Morgunblaðið - 29.06.2009, Page 32

Morgunblaðið - 29.06.2009, Page 32
MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 180. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Bátum fjölgar en vakt- mönnum í landi fækkar  Hjalti Sæmundsson, aðalvarð- stjóri á Vaktstöð siglinga, segir að strandveiðar muni hafa í för með sér mikið álag á hans fólk. Í stað þess að fjölga vaktmönnum þar sé fyrir- hugað að fækka fólki. „Við erum björgunarmiðstöð hafsins í kringum Ísland og því er þetta stórhættu- legt.“ Nú séu þrír menn á vakt en ætlunin sé að fækka þeim í tvo. »2 Hvar er réttlætið?  Tryggvi Ársælsson, útgerðar- maður á Tálknafirði, keypti tollkvóta í ársbyrjun árið 2007, 14 þorskígild- istonn, og gaf fyrir hann 28 milljónir króna. Hann áætlar að þetta sé svip- að magn og báturinn sem hann keypti kvótann af geti veitt fram til ágústloka, án þess að greiða krónu fyrir, vegna ákvörðunar um að heim- ila strandveiðar. „Hvaða réttlæti er fólgið í þessu?“ »6 Sjóvá seldi allt í Bretlandi  Tryggingafélagið Sjóvá hafði fjár- fest í fasteignaverkefnum í níu lönd- um. Það seldi svo allt í Bretlandi og hefur nú verkefni í átta löndum. Fjölmiðlar sögðu frá því í liðinni viku að Sjóvá hefði dregið sig út úr fasteignaverkefni í Macau með tapi upp á um 1,5 milljarða króna. »11 Möguleikar í vatnsafli  Unnt er að þrefalda núverandi raforkuframleiðslu með vatnsafli. Fimmtungur mögulegs vatnsafls hefur verið nýttur í Asíu og þar er svigrúmið mest til að auka fram- leiðsluna. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Í sárum eftir „pappírs- góðærið“ Forystugreinar: Viðskipti í al- mannaþágu | Bæjarfulltrúar axli ábyrgð Ljósvakinn: Flett ofan af bullinu Pistill: Ástir og harmur togast á UMRÆÐAN» Er framhaldsskólinn fyrir alla nem- endur? Hárrétt forgangsröðun Þér hafið brugðist vonum vorum Heitast 22° C | Kaldast 10° C Austlæg eða breyti- leg átt, 3-8 m/s. Lítils- háttar væta á vestan- verðu landinu. Skýjað með köflum. » 10 Birta Björnsdóttir telur upp tíu flott- ustu kvikmyndaklík- urnar. Allt frá Grease til X-manna. »26 KVIKMYNDIR» Flottustu bíóklíkurnar FÓLK» Einkalæknirinn yfir- heyrður í þrjá tíma. »30 Gagnrýnandi blaðs- ins gefur tónleikum Sinfóníunnar, þar sem lög Gunna Þórðar voru leikin, fjórar stjörnur. »24 TÓNLIST» Gunnar og Sinfónían TÓNLIST» Glastonbury lauk í gær- kvöldi. »28 KVIKMYNDIR» Megan Fox skotspónn slúðurpressunnar. »26 Menning VEÐUR» 1. Lýst eftir karlmanni 2. Bilun í vél Iceland Express 3. Megan Fox biður afsökunar 4. Tekinn fyrir illa meðferð á hundi »MEST LESIÐ Á mbl.is „ÉG er að reyna nýjar aðferðir við að auka nýt- ingu sólarljóss,“ segir Róbert Magnússon, heiðursprófessor við University of Texas, en hann vinnur nú að því að auka orku- nýtni sólarsellna um tugi prósenta. Róbert og félagar hans vinna einnig að smíði efnanema, sem á vonandi eftir að gera lyfjaþróun miklu ódýrari en nú er. „Takmark okkar er að sjá hvaða sameindir „tala saman“ ef svo má að orði komast,“ segir Róbert en um þetta verkefni hefur hann stofn- að fyrirtækið Resonant Sensors In- corporated ásamt fyrrverandi nem- anda sínum. Staðan, sem Róbert var skipaður í, hlaut 300 milljóna króna styrk úr tæplega 40 milljarða kr. nýsköp- unarsjóði í Texas. | 9 Leitar leiða til að stórbæta orkuvinnslu sólarsellna Róbert Magnússon Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is HAFNFIRÐINGURINN Krist- ján Ómar Björnsson dúxaði á dög- unum í einkaþjálfaranámi Keilis og kom það kannski ekki á óvart miðað við feril hans hingað til. Hann lauk meistaranámi í tónlistarfræðum við háskólann í Gautaborg en venti síðan kvæði sínu í kross og tók að sér knatt- spyrnuþjálfun hjá Haukum. Kristján Ómar leggur mikla rækt við líkama og sál og hefur stofnað fyrirtækið Mannsrækt til að geta miðlað þeim boðskap til annarra. Eftir fimm ára nám í tónlistarfræð- unum fór Kristján Ómar til Berlínar til að læra þýsku og reyna um leið fyrir sér í tónlistarbransanum. Þar var þó heldur á brattann að sækja en þá höfðu Haukarnir samband og buðu honum þjálfarastarf og að auki hálft starf við framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar. Hafnaði draumastarfi Kristján Ómar sló til og þótt hon- um byðist síðar draumastarf í tónlist- argeiranum ákvað hann að halda áfram sem knattspyrnuþjálfari. Tón- listin togar þó alltaf í hann. „Maður er alltaf að grúska eitthvað í tónlist á einhvern hátt ... Það er helst að ég vildi hafa meiri tíma til að semja og skapa tónlist.“ Kristján Ómar er bindindismaður, hann hefur ekki lagt sér kjöt til munns í áratug og hann er hættur að neyta mjólkurafurða. Á námskeiðinu hjá Keili segist hann oft hafa hlegið með sjálfum sér vegna þess að honum þótti námið svo skemmtilegt. Þannig virðist það vera með flest sem hann tekur sér fyrir hendur. | 13 Leggur jafna rækt við sál og líkama Meistaranám í tón- list, knattspyrna og heilbrigt líferni Morgunblaðið/Jakob Fannar Þjálfarinn Æfir unga sem aldna. „Þetta er svo gaman,“ segir hann. Í HNOTSKURN »Kristján Ómar er knatt-spyrnuþjálfari hjá Hauk- um en sjálfur leikur hann með Þrótti í úrvalsdeild karla. »Fyrirtækið hans, Manns-rækt, mun veita ráð á sviði lífsstíls-, hugar- og líkams- þjálfunar. EIÐUR Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona, gekkst í gær fyrir styrktarhátíð fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur í úrvalsdeild karla. Hátíðin var til styrktar Frank Bergmann, ungum Grindvíkingi sem glímir við krabbamein, en Eiður hefur fylgst lengi með baráttu hans. Frank þótti sjálfur efnilegur í fótboltanum áður en hann varð að leggja hann til hliðar vegna veik- indanna. Eiður fékk kunna skemmtikrafta í lið með sér, m.a. þá Sveppa og Audda. Frank tók sjálfur þátt í fjörinu með þeim af fullum krafti og stillti sér upp með þeim á Grindavíkurvelli. STYRKTARHÁTÍÐ EIÐS SMÁRA Í GRINDAVÍK Ljósmynd/Víkurfréttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.