Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Qupperneq 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Qupperneq 11
NÝTT KVENNABLAÐ 7 Imfði vanalega ekki nema 5—6 börn, sem hann þurfti að segja til og var þar að auki heimilis maður, sem nauðþekkti hæfileika og allt sálar- lif lærisveina sinna. En þá stefnu sem nú er efsl á baugi í allri fræðslustarfsemi, að gera allan lærdóm senr auðveldastan fyrir börnin, tel ég til stórskaða, þótt hann sé ef til vill kenn- urunum til hægðarauka. Ég var sjálf ein þeirra barna, sem átti mjög auðvelt með að Iær*a, en fvrir bragðið hefir mér alltaf hætt við að gef- ast upp, ef einhverjir erfiðleikar liafa orðið á leið minni og segja: „Þetta get ég ekki.“ Er ég sannfærð um, að fleiri en ég hafa þessa reynslu. Og þess vegna held ég að þessi við- leitni gangi í öfuga átt. Ég vildi því stinga upp á því, að þessar aðferðir væru notaðar til að kenna bjánum, ef það er þá vinnandi vegur að kenna þeim, en að hinir, sem hæfari eru fengju að brjóta verkefni sín til mergjar, þvi að það tel ég þeim fyrir beztu. Ætla ég þá að snúa mér að ])vi, sem var aðalefni greinar þessarar, en það voru nöfn og ónefni. Svafa Þorleifsdóttir skólastjóri ræðst á gælu- nöfnin. Ég skal játa, að mér er ekkert illa við gælunöfn, og þá sizt við styttingar á nöfnum, því að þau lmfa tíðkast frá ómunatíð og liafa mörg siðar orðið eiginnöfn og ýms útlend nöfn hafa fengið á sig íslenzkan blæ og orðið föst i málinu á þann hátt, en ég get ekkl neitað því, að ýms af þeim nöfnum sem hún nefnir, svo sem: Gó-Gó, Dídi, Stella og Lilla og álika nöfn, sem önnur hver stúlka nú á dögum er nefnd, virðast mér sýna sorglegan skort á hugkvæmni og vera vægast sagt leið- inleg, en ef þau fara ekki út fyrir fjölskyld- una, þá finnast mér þau meinlaus og málspjöll hygg ég að geti ekki orðið að þeim, svo fráleit og fátækleg finnst mér þau vera. Mönnum finnst oft gælunöfn vera munntamari og fara mjúklegar í munni en ýms eiginnöfn, sem geta verið dálítið hörð og er ekki, að minu áliti, ástæða til að vera að amast við þeim af þessum ástæðum. Ýmislconar orðskrípi eða „slang“, sem mynd- asl í málinu, ætla ég ekki að verja, en ég hygg að þau detti um sjálf sig og úr sögunni áður en varir, en það ætla ég að upplýsa menn um, ef einhverjum þykir það fróðlegt, að það er hvorki Esperantó né „hið ástkæra Bió“, sem sem upphaflega á sök á ó-endingunum, heldur er það meinlaust hús hér í bænum, Iðnó, sem Jakobfna Johnson; P.Q.Q.Ú.K addhcumLh. stkás . . . Þegar eldraunir stríðs taka enda, þegar afnemast Hjaðningavíg, þegar æskan og ástin og gleðin leiðast óhult um friðhelgan stíg, þegar heilagur regnboginn hvelfist yfir hatursins útbrunninn gýg, Þá mun sigurljóð söngvængjum berast vorum sorgarheim — tigið og hátt, þungt og voldugt, svo alþjóð í eining tekur undir í hrifning og sátt. — Drottinn æsku og ástar og gleði veiti íslenzku ljóði þann mátt! reið á vaðið með þessum víðtæku afleiðingum Mönnum hér í bænum þótti sem sé Iðnaðar- mannahúsið langt og óþægilegt nafn og viður- hlutamikið að taka sér það í munn og fundu þess vegna upp þessa styttingu. Jæja, nóg um það. Þá sný ég mér að bæjanöfnunum. Þar greinir mig mest á við greinarhöfundinn. Ég fyrir mitt leyti er viss um, að ef við þekktum uppruna og merkingu margra þessara nafna, þá þætti okkur þau falleg. Ég tek t. d. Klón. Eftir því sem ég bezt veit, er þetta írskt orð og þýðir völlur. Þetta er það sama og í orðinu Clontarf, Bolavöllur, staðurinn, sem Brjáns- bardagi var liáður á, rétt fyrir utan Dublin. Orðið Clon er vízt hvergi til í nútíðarmáli okkar, nema í þessu eina bæjarnafni, en tarf- urinn er enn í góðu gildi lijá okkur og amast enginn við honum og eiga þó bæði orðin sama uppruna. Steig þykir mér fallegt nafn, það mun vera bær norður á Hálogalandi, en ekki veit ég livað það nafn þýðir. „Steigar-Þórir er maður nefndur“, stendur einhversstaðar. Kljá býzt ég við að eigi likan uppruna. Mér finnst lieldur ekki rétt af okkur, að vera að breyta þeim nöfnum, sem sýnt er að forfeðurnir liafa gefið bæjum sinum, eða héruðinn, af ást til æsku- stöðva sinna og rækt til þeirra og þau eru fjöldamörg svo sem: Þelamörk, Kjölur, Barða- strönd, Sogn og Sygnaskarð, sem nú er kallað Svignarskarð. Ég tek ekki þessi dæmi af þvi, að nokkrum manni hafi komið til hugar að breyta ])essum nöfnum, heldur af því að þau eru sambærileg við Steig og ýms þau bæjar- nöfn, sem kennd eru við heimkynni land-

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.