Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Síða 9
NÝTT KVENNABLAÐ
7
Guðlaug Benediktsdóttii:
VORHRET
Enn í dag býr ætt Gríms gamla á Ytra-Hóli.
Enginn nútímamaður veit um atvikin, sem að
því lágu, að einkasonur hans tók þar við bús-
forráðum.
Grímur var talinn gæflyndur maður með af-
brigðum, og höfðu menn það mjög á orði, hve
ráðhollur hann reyndist þeim er til hans leituðu.
En heima fyrir var það kona hans, sem öllu
réði. Aðeins eitt var þar undanskilið, sem menn
vissu fyrir víst, að húsbóndinn vildi einn um
ráða. Það voru sauðkindur hans. Umhirðu
þeirra taldi hann algjörlega í sínum verkahring
og standa fyrir utan starfssvið konu sinnar.
Eitt sinn átti Grímur að hafa sagt, er hús-
freyja vildi taka fram fyrir hendur hans við-
víkjandi fénu: „Beitarhúsum mínum ræð ég, en
ekki þú, kona góð.“
Lengi á eftir höfðu menn þetta að orðtaki, ef
eitthvað þótti fram úr hófi keyra,
Son áttu þau hjón einan bama. Hann hét
Þórður. Hann var nær þrítugur að aldri, þegar
atvik það skeði, er sagan ræðir um. Hann var
gæflyndur sem faðir hans. Móðir hans vildi hon-
um einnig í öllu ráða, en hann átti það til, að
fara sínu fram, var þá fastur fyrir og lét sig
hvergi fyrir móður sinni, ef í það fór.
Þetta varð til að rjúfa heimilisfriðinn. Einka-
sonurinn sýndi of mikið sjálfræði. Ekki nema
það þó, að láta sér detta það í hug í alvöru, að
ganga að eiga aðra vinnukonu foreldra sinna.
Móðirin trúði því ekki í fyrstu, að þetta gæti
komið til mála. En nú sat Þórður við sitt,
Hildi eða enga. Hvernig sem mamma hans
reyndi með illu eða góðu, árangurinn varð sá
sami, og þegar hún vildi taka að sér f jármennsk-
una fyrir bónda sinn.
Þegar hún færði þetta vandamál í tal við
Grím, kom alltaf sama svarið:
„Sama hefði mér verið, væna mín, hvaða
störfum þú hefðir gengt, ég hefði átt þig samt.“
Þótt svar hans væri einfalt, þá gat hún ekki al-
mennilega átt við hann. Það leyndi sér heldur
ekki, að hann fylgdi Þórði að málufn. En í vor
skyldi Hildur af hennar heimili fara. Vinnukon-
ur sínar hafði sú rausnarkona alltaf ráðið, og
eins skyldi það vera í þetta sinn.
Tíminn leið óðfluga. Það kom Hildi ekki á
óvart, þegar húsmóðirin tjáði henni, að hún yrði
af heimilinu að fara um vorið. Þetta var sá boð-
skapur, sem engum þýddi neitt að hafa á móti,
hvaða afleiðingar, sem það kynni að hafa.
En þrátt fyrir urg mannanna barna, var veðr-
áttan óvenju mild og blíð. Grænu stráin þutu
út úr húsveggjunum, og hlaðvarparnir urðu litlu
síðbúnari með litskrúðið. Snjóinn tók upp úr
hverri laut, og nú seint í apríl, var svo komið,
að það var fátt í riki náttúrunnar, sem minnti á
veturinn.
Einhver bóndinn hefði ekki verið að halda
ánum sínum við hús og hey, sem hefði haft aðra
eins beit og töðugresishólana í Ytra-Hóls landi.
Hún hafði það fyrir satt húsfreyjan, að þeir
væru orðnir mikið grænir sunnan í móti. Vetrai’-
áburðurinn var farinn að brenna grassvörðinn,
og það var algjörlega á valdi húsmóðurinnar, að
láta færa hann til, og að því verki lét hún líka
hiklaust ganga.
En Grími fannst það nærri broslegt að treysta
þessari einmuna veðurblíðu. Einhvern tíma í
gamla daga hefði mátt búast við frosti og norð-
anbyl ofan í allt saman. Og það var sú hugsun,
sem hélt honum frá þvi að sleppa ánum. Annars
fannst öllum, nema þá Grími, að mál væri kom-
ið, að æmar fengju frelsið, þegar grænkan bar
orðið af hinum föla lit jarðar.
Dagarnir liðu hver af öðrum, yndislegir og
sólríkir, og seiddu fram á ný, hina blundandi
fegurð gróandans. Grímur stóðst ekki mátið
og sleppti ánum, en áhyggjulaus var hann ekki
út af fénaði sínum. Þó voru þær áhyggjur hé-
gómi á móti þeim hugraunum, er á hann sóttu
vegna þess, að Hildur átti að fara.
tlildur hafði leitað til hans, út úr vandræðum
sínum. En konan hans hafði alltaf ráðið, og svo
varð það enn að vera, þótt gaman hefði það