Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 18

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 18
14 NÝTl' KVENNABLAÐ það var minna hugsað um aðra, en ekki vantaði auðinn.“ Signý leit til Guðríðar og brosti biturt. „Og þetta liefir alltaf verið sæmdarfólk í Hvammi, hæði fyr og nú, mikið áberandi og ])ekkt að gestrisni og myndarskap", sagði Guð- ríður. „Já, ekki vantar að það láti bera mikið á sér“, sagði Signý, „en þegar fólk er mikið áber- andi, þá vill oft bóla á þvi sem bezjt væri þó að lægi niðri. Og myndarskapurinn var mestur þeg- ar Ingihjörg Iiafði Herborgu tima og tíma til að hjálpa sér; henni hefir ekki ætíð gengið vel að fá úrvals vinnukonur.“ „Ingibjörg gerði það nú nokkuð fyrir Sigurð, að taka Herborgu við og við, til þess að lofa lienni að vinna fyrir kaupi, af því að það er svo fátækt á IIeiði“, sagði Guðríður, en svo hætti liún við: „Herborg hefði átt að (aka Gunnari á Núpi, þegar hann vildi fá hana, með þeim hefði verið jafnræði; reyndar er hann nú af mikilsháttar fólki kom- inn í aðra ættina, en liann er fátækur." Gvend- ur gamli hefir legið út af og ldýtt þegjandi á samtöl kvennanna, en nú rís liann upp og segir: „Já, hún Ilerborg liefði átt að taka honum Gunnari, það liefði verið lán fyrir hana, annar eins maður og hann er, liann á ekki sinn líka hér í sveit, nema þá helzt hann .Tónas hérna“, I)ætli hann við í lægri róm. „En hann Þorvald í Hvammi?“ segir Guðríður hvatskeytlega. „Hann er ekki þeirra líki, og hefir ekkert fram yfir þá, nema auðinn“, segir Gvendur, „og svo er Gunnar systursonur Björns á Breiðahóli.“ And- litið hýrnar. „Þar liefi ég átt bezla daga, og þó unnið niest. Það er nú annað, sem honum Gunn- ari er ætlað, en að eiga hana Herborgu á Heiði, þó hún sé góð stúlka. Frændi lians vill sjálfsagl ráða nokkru.“ „Á liann ekki uppkomna fóstur- dóttur?" spyr Signý. „Jú, hana Sigrúnu“, segir Gvendur, „en liún er svo heilsuveil, auminginn, en góð stúlka, skýr og skilmerkileg, ekki vant- ar það. Ég hugsa að Björn gamli vildi ekki frem- ur láta fósturdótturina og eitthvað af auðnum íhendur annara en systursonar síns.“ Frh. Við erum ungar allar fimm inn’ í híl hjá tveimur. Næðið er gott og nóttin dimm, nautnaríkur heimur. < (Eignuð Theodóru Thoroddsen). 2 dsl. saft Nokkur íjallagrös 2 blöS matarlím 200 gr. sveskjur Vatn og sykur. Marsipan. Á KAFFIBORÐIÐ. Bóndakökur. 200 gr. smjörlíki 75 — möndlur, óflysjatSar 20C — sykur 1 niatskeið síróp 400 — hveiti 1 teskeið natron. Smjörið er hrært með sykrinum og sírópinu, möndlurnar saxaðar óflysjaðar og látnar saman við, þá hveitið blandað natroninu. DegiS rúllað í lengjur og látið kólna. Skorið i sneiðar og bakað við meðal hita. Fjallagrasakaka. 2 tertubotnar j hnefi fjallagrös 3 msk. sykur 5 gr. smjör 1. rjómi 3 blöð matarlím 1 msk. sykur Vanille. Einn hnefi af fjallgrösum er þveginn og hreins- aður, heitu vatni helt á, og bíði í 10 min. Söxuð smátt. 3 msk. af sykri brúnaðar á pönnu. Þegar byrj- ar að koma hvít froða, eru f jallagrösin látin á. Hrærl til það er jafnt, þá er smjörbitinn settur á pönn- una. Síðan hvolft á smurða plötu. Þegar það er hart, er það mulið með kefli. Matarlimiö brætt yfir gufu, kælt, rjóminn þeyttur og fjallagrösunum, vanillunni og síðast matarliminu er blandaö saman við hann. Sveskjurnar eru lagðar i bleyti og soðnar í sykur- vatni, þar til þær eru þrútnar, mega ekki vera sprungnar. Saftin er hituð (bezt að nota vín samau við hana). Fjallagrösin, sent notuð eru, eru soðin þar í, þar til þau eru hlaupin. Saftin tekin af eldinum og matarlíminu, sem brætt er, blandað í. Kakan lögð sarnan: Á fat er látinn tertubotn (þarf að vera hrærð terta). Þar i kring er raðað sveskj- unurn, sem afgangs hafa verið af hinni kökunni. Rjóminn látinn hér á. Og á hina kökuna er látið ofurlítið safthlaup, þegar það l)yrjar að hlaupa. Sveskjunum raðað þétt i kring. Þá er saftin, sem er hálfhlaupin látin ofan á. Þessi kaka er látin gæti- lega ofan á rjómabúöinginn, þegar hlaupið er stíft. Utan um kökuna er annaðhvort látið marsipan eða þeyttur rjómi. Skreytt meö'fjallagrösum ef vill. — Mjög ljúffengt er að setja sneiðar af eplum eða appelsínum ofan á smurt hveitibrauð eða kex. Of- urlítið af ávaxtasultu má setja ofan á til skrauts. NÝTT kvennablað Iíemur út mánaðarlega frá október—maí, — 8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina. Gjalddagi í október ár hvert. Verð árg. kr. 8,50. Afgreiðsla: Fyrir Reykjavilc: Framnesveg 38. Fyrir sveitirnar: Fjölnisveg 7. Utanáskrift: Nýtt kvennablað, Pósthólf G13, Reykjavik. Ritstjórar og útgefendur Guðrún Stefánsdóttir, Fjölnisvegi 7. Sími 2740. María J. Knudsen. Framnesveg 38. Sími 551G. Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.