálfstæð-
isflokksins hefur alltaf
verið skýr, en hin síðari
ár hafa misvitrir leið-
togar okkar rústað
fylgi flokksins stórlega
og brugðist í að fram-
fylgja þeim stefnu-
miðum sem hann hefur
alla tíð staðið fyrir.
Varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, Þor-
gerður Katrín Gunn-
arsdóttir, orðar þetta nokkuð skýrt:
„Það er hins vegar ljóst að vinnu-
brögðin og aðferðafræði síðustu ára
við að útfæra stefnuna var röng. Okk-
ur bar af leið. Það er því frekar þann-
ig að við höfum brugðist hugmynda-
fræðinni! – Það má segja að við
höfum sofnað á verðinum og rækt-
uðum ekki þau grunngildi sem við
ætluðum okkur að byggja á. Við fjar-
lægðumst grunninn okkar og
gleymdum okkur í látunum.“
Eins og málin koma mér fyrir sjón-
ir þá eru helstu ávirðingar forystu-
manna Sjálfstæðisflokksins þessar:
Algert siðleysi, jafnvel glæpsamlegt
atferli, að lýsa yfir stuðningi Íslands
við innrás í Írak að þingi
og þjóð forspurðum.
Algert siðleysi að gefa
fáum útvöldum útgerð-
armönnum auðlindir
þjóðarinnar í sjónum og
auk þess mannréttinda-
brot samkvæmt úr-
skurði Mannréttinda-
dómstólsins. Algert
siðleysi og atlaga að
fjárhagslegu sjálfstæði
landsins að nota stöðu
seðlabankastjóra til
þess að umbuna upp-
gjafa stjórnmála-
mönnum, í stað þess að velja hæfasta
umsækjandann hverju sinni eftir
skýrum reglum um þekkingu, mennt-
un og færni.
Algert siðleysi að skipa ráðherra út
frá pólitískum sjónarmiðum en ekki
með tilliti til hæfni og kunnáttu á
þeim sérsviðum sem þeir bera ábyrgð
á. Nýlegt dæmi er dýralæknir í stöðu
fjármálaráðherra.
Algert siðleysi var að skipa son for-
sætisráðherra og formanns Sjálf-
stæðisflokksins í dómaraembætti
þótt hann væri alls ekki sá hæfasti
eða sá sem sérstaklega tilskipuð val-
nefnd mælti með.
Algert siðleysi að taka við 30 millj-
óna króna styrk af FL Group og
Landsbankanum á sama tíma og
Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið
fyrir lögum um hámarksframlög til
stjórnmálaflokka og þau höfðu þá
þegar verið samþykkt á Alþingi.
Siðlaus metnaðargirni, fáviska og
mikill fjáraustur við að reyna að kom-
ast í Öryggisráð SÞ.
Einkavæðing bankanna var með
endemum og algert klúður og leiddi
að lokum til hruns þeirra allra á
kostnað þjóðarinnar. Ráðaleysi,
ákvarðanafælni, andvaraleysi, getu-
leysi og skortur á manndómi til þess
að takast á við vandamálin þegar
bankarnir hrundu.
Kjörnir forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins síðustu fjölmörg ár: Þér
hafið brugðist vonum vorum.
Þér hafið brugðist
vonum vorum
Eftir Grétar H.
Óskarsson
Grétar H.
Óskarsson
»Kjörnir forystu-
menn Sjálfstæð-
isflokksins síðustu fjöl-
mörg ár: Þér hafið
brugðist vonum vorum.
Höfundur er verkfræðingur og hefur
verið flokksbundinn í Sjálfstæð-
isflokknum í hálfa öld.
ÝMSIR hafa stungið
niður penna og fundið
að því að tekin hafi ver-
ið ákvörðun um að
halda áfram byggingu
tónlistarhúss í miðju
fjármálahruninu. Það
eru eðlileg viðbrögð.
Ekkert af því sem gert
er nú um hríð er sjálf-
gefið og flest orkar tví-
mælis. Ríkisstjórnin er
að forgangsraða og
stilla upp kostum mismunandi
slæmra leiða. Flestar þeirra eru
þvingaðar. Stórskuldug þjóð er
hvorki fullvalda né sjálfstæð.
Hún verður eins og við ein-
staklingar að hlíta þeim skilmálum
sem lánadrottnar setja, ella þola þær
þvinganir sem beitt verður til fulln-
ustu krafna. Þær eru margar hverj-
ar ævintýralega háar. Í því sam-
hengi er tónlistarhúsið hvorki stórt í
sniðum né umtalsvert, en mikilvægt
þó. Engu að síður kostar það háa
upphæð, þó ekki óyfirstíganlega.
Skásta slæma leiðin
Þegar fjármálahrunið skall á og
samningur sem ríki og borg höfðu
gert við Portus fór í uppnám vegna
gjaldþrots eigenda Portusar, áttu
ríki og borg eingöngu um slæma
kosti að velja. Við mat á skástu leið-
inni þurfti að taka tillit til margra
stærða, bæði fjárhagslegra og sam-
félagslegra. Hér var um að ræða
stærstu og metnaðarfyllstu stór-
framkvæmd þjóðarinnar á sviði
menningar, en að auki er þar ráð-
stefnuhús sem vöntun hefur verið á
svo halda megi stórar alþjóðlegar
ráðstefnur.
Einn kosturinn sem ráðherra og
borgarstjóri stóðu frammi fyrir var
að fresta verkefninu. Það lá beinast
við í ljósi kreppunnar.
Við nánari skoðun reyndist þessi
leið hafa meiri ókosti en kosti. Þetta
hefðu verið skilaboð um uppgjöf,
dapurlegur boðskapur fyrir sálar-
tötur þjóðarinnar. En það sem verra
er, þetta hefði verið afleit ráðstöfun
fjármuna.
Frestun er óábyrg
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið mun
kosta fullgert með vöxtum um 24,5
mrð. kr. Þegar hrunið skall yfir okk-
ur hafði verið byggt fyrir 10 mrð.
Síðan hefur bæst við þá upphæð.
Reiknað hefur verið út, að frestun
myndi kosta um 10
mrð. kr. í kröfum m.a.
erlendra framleiðenda
sem höfðu samninga í
höndunum.
Af þessum tíu mrð.
færu þrír strax í súginn
en 7 mrð. hefðu lent á
bönkum, verktakafyr-
irtækjum og öðrum
birgjum. Það hefði leitt
til gjaldþrotahrinu og
enn meira atvinnuleys-
is í þeirri grein sem
harðast hefur orðið úti.
Það hefði verið fullkomlega óábyrgt
af ríkisstjórn og borgarstjórn að
leggja árar í bát, þegar hér var kom-
ið. Það hefði dýpkað kreppuna og
gert endurreisnarstarfið enn erf-
iðara. Frestun hefði sólundað megn-
inu af þeim peningum sem búið var
að setja í húsið. Þess í stað eru þeir
nýttir og við fáum fullgert hús í stað
stórrar rústar. Ef eingöngu er horft
á peningahliðina þá var þetta að
mínu mati eina skynsamlega leiðin.
Allt annað hefði leitt af sér mikla
fjárhagslega sóun. Á henni höfum
við ekki efni lengur. Forgangsröðin
var því hárrétt.
Frestaðar byggingar
Það hefði verið óþolandi fyrir
landsmenn að hafa þetta ferlíki gap-
andi í hjarta höfuðborgarinnar um
óákveðinn tíma. Þar að auki hefði
byggingin fljótlega veðrast og
skemmst. Ef slá hefði átt bygging-
unni á frest, hefði fyrst þurft að gera
hana fokhelda. Það hefði kostað
nokkra milljarða. Reynsla okkar og
annarra af því að skilja eftir hálf-
kláraðar byggingar á berangri vatni
og vindi að bráð er afleit. Fram-
kvæmdum við Þjóðleikhúsið var
frestað í mörg ár. Húsið hefur aldrei
borið þess bætur. Þrátt fyrir ýmsar
viðgerðir er húsið í afar slæmu ásig-
komulagi. Byggingu Hallgríms-
kirkju var frestað. Það kostar nú
milljarða að endurgera hana. Þetta
eru ekki uppörvandi fyrirmyndir.
Byggingu Péturskirkjunnar í Róm,
sem Kári Stefánsson tók sem leiftr-
andi fordæmi, var líka frestað. Til að
klára hana eftir langa frestun þurfti
að fjármagna hana með afláts-
bréfum, sem leiddi til klofnings
kirkjunnar og 30 ára stríðsins. Hún
er afleitt dæmi um ágæti frestunar.
Misvísandi samanburður
Í grein sinni í Morgunblaðinu
leggur Kári til, að í stað þess að
klára að byggja tónlistarhúsið þá
verði þeim peningum sem nota á í
húsið frekar varið til að efla skóla-
starf. Það sýnist göfug hugsun, sem
nær skjótt eyrum lesenda.
Hér er þó um villandi framsetn-
ingu að ræða sem leiðir til misvís-
andi niðurstöðu. Það gengur ekki að
stilla annars vegar upp sparnaði í
rekstrarliðum skóla og fjárfestingu í
byggingu hins vegar.
Án þess að vilja fara út í þras um
mismuninn á rekstrarútgjöldum og
fjárfestingum, þá er hér er um tvær
aðskildar stærðir að ræða. Þegar
þar að kemur að greiða þarf lánið
vegna tónlistarhússins niður, eftir
áratugi, verður fjárhagur þjóðar-
innar vonandi orðinn burðugri og
ekki þörf á að knepra fé til skóla-
starfs. Rekstrarfé til skóla skerðist
ekkert vegna byggingar tónlistar-
hússins og myndi ekkert aukast þótt
byggingunni yrði frestað. Það bar
ekki vott um ólæknanlegan rembing
eða „söng í skítnum“ þegar ákveðið
var að klára húsið, heldur yfirvegaða
og vandlega útreiknaða leið út úr
skítnum.
Hárrétt forgangsröðun
Eftir Þröst Ólafsson »Rekstrarfé til skóla
skerðist ekkert
vegna byggingar tónlist-
arhússins og myndi ekk-
ert aukast þótt bygging-
unni yrði frestað.
Þröstur Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
ÞAÐ ER hlutverk fjölmiðla að
halda uppi upplýstri og gagnrýn-
inni umræðu byggðri á stað-
reyndum og þekkingu. Hlutverkið
er ekki alltaf það þægilegasta en
það er skylda þeirra að víkja sér
ekki undan óþægindum í stórum
málum og smáum og fylgja sann-
færingu sinni. Á laugardag valdi
Morgunblaðið að vekja athygli á
fréttum um agakafla síðustu útgef-
innar námskrár Hjallastefnunnar.
Aðkoma mín að málinu var sú að
fréttamaður Ríkisútvarpsins hafði
við mig samband og bað mig, sem
lektor í leikskólafræðum, um álit á
því sem þar stóð. Það er engin
launung að ég taldi agakaflann
ekki standast nútímahugmyndir
um leikskólauppeldi. En að sjálf-
sögðu mega aðrir skilja á þann veg
sem þeir sjálfir kjósa, þar með
taldir leiðarahöfundar Morg-
unblaðsins. Hinsvegar er vert að
benda á að eftir að Margrét Pála
frétti af umfjöllun í netheimum um
námskrána valdi hún sjálf að fella
þennan hluta hennar úr gildi og
fjarlægja af netinu. Ég á von á að
næsta ritstjórnargrein Morg-
unblaðsins fjalli um þá einlægu ósk
þeirra að Margrét Pála taki kafl-
ann aftur í gildi og birti á netinu.
Kristín Dýrfjörð
„Lektor í bóndabeygju“
Höfundur er lektor við Háskólann á
Akureyri.