Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 15
NÝTT KVENNABLAÐ 11 „Ilvað gleður þig svona mikið, og að hverju ciTu að gæta“, spyr móðir hennar eins og ofui lítið grunsamlega. „Eg er að gá að gestum“, sagði stúlkan í sama rómi og spurt hafði verið. „Áttu von á gestum“, segir þá móðirin hlý- lega. „Nei“, svaraði hin. „Scrðu ckki til pilt- anna með féð, þeir eru lengi að þessu“, sagði Guðríður og leit um leið á dóttur $sina. „Eg hefi ekkert gælt að þeim“, sagði Heiða og leit undan. „Jæja“, sagði móðir hennar og kýmdi. „Það er nú líklega ekki undir eins húið að smala saman öllu fénu hérna og reka það lieim og það með manni eins og honum Gvendi gamla, sem eklcert kemst úr sporunum“, gall við frammi í baðstofunni. Signý gamla vinnu kona hafði heyrt á tal þeirra mæðgnanna og varð nú að tala fram i, af því að Jónas sonui hennar var að smala. Signý sagði þetta ekki óvingjarnlega, samt virtist Guðríði vera ein- hver kuldahreimur í röddinni. „()g liðtækut þótti nú Guðmundur á yngri árum sínum“, sagði Guðríður, henni fannst sjálfsagt að taka málstað gamla mannsins. Signý gamla er farin að verða eitlhvað svo ergileg nú upp á sið- kastið, hugsaði Guðríður, ekki þarf hún þó að vera óánægð með kaupið hans Jónasar. ekki er það svo lítið hundrað krónur um árið — það eru nú meiri ósköpin, fyrir eins inanns vinnu. Auðvitað er hann duglegur og við hjónin getum alls ekki án hans verið, nema þá að fá einhvern annan, en það yrði vandfenginn annar eins maður. En það er þetta, ef hann skyldi vera farinn að hugsa um. hana Heiðu, það mátti liclzt ekki koma fyrir. Svo er Hka sjáanlegt að hún vill þetta sjálf, og þá er ekki þægilegl að ráða við það, nema ef að henni biðkft einhver annar betri. Og svo er nú ættin hans. Signý auminginn var nú myndarstúlka þegar hún var ung, og ekki var að tala um verkin hennar, en það var hann faðir hans sem var mesti ræfill; undarlegt að hún Signý skvldi fara að eiga luinn Pétur, það var þó sagt að lnin hefði átl kost á öðrum, en þetta var einstakt gæfu- leysi. Signý gamla situr á rúmi sínu við upp- ganginn, hún bætir gráan sokk af drengnum sínum. Nálsporin hallast ekki öll í söniu átt, sjónin er farin að bila, en hver hót er strokin vandlega, svo að livergi sé lirukka sem nreitl geti fæturnar lians. Liklega er örlætið hvergi meira en hjá gamalli, þreyttri konu, sem á aðeins eina eign, góðan son. Þar cr meira en gefið, það er sóað öllu því hálftæmda lifsafli, sem þrotnandi kraftarnir enn ciga ráð á. Signý var búin að bæta sokkana, brjóta þá •saman og strjúka þá í síðasta sinn, nú gal hann farið í þá þegar hann kæmi úr smalamennskunni, þreyttur og votur. Hún tók prjónana, leit á liendur sínar, hnýttar og hnúaberar. „Einu sinni voru þær öðruvísi“. Hugurinn hvarflaði til liðinna tíma, hún átti engin ný drauma- lönd og huggði ekki á nýtt landnám í þvi riki. Mörgum sinnum hafði liún, i huganum, lifað það sem átti að verða cn aldrei varð, og ætið er numið staðar við söiuu straumhvörfin; þegar hún var á Stóruvöllum. „Þá var ævin mín önnur cn nú, þá var ég ung og þótti ekki ólagleg. Slritið og erfiðleikarnir voru þá ekki húin að setja merki sitt á hendur minar og útlit. Þar liðu árin í sælum draumi, en þegar ég vaknaði, sá ég að fulllangt var farið. Ojæja. þau vilja verða mörg, misstignu sporin, en þó var stærsta sporið min mesta gæfa, það var hara fvrst hálft í þessu spori, en það breyttist allt mér til blessunar. Það þótti lágl fvrir hóndasoninn að eiga fátæka vinnukonu, nógur var þó auðurinn fyrir, en sii sem valin var í stöðuna var rík, svo ennþá bættist við auðinn. Við slitum samvistum. Auðurinn kom, en ánægjan fór. Borgirnar, scm búið var að byggja, lirundu til grunna. A Stóruvöllum vav ég í fjórtán ár, ég var tuttugu og fimm ára þegar ég fór þaðan, þá gekk ég með Jónas minn. Beiskjublandið var lífið ])á, en það voru líka sætar veigar i bikarnum. Eg hafði fórnað æsku minni og sæmd í bili, en livað er það sem maður fórnar ekki fyrir ástvin sinn, og mér var að fullu launað allt sem ég gerði. Eg átti ekki manninn, en ég átli ást hans í rikum mæli, og mcð lnma lagði ég út i heim- inn. Mér datt ekki í hug að evðileggja líf mitt með söknuði vfir því, sem ómögulegt var að veita sér, ég átti harnið til jiess að gleðja mig við. En nú átti ég eftir að færa þvngstu fórn- ina, barnið mitt mátti ekki vera föðurlaust. Ég valdi Pétur. Honum hafði lengi verið hlýtt til mín, þó átti ég kost á meiri manni, en verið gat að hann liti niður á mig þegar fram liðu slundir. Það þoldi ég ekki. Ég vissi að Pétur myndi ekki gera það, lionum Jiólti vinátta mín góð, hann gerði ekki miklar kröfur til ásta, hann var í engu stórmenni. — Svo fæddisl Frh. á bls. 13.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.