Morgunblaðið - 29.06.2009, Blaðsíða 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
RAGNAR EINARSSON,
Sogavegi 104,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 25. júní.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 1. júlí kl. 11.00.
Steinunn Þorsteinsdóttir,
Einar Ragnarsson, Elín Böðvarsdóttir,
Ebenezer Þórarinn Einarsson,
Sonja Ragnarsdóttir,
Jónína Ragnarsdóttir
og barnabarnabörn.
✝ Reynir BergmannPálsson fæddist í
Austurhlíð í Blöndu-
dal 16. janúar 1929.
Hann andaðist á
Landspítalanum 21.
júní 2009. Foreldrar
hans voru Guðrún El-
ísa Magnúsdóttir, f.
24. apríl 1899, d. 26.
júní 1988 og Páll Sig-
urðsson, f. 4. apríl
1880, d. 9. september
1967. Reynir var
fjórði í röð sjö systk-
ina. Hin eru Sigurður,
Magnhildur, Skarphéðinn Magnús,
Hólmfríður Sigurrós, Gestur Bjarki
og Hólmar Bragi. Einnig átti hann
tvær fóstursystur, þær Grétu Tóm-
eru Sandra, Eva og Torfi. Fyrir átti
Sóley Jón Örn Gunnlaugsson.
Reynir ólst að mestu upp í Keldu-
dal í Skagafirði, en fluttist til
Reykjavíkur 16 ára gamall til þess
að læra trésmíði. Hann lauk sveins-
prófi og seinna byggingameist-
araprófi. Fljótlega að námi loknu
hóf Reynir rekstur trésmíðaverk-
stæðis og rak það allar götur síðan
til ársins 1988.
Reynir og Valborg hafa alla tíð
búið í Reykjavík, m.a. í Miðtúni og á
Bústaðabletti. Þau byggðu í Hábæ
36 og hafa búið þar frá 1966. Reynir
og Valborg byggðu sér sumar-
bústað, fyrst í Kjós, en síðar í landi
Minni-Borgar í Grímsnesi. Þar undu
þau hjónin gjarnan við ýmsa iðju,
jarðrækt, smíðar og fleira. Reynir
var mikill unnandi hestamennsku
og söngs og stundaði þau áhugamál
sín, sérstaklega síðustu tvo áratug-
ina.
Reynir verður jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, 29.
júní, og hefst athöfnin kl. 13.
asdóttur og Ingi-
björgu Stellu Guð-
vinsdóttur.
Reynir kvæntist 20.
nóvember 1949 Val-
borgu Sigurbergs-
dóttur, f. 26. maí
1926. Börn Reynis og
Valborgar eru:
Drengur, f. og d.
1948. Páll Bergmann,
f. 1950, kvæntur Guð-
rúnu Eiðsdóttur. Börn
þeirra eru Reynir
Bergmann, Elín, Hlín
og Hlynur. Grétar, f.
1952, kvæntur Lilju Ruth Michel-
sen. Börn þeirra eru Hjalti, Hildur
og Sigrún Erla. Sóley, f. 1959, gift
Sigurði Jóhannessyni. Börn þeirra
Kæra Valborg.
Missir þinn er yfirþyrmandi og
skarðið verður aldrei fyllt. En hugg-
un felst í góðum minningum.
Þegar ég kom fyrst inn í fjölskyld-
una var strax eins og ég hefði alltaf
verið hluti af henni, þannig voru mót-
tökurnar. Alltaf hlýja og notalegt við-
mót. Reynir alltaf til í spjall og und-
antekingarlaust á jákvæðum nótum.
Oft setið fram eftir og spjallað um allt
milli himins og jarðar. Þegar maður
hugsar til baka er það einmitt þessi
jákvæðni og hlýja sem einkenndi
samskipti ykkar. Og einnig samkiptin
við aðra, sérstaklega var það áber-
andi hvað barnabörnin leituðu til
ykkar og það var greinilegt að sam-
skiptin við þau voru alltaf á þeirra
plani.
Reynir hafði gaman af vísum og
setti þær ófáar saman sjálfur, iðuleg-
ar fullar af glettni og húmor. Eins átti
hann til að kasta fram fyrripörtum og
skora á undirritaðan að botna, það
gekk reyndar misvel og oftar en ekki
var útkoman hálfgert hnoð.
Reynir var listasmiður og góður
handverksmaður á fleiri sviðum. Það
sést á fjöldamörgu sem hann skilur
eftir sig. Sumarbústaðurinn í Gríms-
nesinu er lýsandi dæmi um það.
Vönduð listasmíð að öllu leyti, innan
sem utan. Hún er ómetanleg sú hjálp
sem þið veittuð okkur norðanfólkinu
við sólpallasmíðina, gólfhitalögnina,
hurðaísetningar og fleira. Þar lærði
undirritaður ansi margt um öguð
vinnubrögð og vandaðan frágang.
Þær eru einnig notalegar minning-
arnar um aðrar heimsóknir ykkar til
okkar norður á Sigló, ekki síst jóla-
heimsóknirnar, þá voru börnin í ess-
inu sínu.
Þó sorgin sé grimm og óvægin þá
getur maður huggað sig við að hún
dofnar og verður léttbærari þegar frá
líður. En um leið styrkist minningin
og myndin af Reyni kemur til með að
lifa skýr og sterk í hugum okkar.
Þinn tengdasonur,
Sigurður Jóhannesson.
Þú fannst, að það er gæfa lýðs og
l̀ands
að leita guðs og rækta akra hans.
Í auðmýkt naust þú anda þeirra laga,
sem öllum vilja skapa góða daga.
Í dagsverki og þökk hins þreytta
manns
býr þjóðarinnar heill – og ævisaga.
Ef tveggja ást er vel af guði gjörð,
er gengið djarft til móts við örlög hörð
og bjargast, þó að brauðið aðrir sníki,
og barist, þó að aðrir landið svíki.
En allir þeir, er yrkja sína jörð,
fá óðalsrétt í lífsins gróðurríki.
(Davíð Stefánsson.)
Tengdafaðir okkar er látinn á 81.
aldursári. Ekki áttum við von á að
hann kveddi svona fljótt. Hann var
svo ungur í anda, lífsglaður og hlakk-
aði til næsta dags. Oftast eitthvað
spennandi handan við hornið, annað-
hvort tengt sumarbústaðnum eða
hestunum. Smíðar voru hans ær og
kýr og var hann viljugur að aðstoða
við framkvæmdir eins og pallasmíði
og margt fleira stórt og smátt. Hann
hafði ríka þörf fyrir að deila með öðr-
um hvað hann var gera hverju sinni
og geislaði af honum þegar hann
hafði fundið réttu lausnina á við-
fangsefninu. Bjartur var hann yfirlit-
um, brosmildur, skapgóður, söng-
elskur og félagslyndur. Nú er 35 ára
samfylgd okkar með Reyni Pálssyni
lokið. Hafi hann hjartans þökk fyrir.
Guðrún og Ruth.
Elsku hjartans afi minn.
Margt kemur upp í hugann og erf-
itt er að velja úr á svona stundu. Mig
langar að þakka þér fyrir alla þá góðu
tíma sem við höfum átt saman í gegn-
um árin nú þegar þú ert horfinn á
braut. Ég er og verð þér alltaf þakk-
látur fyrir þá þolinmæði og þann góð-
vilja sem þú sýndir í minn garð.
Hvort sem ég var í pössun hjá ykkur
ömmu sem polli, hesthúsaferðir,
handlang við smíðarnar þínar og svo
auðvitað tímann okkar sem við unn-
um saman í kaffinu.
Eftir að ljóst var í hvað stefndi þá
sá ég hve dýrmætt síðasta samtal
okkar var heima í Hábænum. Þrátt
fyrir heilsuleysi varstu alltaf hress,
kátur og bjartsýnn og gaman að
spjalla við þig um heima og geima
eins og venjulega.
Mér þykir erfitt að hafa verið fjarri
þegar þú varst lagður inn á spítalann.
Ég veit að þú heyrðir í mér og þekktir
mig þegar ég kom og sat við rúm-
stokkinn hjá þér, þakkaði þér fyrir
góða tíma og sagði þér hversu vænt
mér þykir um þig.
Minning þín lifir og þegar við hitt-
umst næst þá skal ég telja fyrir þig
skrúfur í poka eins og forðum daga.
Takk fyrir allt, afi minn.
Þinn
Hjalti.
Elsku afi.
Mig langar að skrifa til þín nokkur
orð og kveðja þig. Ég held ég geti við-
urkennt að ég hélt ég myndi aldrei
þurfa að kveðja þig, ég held stundum
að ég búi í mínum eigin heimi þar sem
ég þarf ekki að ganga í gegnum neitt
svona erfitt og hlutirnir séu svolítið
eins og ég vil hafa þá. Eins ósann-
gjarnt og erfitt lífið getur stundum
verið þá finnst mér það að þú sért far-
inn óraunverulegt, afi minn átti aldrei
að deyja, það var bara hvergi inni í
planinu. Þetta gerðist bara allt svo
hratt, en samt svo hægt. Um leið og
þú varst lagður inn og veikindi þín
uppgötvuð var eins og eitthvað hefði
horfið úr hjartanu mínu. Þetta var
allt svo óraunverulegt – afi minn, sem
var alltaf hress, alltaf nýkominn úr
hesthúsunum eða á leiðinni í hesthús-
in, úti í bílskúr að smíða eða jafnvel
bara aðeins að blunda í stólnum sín-
um inni í stofu yfir sjónvarpinu. Ég
veit að þetta tekur tíma fyrir okkur
öll,verður skrítið og mjög erfitt, en
það sem ég veit líka er að núna líður
þér miklu, miklu betur en þér leið
þessa síðustu daga og að þú ert
ánægður og sáttur og það er það sem
skiptir máli. Ég hefði ekki viljað
horfa upp á þig berjast og þjást leng-
ur. Þú sýndir okkur öllum hversu
kraftmikill og seigur þú varst, ekki
bara þessa síðustu daga heldur alltaf.
Þú varst alltaf glaður og hafðir alltaf
eitthvað að segja eða spyrja um.
Meira að segja alveg sama hvernig
þér leið uppá spítala, þá sýndirðu
okkur alltaf að þú varst glaður og
náðir að bræða okkur með blikkinu
þínu og brosi. Ég mun aldrei gleyma
því hversu gaman þér þótti að fylgj-
ast með mér borða hvern kúffullan
diskinn á fætur öðrum, þér fannst
það alveg hreint magnað og sagðir
frá því stoltur. Síðan var alveg
dásamlegt þegar varst að spyrja mig
hvernig gekk að keppa og hvort ég
hefði dottið á rassinn. Afi, stundum
bara dettum við markmennirnir á
rassinn. En ég veit að þó þú hafir
bara verið að grínast þá mun þetta
lifa í minni mínu og hefur og mun
hjálpa mér að verða betri en ég er í
markinu. Ég kveð þig með mikilli
sorg í hjarta ásamt mikilli gleði og
þökkum fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman. Farðu vel með þig,
afi minn, þú skemmtir þér þarna með
gömlu hestunum þínum og nýju tölv-
unni þinni og við hin hérna pössum
drottninguna þína fyrir þig.
Þín
Sandra.
Elsku afi, óskaplega finnst mér
erfitt að hugsa til þess að þú sért far-
inn frá okkur og komir aldrei aftur.
Ég trúi því að þú sért nú farinn á góð-
an stað þar sem við munum hittast
seinna meir og spjalla saman yfir
góðum kaffibolla og að sjálfsögðu fer
„duftið fyrst“ í bollana. Ég mun
minnast þín og sakna þangað til.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þitt barnabarn og afalamb,
Hildur.
Jæja, þá ertu farinn, skammur var
fyrirvarinn. Ég man fyrir aðeins um
tveimur til þremur mánuðum, þá
hringdir þú í mig og spurðir hvernig
best væri nú að flytja litla skýlið, fyrir
sláttutraktorinn, austur. Við ræddum
lengi um þetta og margt annað. Ég
sagði að ég mundi útvega kerru og
við mundum flytja það bara þannig,
þú talaðir um að þú værir langt kom-
inn með skýlið en værir eitthvað hálf-
þreyttur og hefðir þig ekki orðið út í
skúr til að vinna; nú vitum við hvers
vegna, þessi sjúkdómur er hraðvirk-
ur og vægðarlaus.
Sjaldan leið nú mikið meira en vika
án þess að við töluðum saman í síma
eða hittumst og ræddum saman um
allt milli himins og jarðar. Efnahags-
mál þjóðarinnar, efnahagsmál okkar,
atburði líðandi stunda og síðast en
ekki síst hestamennskuna, við skegg-
ræddum ýmsa hluti og skiptumst á
skoðunum. Ólíkt mörgum á þessum
aldri þá varstu aldrei mjög hræddur
við nýjungar og oftar en ekki bar
tölvukaup á góma, þú spurðir hvenær
við ættum að fara og kaupa tölvu fyr-
ir ykkur, það var eitt af því sem við
náðum aldrei að gera saman.
Haustið 2006 fór ég og lærði hnífa-
smíði og fór að dunda við það. Að-
stöðu fékk ég í skúrnum og man ég
eftir hvað þú lagðir þig fram við að
rýma til fyrir mig. Oft komstu og
kíktir á hvað ég var að gera og ég
man hvað þig klæjaði í puttana að fá
að hjálpa til og ekki skildirðu hvað ég
nennti að vera að dunda með pínu-
litlum röspum og þjölum, hví ég not-
aði ekki stórvirkari tæki og drifi
þetta af, ég leit upp og þá brostirðu
bara, stríðinn varstu og ég man hvað
við hlógum stundum að þessu, ég á
eftir að sakna þess mikið að fá ekki
heimsókn út í skúrinn og aðstoð við
að þvinga saman, bora og fleira sem
ég fékk hjálp við. Vel unnum við sam-
an og líkaði okkur það vel að bralla
saman.
Ég veit að nú ertu kominn á græna
grundu með tauminn í hendi og Jökul
þér við hlið og því vil ég enda á því að
flytja ljóð, Endurfundi eftir Óskar
Magnússon frá Tungunesi, enda
hafðir þú mikinn áhuga á kveðskap
og ég vona að þér líki.
Hálf er gleðin horfin
þú hneggjar ei meir.
Allar grundir gráta
er góðhestur deyr.
Sakna ég þín sáran
í samreiðarglaum.
Léttara var lífið
er lékst þú við taum.
Alltaf man ég augun þín
ylhýr og skær.
Þau urðu stundum innsæ
þá ellin færðist nær.
Og hlýja sté úr hendinni
í hjarta mér inn
ef flosmjúkur flipi
fyllti lófa minn.
Er drekkum við tvímenning
dauðinn og ég,
þú bíður mín eftir
með beisli við veg.
Og heilsar mér hneggjandi
hesturinn minn!
Fimur er hann ennþá
fóturinn þinn.
Nú kveð ég þig, afi minn, og það er
sárt. Það er erfitt að kveðja afa sinn
og ekki síður erfitt að kveðja einn af
sínum bestu vinum. Þín verður sárt
saknað.
Jón Örn Gunnlaugsson.
Það er óraunverulegt að hugsa til
þess að þú skulir vera farinn, elsku afi
minn. Oft varstu ekki heima þegar ég
kom við uppi í Hábæ, heldur rétt
ókominn frá hesthúsunum eða þá
varstu út í bílskúr að dunda. Þá sát-
um við amma við eldhúsborðið og þú
komst inn og settist hjá okkur. Þetta
voru skemmtilegar stundir, enda allt-
af stutt í bros og hlátur hjá okkur.
Það verður skrýtið að koma upp í
Hábæ og vita að þú munir ekki birt-
ast í dyrunum og setjast hjá okkur
ömmu, brosa og hlæja með okkur.
Þín verður sárt saknað.
Þín
Elín.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar ég hugsa um afa er hvað
hann var mikill hestamaður. Hjá hon-
um fékk ég barnung að kynnast hest-
um og hann var duglegur að taka
okkur barnabörnin með í reiðtúra.
Oft beið amma eftir okkur í hesthús-
inu með kex og gotterí sem maður
gat maulað á meðan afi hirti hrossin
sín. Ég fékk strax mikinn áhuga á
hestum og á unglingsárunum áður en
ég keypti minn eigin hest fór ég oft í
hesthúsið til hans og fékk lánaðan
hann Kóng. Fórum við þá oft saman í
reiðtúra þar sem hann sat á Jökli,
sem að mínu mati var glæsilegasti
hesturinn hans afa, stór, viljugur og
reistur og gjóaði ég oft á hann löng-
unaraugum og langaði að prófa en
þorði aldrei að spyrja. Mikið var ég
glöð þegar afi einn daginn bauð mér
að taka hann en sjálfur sat hann á
Kóngi. Ég var svo stolt og viss um að
allir í hesthúsahverfinu væru að
horfa á. Sannaðist þá orðatiltækið
„Knapi á hestbaki er kóngur um
stund“.
Ég á eftir að sakna þín, afi minn, og
reiðtúranna okkar saman.
Hlín Pálsdóttir.
Kynni okkar Reynis hófst árið
1991 þegar ég byrjaði í hestamennsk-
unni með hestana í Faxabóli, í sama
húsi og Reynir hélt sína hesta. Það
myndaðist strax vinskapur með okk-
ur sem leiddi til þess að tveimur árum
síðar festum við saman kaup á nýju
hesthúsi í Glaðheimum. Handlaginn
eins og hann var smíðaði Reynir allar
timburinnréttingar á meðan ég sá um
málningu í húsinu. Hann gerði miklar
kröfur til verksins og að lokum lét
einn okkar gesta þau orð falla að sjálf
Bretadrottning hefði örugglega ekki
betri aðstöðu fyrir sína hesta. Okkur
leið vel öll árin á þessum stað en það
var ekki síst að þakka vinalegu and-
rúmslofti sem Reynir átti stóran þátt
í að halda uppi. Óteljandi stundum
eyddum við í kaffistofu með útsýni yf-
ir Kópavogsdal. Þar ræddum við um
allt milli himins og jarðar. Varð hon-
um þá tíðrætt um fjölskyldu sína sem
skipti hann öllu máli.
En framtíð okkar í Glaðheimum
varð að engu þegar svæðisskipulag-
inu var breytt. Til þess að við lentum
ekki á götunni með hesta og reiðtygi
fann Reynir eldra húsnæði fyrir okk-
ur í Víðidal. Við byrjuðum strax að
gera það upp og kom fagkunnátta
Reynis einu sinni enn í góðar þarfir.
En andlát hans kom í veg fyrir að
hann gæti notið þessarar aðstöðu svo
nálægt heimili sínu.
Ég harma andlát hans og mun
sakna hans. Hann var góður félagi og
vinur á löngu skeiði ævi minnar og
mun ég halda minningu hans í heiðri.
Valborgu og fjölskyldu færi ég inni-
legustu samúðarkveðjur mínar.
Peter Ellenberger.
Reynir Bergmann
Pálsson