Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Page 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Page 13
NÝTT kvennablað 9 Hinir ungu skulu landid erfa. í Skólabla'öi Menntaskólans í Reykjavík var ný- lega grein eftir einn nemandann þar, Jóhannes Nor- dal. Greinin er stíluö sem bréf til skólasystra hans, en þar sem skammt er liðiö síöan einmitt mennta- skólanám stúlkna varö nokkurt hitamál, eins og les- endur bla'ösins vafalaust rekur minni til, þá hefuv 1)laöið fengiö 1ey.fi höfundarins til aö birta greinina. Það má segja að hann eggi hinar ungu skólasyst- ur sínar lögeggjan, aö skilja samtíö sína og köllun' og taka á sig þær skyldur, sem jafnrétti og menntun leggur þeim á heröar. Slíkrar eggjunar er sízt vanþörf, þvi sannleikurinn er sá, aö þegar frá eru skiklar nokkrar undantekn- ingar, þá hafa þær rúml. 200 konur, sem lokið hafa menntaskólanámi hér á landi, markaÖ raunalega lítil spor á braut jafnréttisins og fáar tekið forustu i nokkrum félagslegum umbótamálum. En margt, sem í greininni stendur, getum við allar tekiö til okkar. „Kæru skólasystur! Mig liefir lengi langa'ð lil að skrifa nokkiu orð lil ykkar i Skólablaðið, ef vera kynni að það vrði vkkur einhvers virði að hevra skoðun mina á aðstöðu ykkar til skólans og lifsins yfirleitt. Það eina, sem ég bið vkkur um, er að dæma það, sem ég segi, ekki dautt og ómerkt, áður cn þið hafið hugsað dálítið um það. Þið vitið, að því hefir oft verið haldið fram, að félagslífi Menntaskólans lmfi hrakað síðustu tvo áratugi, og verður ekki á móti því borið, en um orsakir þess verða eflaust sldptari skoð anir. Ein skýring þessa fyrirbæris er sú, að kvenþjóðin hafi lialdið innreið sína í skólann og liafi með áhugaleysi sínu á öllu félagslifi lians nema dansskemmtunum orðið því til líl- ils framdráttar. Eg vil til að forðasl misskiln- ing, taka fram, að ég get ekki fallizt á þessa skýringu, en því verður alls ekki neitað, að þið eruð ekki félagslífi skólans nærri því eins mikill slyrkur og þið gætuð hæglega verið og ættuð að vcra. Það kemur varla fyrir, að nein ykkar taki |>átl í umræðum á málfundum í skólanum, sjaldan séat neitt eftir ykkur í Skóla- blaðinu og ]>ið eruð fáséðir gestir í íþöku. Ég hef oft hugsað um, hvað muni valda þess- um mismun á ykkur og skólabræðrum ykkar. Þið eruð vissulega eins duglegar að læra og þeir og áreiðanlega eins vel gefnar, en það er eins og áhugamál ykkar séu af öðrum heimi en áhugamál þeirra. Eg er sannfærður um, að framtíðardrauinar yklcar og skólabræðra ykk- ar eiga drýgstan þátt í, að viðhorf ykkar gagn- vart skólalifinu er ólíkt viðhorfi þeirra. Flestir skólabræður ykkar eru i skólann komnir til að taka stúdentspróf og lialda síðan áfram námi, og þá dreymir um að verða miklir menn landi og þjóð til gagns. Þeir finna, að í skól- anum eru þeir að búa sig undir það lifsstarf, sem þeir ætla að takast á hendur. Starf i félags- lífi skóláns er upphaf lífsbaráttu þeirra og þeir finna, að námið i skólanum og þó sér- staklega sú menntun, sem þcir reyna að afla sér utan skólans, hefir tilgang sem undirbún- ingur undir þau verkefni, sem þá langar lil að glíma við. Þið eruð komnar bingað í skól- ann til að fá einhverja menntun, svo að þið getið heitið menntaðar konur. Fæstar vkkar ætla að stunda háskólanám og taka embætlis- próf, og flestar búizt þið við að draga ykkur fremur fyrr en síðar úl úr baráttu þjóðfé- lagsins í binn helga slein nýtízku húsmóður. Þetta veldur þvi, að ykkur skortir annan til- gang og markmið i lífinu en að gifta ykkur, og viðhorf vkkar til skólans og skólamála hljóta því að markast af því að mjög veru. legu levti. Stórkostlegar byltingar á sviði félagsmála og atvinnulífs eiga sér nú stað og enn stór- kostlegri byltingar eru í vændum. Yið, sem nú erum í Menntaskólanum, munum taka okk- ar þátt í þeirri baráttu fyrir betra þjóðskipu- lagi og belra lífi, sem háð mun verða, og þar eigið þið ekki minna lilutverki að gegna en skólabræður ykkar. Ein höfuðbreytingin, sem er að verða, er sú, að kvenfólkið er að losna úr viðjum og er að byrja að gegna skyldu- störfum þjóðfélagsins til jafns við karlmenn. Jafnrétti kvenna og karla er nú viðurkennt lagalega, en það er langt frá því að kvenþjóðin Iiafi enn vaknað til að nota það. Allar breyt- ingar kosta baráttu, og kvenfólkið mun þá fyrst skipa sama sess og karlmennirnir innan okkar rotna samkeppnisþóðfélags og jafnvel innan nokkurs þjóðfélags, að það sýni, að það vilji berjast til þess. Þið njótið sömu skilyrða lil æðstu mennt- unar og skólabræður vkkar og sömu skilyrða til að taka að ykkur trúnaðarstarf innan þjóð- félagsins, ef ]>ið hafið ]>að þrek sem þarf til að brjóta af yklcur ldekki aldagamallar niður- lægingar kynsystra vkkar. Það er þess vert að athuga, hvernig þær, sem á undan ykkur hafa farið i gegnum þennan skóla, hafa staðið

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.