Morgunblaðið - 29.06.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.06.2009, Qupperneq 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 ✝ Guðmundur Hall-dór Atlason fædd- ist í Reykjavík 2. jan- úar 1958. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 18. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sif Áslaug Johnsen hús- móðir, f. 25. ágúst 1926, d. 12. maí 2006 og Atli Helgason skipstjóri, f. 7. júlí 1926, d. 18. sept- ember 2001. Systkini Guðmundar eru: 1) Lárus Johnsen Atlason, f. 22. sept- ember 1951, maki Nanna Guðrún Zoëga, f. 1951. Börn þeirra Una Marsibil, Atli Sveinn, Kristinn Ingi, Lárus Helgi, Sigurjón Örn og Guð- jón Hrafn. 2) Atli Helgi Atlason, f. 25. maí 1965, sambýliskona Ingi- björg Gréta Gísladóttir, f. 1966. Börn hennar: Mario Ingi og Jó- hanna Alba og 3) Dóra Elín Atla- dóttir Johnsen, f. 10.janúar 1968, maki Birgir Bárðarson, f. 1965. Börn þeirra: Guðmundur Halldór, Silvía Sif og Ísabel Dóra. Guðmundur ólst upp í Holtagerði í Kópavogi og gekk ætíð undir hann hóf störf hjá flugfélaginu Atl- anta. Guðmundur starfaði nær óslitið hjá flugfélaginu Atlanta frá árinu 1990-2005 með einu hléi, þegar hann tók sér í leyfi í rúmt ár til að sinna stöðu flugrekstr- arstjóra hjá MD Airlines í Kópa- vogi. Guðmundur sinnti ýmsum störf- um innan veggja flugfélagsins Atl- anta, meðal annars í flugrekstr- ardeild, sem starfsmannastjóri, stöðvarstjóri og loks sem flug- umsjónarmaður. Hann ferðaðist mikið á vegum vinnu sinnar og dvaldi oft langdvölum á framandi slóðum, meðal annars í Indónesíu og Túnis. Guðmundur var við störf á skrifstofu Atlanta er hann veikt- ist og fékk heilablóðfall í janúar 2005. Hann dvaldi fyrst á Reykja- lundi en fluttist þaðan á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ þar sem hann lést þann 18. júní síðastliðinn. Guðmundur var unnandi ís- lenskrar náttúru og mikill útivist- armaður. Hann naut þess að vera í kyrrð og ró og renna fyrir fisk þegar færi gafst. Guðmundur ferð- aðist mikið innanlands sem utan og hafði gaman af að fræðast um þá staði sem hann heimsótti. Hann var fjölfróður um landið og óþrjótandi uppspretta fróðleiks um alla hluti er vöktu áhuga hans. Útför Guðmundar Halldórs fer fram frá Háteigskirkju í dag, 29. júní, kl. 15. nafninu Muggur með- al vina og fjölskyldu. Hann gekk í Kárs- nesskóla, Þingholts- skóla og Verzl- unarskóla Íslands. Hann lagði einnig tímabundið stund á lögfræði við Háskóla Íslands. Árið 1991 fór hann í Sheffield School of Aeronau- tics í Ft. Lauderdale í Flórída og lauk þar námi í flugumsjón. Guðmundur fór ungur á sjó, vann fyrst sem vika- drengur og síðar háseti á milli- landaskipum Eimskips hjá föður sínum. Eftir að námi lauk starfaði hann hjá Hafskip bæði á Íslandi og í Englandi. Fyrst sem for- stöðumaður tjónadeildar Hafskips í Reykjavík en siðan sem aðstoð- armaður framkvæmdastjóra í Ips- wich. Eftir heimkomu frá Bret- landi réð hann sig til Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna þar sem hann sinnti sölu og út- flutningi. Guðmundi bauðst síðan að taka að sér starf bæjarritara hjá Dalvíkurbæ og sinnti hann því uns Hann var ekki gamall, hann bróð- ir minn, þegar hann kom mér og mömmu í dulítið uppnám. Hann Muggur bróðir var nefnilega ótrú- lega duglegur „dundari“ og þeir hæfileikar hans komu fljótt í ljós. Í raun í fyrsta skiptið sem hann virt- ist týndur, hreinlega týndist. Hann hafði verið inni í stofu að leika sér á gólfinu vestur á Hjarðarhaga, trú- lega ársgamall, en þegar næst var litið á drenginn var hann horfinn. Það var eins og hann hefði gufað upp! Leitað var í öllum herbergjum, hlaupið fram á gang en stráksa var bara hvergi að finna. Það var ekki fyrr en eftir mikla leit að sá stutti fannst á bak við stofustólinn og var bara að „dunda sér“ eins og hann átti eftir að gera svo margoft. Mugga líkaði nefnilega fátt betra en að vera aleinn og í friði og ró frá skarkala heimsins, að gera eitthvað það sem hann hafði mætur á, svo sem að veiða silung eða bara skoða náttúruna í allri sinni dýrð. Á seinni árum eignaðist Muggi forláta Súkku jeppling sem hann fór á ótrúlegustu leiðir, já og það yfirleitt einbíla. Bíll- inn og Muggur voru nánast eitt þegar hann fór í fjallaferðir og margar lýsingar þar um voru lyg- inni líkastar, því fáum hefði dottið í hug að fara á ekki stærri bíl en Súkkunni slíkar svaðilfarir nema Mugga mínum, sem var þess fullviss að „þeir tveir“ gætu komist nánast allt það sem hugurinn girntist, svo fremi að farið væri hægt og af fyllstu varúð og yfirvegun. Sem bet- ur fer bilaði bíllinn aldrei og allt gekk upp. Þið ykkar sem þekktuð Mugga bróður vitið að hann drakk ekki, aldrei, kaffi. Það hélt ég líka, en komst að því einu sinni þegar við hittumst austur á Vopnafirði að svo var ekki. Hann einn á ferð rétt eins og vanalega og ég á ferð ásamt eig- inkonu og vinum. Okkur var boðið á bæ þar í sveit vegna vinskapar sam- ferðahjóna okkar. Hjónin sem buðu okkur til bæjar og þar bjuggu voru hvort öðru fróðara um ættfræði, og fljótlega kom í ljós þegar við gerð- um grein fyrir ætterni okkar bræðra (ættaðir frá Leiðarhöfn) að ekki var komið að tómum kofunum hvað sögur um forfeður okkar varð- aði. Það fór því svo að þegar húsfrú- in bauð upp á kaffi, sá ég Mugga bróður sporðrenna tveim bollum af bikasvörtu kaffi um leið og hann hámaði í sig lýsingar húsráðanda af ættmennum okkur þar um slóðir. Svo mjög hafði Muggur gaman af þessum lýsingum að hann hreinlega svelgdi í sig kaffið um leið og hann drakk í sig söguna! Ég hef hvorki fyrr né síðan séð hann bróður minn drekka kaffi nema ef vera kynni eðalkaffi ættað frá Írlandi. Það þurfti sterk bein til að komast í gegnum það sem á hann var lagt síðustu árin, og á engra færi nema sannrar hetju sem hann sannarlega var. Og jafnvel sannar hetjur eiga sínar óskir og nú hefur hann fengið ósk sína uppfyllta. Megi Guðs friður fylgja honum hér eftir sem hingað til. Þinn bróðir Lárus (Lassi). Nú er hann Muggur bróðir minn allur og ennþá er sú þunga stað- reynd að síast inn. Fréttin af láti hans síðdegis fimmtudaginn 18. júní kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég hafði heimsótt Mugga í Skógarbæ deginum áður, 17. júní, og stoppaði stutt við enda á leiðinni í Laugardalshöll á minn fyrsta landsleik í handbolta. Honum þótti það athyglisvert enda hef ég ekki verið þekktur fyrir áhuga á bolta- íþróttum. Ekki óraði mig fyrir að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi bróður minn á lífi. En svona getur tilveran verið óútreiknanleg. Muggi var einstaklega góður bróðir. Hann var ávallt til staðar og ósjaldan leitaði maður til hans þeg- ar maður þurfti hjálpar við og var tvístígandi í hinu eða þessu. Hann var ekki bara bróðir minn heldur minn besti félagi og sá sem þekkti mig hvað best. Á æskuárunum í Holtagerðinu hafði Muggi alltaf auga með okkur yngri systkinunum. Meira að segja þegar hann fékk bílpróf, þá fannst honum til að mynda ekkert tiltöku- mál að taka litla bróður með á rúnt- inn með félögunum sem var auðvit- að spennandi lífsreynsla fyrir tíu ára peyjann. Svona var hann Muggi minn, leyfði manni alltaf að vera með. Sama var upp á teningnum þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vinna með honum á Ms. Skeiðsfossi, sumarið 1980. Þrátt fyr- ir aldursmuninn var ég enn og aftur tekinn með í hópinn og lærði ým- islegt um lífsins gagn og nauðsynj- ar. Samverustundum okkar fækkaði þegar ég fór í nám í Bandaríkj- unum. Fyrstu árin hittumst við þeg- ar ég kom heim í sumar- og jólafrí- um en eftir að námi lauk og ég fluttist til Miami á Flórída þá fækk- aði ferðum mínum heim. Muggur var þó alltaf duglegur að heimsækja mig enda hafði hann ekkert á móti því að ferðast. Það var til að mynda orðinn fastur liður að keyra niður Florida Keys alla leið til Key West. Þar fannst honum gott að vera. Hann heimsótti mig í vinnuna í Kar- íbahafið og til Írlands sem hann hafði sterkar taugar til. Haustið 2004 ferðuðumst við bræður vítt og breitt um Suður-England, skoðuð- um borgir og bæi enda hafði Mugg- ur afskaplega gaman af að fræðast um þá staði sem hann heimsótti. Þetta reyndist bæði hans og okkar síðasta ferðalag saman því Muggur varð fyrir því áfalli að fá heilablóð- fall snemma árs 2005. Þá breyttist tilveran eins og við þekktum hana. Muggur, maraþonhlauparinn, sem naut þess að ferðast um óbyggðir Íslands, sem naut þess að ferðast í útlöndum var nú verulega líkamlega fatlaður og bundinn við hjólastól. Hann þurfti að læra allt upp á nýtt. Læra að anda, hreyfa hendurnar og tala, hann þurfti að læra að takast á við nýja veröld. Þrátt fyrir mótbyr- inn hélt hann ætíð húmornum sem einkenndi hann og gat ávallt komið auga hið kómíska í tilverunni. Það er með aðdáun sem ég lít til baka á bróður minn, þessa hetju, sem þurfti að takast á við hlutskipti sem engum skyldi maður ætla, en það gerði hann með æðruleysi og ein- stöku raunsæi. Nú er þessari þrautagöngu lokið og eftir stendur minning og söknuður um góðan dreng, vin og bróður. Hvíl í friði, elsku Muggur minn. Atli Helgi. Í dag kveð ég Mugga bróður minn sem var minn besti vinur, besti bróðir, leiðbeinandi og náinn fjölskyldumeðlimur. Frá því ég var ung að aldri var Muggur alltaf stór hluti af minni til- veru, hann hikaði ekki við að taka mig með sér í bíltúr út um allt, hvort sem farið var á rúntinn niður á Reykjavíkurhöfn og nágrenni eða út fyrir bæinn að skoða sveitina og þá var jafnvel rennt fyrir fisk en alltaf endaði ferðin á stoppi við Bæj- arins beztu áður en heim var haldið. Þegar ég varð eldri fór Muggur með mér upp í Bláfjöll eftir skóla og þá jafnvel nokkrum sinnum í viku og áttum við góðar stundir í fjallinu enda mikið fyrir útiveruna. Muggur hefur alla tíð verið mér innan hand- ar og var það því ekki spurning að skíra son minn í höfuðið á honum þegar hann kom í heiminn og alveg ómeðvitað var hann einnig kallaður Muggur. Þegar ég byrjaði að búa breyttist samband okkar Mugga í enn nánari vináttu og var hann mjög tíður gestur á heimili mínu og var frekar tilkynnt um að hann væri ekki í mat en að hann ætlaði að koma í heimsókn. Við hjónin fórum í ófáar utanlandsferðir með honum til Írlands þar sem keyrt var um land- ið og hinir ýmsu staðir kannaðir. Mér er sérstaklega minnisstæð ein af þessum ferðum þar sem við ákváðum að bóka ekki hótel fyr- irfram heldur byrja á því að keyra upp í sveit og finna gistingu, fluginu seinkaði mikið og enga gistingu að fá svo við ákváðum að koma okkur fyrir í bílnum úti í sveit. Við sváfum eins og steinar og um morguninn þegar birti af degi sáum við að við höfðum lagt bílnum við fallegan sveitakirkjugarð og gátum við ekki annað en hlegið mikið að þessu og var þessi atburður oft rifjaður upp á góðum stundum. Muggur var mikill náttúruunnandi og fór oft með okk- ur fjölskyldunni í útilegu og var þá kanóinn tekinn með og hann settur á flot á hinum ýmsum vötnum og ám og þau könnuð til hins ýtrasta. Muggur var ekki bara til staðar fyr- ir mig heldur var hann alltaf til staðar fyrir börnin mín og voru þau mjög hænd að honum enda alin upp með hann sér við hlið og gátu þau alltaf leitað til hans hvort sem það var vegna lærdóms eða bara til að spjalla. Eftir áfallið breyttist tilver- an hjá okkur öllum og við tók erfið barátta hjá Mugga. Eftir langa dvöl á Landspítalanum fluttist hann á Reykjalund þar sem endurhæfing tók við. Þegar Muggur hafði náð nokkrum bata fórum við í ökuferðir um sveitina og hafði hann mikla ánægju af þessu litla frelsi sem hann hafði öðlast aftur og ekki fannst litlu frænku hans leiðinlegt að hlusta á allan þann fróðleik sem hann sagði henni um hvern hól sem við keyrðum framhjá. Þegar Mugg- ur flutti á Skógarbæ voru heim- sókninar tíðar hjá okkur öllum enda alltaf gott að hitta og tala við Mugga og eftir hverja heimsókn fór maður enn fróðari heim en maður var þegar maður kom. Það er með sorg í hjarta og tár í augum sem ég kveð þig, elsku Muggur minn, en ég veit jafnframt að þér líður betur núna og að þú fylgist vel með okkur. Takk fyrir allar dásamlegu sam- verustundirnar sem við áttum sam- an. Þín systir Dóra Elín. Það er gott að kynnast góðu fólki en enn betra að tengjast því. Í þeim eðalflokki var Muggur. Þegar við Atli Helgi bróðir hans rugluðum saman reytum okkar var ég mjög fljótlega kynnt fyrir Mugga, hann var fjölskylduprófsteinninn og var svo elskulegur að hleypa mér í gegn. Ég þurfti að læra að hlusta upp á nýtt sem var hið minnsta mál miðað við hvað hann hafði þurft að læra upp á nýtt eftir áfallið. En ég heyrði líka vel upplýstan mann, náttúruunnanda og húmorista. Mér þótti vænt um þær stundir sem við ræddum saman í Skógarbæ, þótti vænt um sögurnar sem hann sagði mér af bróður sínum, þótti vænt um skotin sem hann lét fljúga um menn og málefni og þótti vænt um hnyttn- ar athugasemdirnar sem oft fylgdu þá í kjölfarið. Mér þótti einfaldlega vænt um að kynnast honum og vera í samskiptum við hann. Þegar við Atli fórum í frí var hann nálægur þó hann væri fjarri. Oft var ég leidd á staði sem þeir bræður höfðu farið á og mér sagðar sögur af ferðalögum þeirra. Þá var hringt til Mugga, aðstæðum lýst og þeir bræður rifjuðu upp gamla tíma. Það er gott að vera í góðu sambandi við sína nánustu og það var gaman að sjá, heyra og finna hve nánir þeir bræður, Atli og Muggur, voru. Hve þeir sóttu hvor í annan, aðstoðuðu hvor annan og virtu. Hve fallegt og sterkt bræðrasamband þeirra var. Muggur mun áfram að vera ná- lægur þó hann verði fjarri. Við hringjum kannski ekki í hann eða sendum honum sms en hann mun fylgja okkur um ókomna tíð, hér, þar og alls staðar. Kærleikskveðja Ingibjörg Gréta Gísladóttir. Það er ekki hægt að kveðja þig, kæri vinur og mágur, án þessa að fella tár en líka að brosa út í annað þegar maður hugsar til alls þess sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Mín fyrstu kynni voru: þú nýkominn heim eftir að hafa unnið fyrir Hafskip í Ipswich, ungur mað- ur með yfirvararskegg. Rólegur og yfirvegaður, tókst alltaf mat á að- stæðum og bentir á lausnir. Mugg- ur, þú varst maðurinn sem kenndir mér að þekkja og viðurkenna að öll mál, góð eða slæm, hafa margar hliðar og margar lausnir. Þrátt fyrir það hve ólíkir við vorum oft á tíðum þá náðum við ótrúlega vel saman, við vógum hvor annan upp þegar við átti og ég held að með góðri sam- visku höfum við alltaf staðið vörð hvor um annan, skoðanir okkar á trú voru glettilega líkar og einnig á mörgum öðrum hlutum, við ýttum hvor öðrum til að framkvæma hluti eins og t.d. að ganga á Helgafellið ekki einu sinni heldur tvisvar, fara á upp á topp á Keili eða ganga Reykjanesgönguna. Allt sem tengd- ist útivist varst þú manna fróðastur . Þminn kæri vinur varðveiti ég ætíð hjá mér. Þegar nafni þinn átti við sín veik- indi í æsku og enginn virtist skilja hvað gekk á, þá varst þú sá sem að öðrum ólöstuðum varst okkar stoð og stytta. Hvort sem það var þín vernd yfir nafna þínum eða okkar fjölskyldu sem gerði þig að okkar heimilismeðlimi nær óslitið frá því við Dóra fórum að búa veit ég ekki, en hitt veit ég að í mínum huga varst þú ekki bara mágur, trún- aðarvinur og bróðir heldur líka eins og elsti sonurinn í fjölskyldunni okkar. Það er ótrúlegt þegar maður fer yfir svona langa sögu, tæplega 25 ár, hvað margt skemmtilegt stendur uppúr hjá okkur. Ég man t.d. allar ferðirnar sem við fórum til Írlands, keyrðum um sveitir Írlands og kynntumst menningunni á írsku pöbbunum. Að veiða var nokkuð sem við gerðum mikið af og sagan úr Stóru-Laxá í Hreppum var okkur alltaf í fersku minni, búnir að berja ána allan daginn og ekki orðið svo mikið sem varir þegar sáum einn vænan stökkva, veiðihjólið hjá þér stóð á sér og ég henti út og búmm, einn 17 punda kominn á, viðureign sem stóð í rúmlega klukkustund, þetta var einn af þessum atburðum sem standa uppúr kannski vegna þess að ég fékk aldrei að gleyma því af þinni hálfu hver hefði raunveru- lega átt að fá fiskinn. En lífið er ekki bara leikur og þar tókust á gleði og sorg, þú einn eða með okkur, ekki deili ég um það hvort sorgin hafi verið meiri þín eða okkar þegar þú veiktist en hitt veit ég að veikindi þín höfðu mikil áhrif á allt okkar líf. Einskis óskaði ég heitar en heyra þig segja að þér liði betur og þú fyndir að þú værir allur að koma til en því miður þá urðu okkar samræður oft frekar í hina áttina. Muggur, það er alveg klárt að ég á eftir að sakna vinar míns, trún- aðarvinar, mágs og fjölskyldumeð- lims meir en margan grunar. Guð geymi og gæti þín eins ná- lægt sér eins og þú gættir okkar. Þinn vinur og mágur, Birgir Bárðarson. Nú er ég að kveðja Mugga frænda minn sem er dáinn. Hann er farinn upp til Guðs og englanna og er núna hjá ömmu Sif og afa Atla. Muggi frændi var alltaf góður við mig og mundi alltaf eftir afmælinu mínu. Nú er ég búin að læra að hjóla á hjólinu mínu sem Muggi frændi gaf mér og ég veit að hann getur séð hve dugleg ég er að hjóla. Ég heimsótti Mugga oft í Skógarbæ og ég gat alltaf talað við hann. En núna er hann dáinn og ég get ekki oftar talað við hann. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Bless, elsku Muggi frændi minn, ég veit að englarnir passa þig vel. Þín frænka, Ísabel Dóra. Þegar ég fékk hringinguna um að þú værir fallinn frá, fékk ég hrika- lega sárt fyrir hjartað, ég trúði ekki því sem ég var að heyra. Þú varst alla mína ævi sá fjöl- skyldumeðlimur sem ég gat alltaf treyst á að myndi hjálpa mér, hvort sem það var varðandi skóla eða stelpur. Ég leit alltaf upp til þín frá því ég man eftir mér enda er ég hrikalega stolltur að hafa verið skírður alnafni í höfuðið á hjálpsam- asta og óeigingjarnasta einstaklingi Guðmundur Halldór Atlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.