Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 5
4. árg. - 1. tbl jVÍTT KVEMABLAÐ - 1943. Það er nauðsynlegt að sigla. „Þetla ei-u þá þeir, sem komust af“, varð utanbæjarmanni að orði; liann sá fólkið á göt- unni. Hugstæðir eru sjómennirnir og sjóskað- arnir þjóðinni. En „það er nauðsynlegt að sigla; en það er ekki nauðsynlegt að lifa“, er liaft eftir sjómönnunum sjálfum. Útlendur ferðamaður sagði einhverju sinni um íslenzjku stúlkurnar, að þær væru eins og þær syrgðu hetju. - Menningunni veitist erfitt að mýkja sárin og auka á kraft og kjark þeirra, sem heima híða. — En „stúlkan í kotinu“, sem Huneherg kveður um, öfundar slíkar kon- ur. Ilún liarmar sárar en frá verði hermt að unnustinn er ekki lietja meðal hinna föllnu, og vill þess vegna ekki lifa lengur. Aftur segir Mktoría (Hamsun); „Mér væri sama, hve illa mér liði, liara ef ég fengi að lifa. Ég skyldi aldrei framar kvarta yfir neinu, nei, ég skyldi hrosa lil þeirra, sem réðust á mig og herðu mig.“ Barn spurði: „Mamma, hvað er að sigla og lifa? Hvort vildir þú heldur?“ „Ætli ég vildi ekki heldur lifa“, svaraði konan. „Ég líka“, sagði barnið. Og þannig er það um okkur öll, nema þann, sem harmar sína eigin glópsku, eins og stúlkan hans Runehergs, ómenni hafði hún selt tryggð sina. En vegna hinnar sterku lífsþrái okkar allra, hvílir mikill vandi á lierðum þeirra, er stýra skipinu og stjórna á þessum vanda- sömu tímum, en þegnskap mun kvenþjóðin sýna eigi siður en karlmennirnir, eftir því, sem kraf- izt verður af hverjuni einum. Erlendis eru konur kvaddar lil hernaðarstarfa. Hernaður ís- lenzku þjóðarinnar er framleiðslan til lands og sjávar, og sigur okkar er undir því kominn, hvernig tiltekst með liana. Og jafnvel þó að við konurnar yrðum kallaðar til sjós, létum við hvergi á okkur standa. Aldrei liafa jafn margar íslenzkar stúlkur haft atvinnu sína á sjónum sem síðastliðið ár, og láta þær vel af. En það má ekki skera við nögl eða sjá eftir hverjum hita lil íslenzku hermannanna. — Það er nauðsynlegt að sigla og draga hjörg í hú, og það er nauðsynlegt að yrkja jörðina. Þetta eru fvrstu skilvrði fyrir lífi þjóðarinnar. og framleiðslan á að gefa öllum, sem að lienni vinna, svo mikið í aðra hönd, að hún fái auk- inn liðsafla; að menn liópist að henni. Á lierð- uni þeirra rís musterið, líf íslenzku þjóðar- innar og lif einstaklingsins, sem felur i sér þúsund möguleika til unaðar. Iivorki ættum við að taka með sjálfskyldu, föt né fæði, hús né lieimili, heldur sem, ávöxt af lífstrénu, sem við höfum átt einhvern þátt í að lilúa að, og njóta svo þess að vera til, undir stjörnuhjörtum liimni, og gefa hörnun- um okkar tækifæri til liins sama, því það er nauðsynlegt að lifa og elska, annars væri ekki fvrir því harizt öld af öld í hverri manns sál. Nýtt kvennablað þakkar öllum, sem hafa stutt útgáfu þess og útbreiðslu siðastliðið ár, kaupendum og lesendum samstarfið. Og leggur nú á langan og seinan út í hið hlessaða ný- byrjaða ár, með heztu árnaðaróskum. G. St. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál, hvorl sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfir ál. — hvert eitl fljótandi skip her þó farmannsins svip, hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál. örn Arnarson.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.