Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Qupperneq 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Qupperneq 11
NÝTT KVENNABLAÐ 9 JjilaH Komdu blessuð, litla, Ijúfa leiksystir frá œskudögum. Þú ert ennþá trygg við teiginn, týnir ekki gömilum högum. Þarna enn við litla lækinn, er líður hægt og kliðmjúkt niðar finn ég þig, er sumarsólin sígur heit og rjóð til viðar. Hér er skjól og hér er friður, hlíðar upp við brjóstin vænu; sem hún, þegar sveipað hefur, sumarklæði yndisgrænu Leggst ég niður, litla systir, lít ég í þitt biáa auga, hreint og skært, þitt höfuð krýnda himindaggir bjartar lauga. Við fegurð þína fegin uni fyrr og nú, ó, biómið prúða, yndisieg og æsku fögur ertu í þínum iitaskrúða. Margt við saman yndi eigum, eiskum báðar iilýja, mjúka blæinn, sem að biítt þér vaggar, og báða vanga finn ég strjúka. Fastar þig við frjóvga moldu fínar rætur stöðugt binda. Svo er einnig ég við hana eins og tengt með sterkum iinda. Okkur kyssir sarna sólin, sömu geisiaveigum nærir. Eins og jörðin, einnig himinn okkur sína biessun færir. Sumarið við sífetlt þráðum, sótskinsdaga, ijúfar nætur. Mun það von á meðan enim motdarbörn og sótardætur. Okkur skýtir mitda, mjúka móðurjarðar skautið ríka, og himininn sem heiður hvetfist, hann er okkar verötd iíka. Hjá þér nú við litia iækinn, er tíður hægt og ktiðmjúkt niðar, í sætri hvíld er sæit að dreyma, þá sól er gengin rjóð til viðar. I. Þ. unum og horfði út í dimman hríðarmökkinn, ískaldur snjórinn gusaðist framan í hann. „Við vorum öll, þegar við fórum úr hólunum," sagði Grímur, „ég heyrði þær hóa. Verið gæti að hún hefði lent heim. Hvolpsanginn hún Fluga var með henni, það má vera að hún hafi ratað, þótt unggæðisleg sé.“ Á þessa athugasemd Gríms féllust þau hin, enda ógjömingur að hafazt nokkuð að, eins og sakir stóðu, veðrið fór harnandi, svo auðsætt var, að þau myndu alveg komast að því full- keyptu við það eitt að ná heim. „Mikið skrambi getur hann verið vondur," sagði Grímur, um leið og hann rak sig á bæjar- vegginn. Fyrsta spumingin, þegar þau komust inn fyrir bæjardyrnar var, hvort Hildur væri komin heim. Húsfreyja svaraði því neitandi. Hún spurði einskis, því að henni var það þegar ljóst, hvað fyrir hafði komið. Gunna færði sig snöktandi úr snjóbörðum skjólfötunum. Grímur og vinnumaðurinn fóm einnig úr utanyfir fötum sínum, en Þórður dust- aði aðeins af sér mesta snjóinn, en hreyfði hvorki legg né lið, til að draga af sér vosklæðin. „Það er alveg til einskis, að reyna að fara út, á meðan svona lætur,“ sagði Grímur, „en um leið og eitthvað slotar, fömm við auðvitað.“ Grímur fékk ekkert svar, hann gat ekki einu sinni merkt, hvort Þórður heyrði til hans.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.