Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Side 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Side 13
NÝTT KVENNABLAÐ 11 sinna. Þótt vinnumaðurinn væri yngri, þá gerði hann ekki betur en fylgja honum eftir. Nokkrar kindur voru á beit kringum húsin; þær höfðu komið að, eftir að hitt féð var látið inn. ,,Eru það ekki hundar, sem sitja uppi á syðri húsunum?" Grímur var varla búinn að sleppa orðunum, þegar hann kom auga á tvo menn, sem stóðu fyrir utan húsin. „Guði sé lof,“ andvarpaði hann, og fann nú allt í einu, að hann var bæði þreyttur og syf jaður. „Við vorum í þann veginn að leggja af stað heim, þegar við sáum til ykkar,“ sagði Þórður. „En þú vilt kannske að við förum með ána heim?“ „Hvaða á?“ spurði Grímur. „Já, hvernig læt ég. Þegar Hildur var komin af stað úr hólunum með sinn fjárhóp, tók ein ærin sig út úr hópnum, og hljóp aftur til baka. Hildur elti hana, í þeirri von að geta komizt fyrir hana og rekið hana saman við féð. En ærin þaut stöðugt á undan henni, alltaf smá jarm- andi, og stansaði ekki fyrr en hún kom í stóran botn, mitt út í hólunum, þar komst Hildur loks fyrir hana. En þá tók ekki betra við; þessi ferð á ánni mundi vita á eitthvað sérstakt. Hún var þá að vitja um lambanga, sem lá þar saman- krepptur í snjónum, nær dauða en lífi af kulda. Hildur reyndi að hlú að lambinu í banni sín- um, en nú fékkst ærin ekki með nokkru móti til að fara þaðan, sem lambið hafði legið, enda treysti Hildur sér ekki almennilega til að rata. Það var þá ekki um annað að gera, en halda á sér hita, með því að labba um, og bíða þess sem verða vildi. Hún var orðin þreytt, þegar ég fann hana, eða öllu heldur ber að þakka himd- inum það en mér.“ Þórður þagnaði, og það færðist þunglyndis- blær yfir andlit hans. Grimur gekk til hans og sagði í hálfum hljóð- um: „Farið þið heim, mamma þín bíður eftir ykkur.“ Þórður horfði á föður sinn, en Grímur leit undan, eins og hann yrði hálf feiminn. „Já, farið þið,“ endurtók hann, um leið og hann gekk að einum f járhúsdyrunum til að opna þær. Fimmmínútnarœða íyzr og nú Það er heimskur maður, sem aldrei þykist hafa tíma til að taka sér frístund. Frídagurinn endurnærir manninn og gefur honum þá hvíld, sem hann þarfnast. Of langur vinnudagur þreytir og rænir starfs- orku, og það er viðurkennd reynsla, að eftir að vinnuharkan mikla, sem lá hér í landi til sveita fram yfir síðustu aldamót, var úr sögunni, jókst afkoma einstaklinga að miklum mun. Lengi lá sá siður í landi, að vinna myrkranna milli um sláttinn, og oft lengur, eftir að fór að líða á sumarið. Þá höfðu sumir bændur það fyrir sið, að eta skyrið sitt standandi við orfhælinn, í stað þess að taka sér matarhlé. Og þó var mann- afli nægur í þá daga, og kaupgjald lítið sem ekkert. En eftir að farið var að stytta vinnu- tímann um sláttinn, lá víðast hvar meira eftir miklu færra fólk, en legið hafði eftir hinar mörgu vinnuhendur með hinum langa vinnu- tima. Hjá gömlu mönnunum var þá vinnan gleðisnauð þrælkun, en hjá þeim yngri kannske nógu skemmtilegt viðfangsefni fyrst í stað, ef þeir lögðu hönd að verki af fúsum vilja. Atvinnuvegir Islendinga eru þannig gerðar, að það er ekki hægt að hafa ákveðna og jafna vinnutíma, allan ársins hring, t. d, um sláttinn í sveitinni og aflatímann á sjónum. Ekki er það réttur hugsunarháttur, að hætta við að bjarga þurheyi undan rigningu, af því að klukkan sé orðin þetta eða þetta. En eftirvinna á að gjald- ast í hvíld, þegar minna er að gera. Mundi það ekki eins verða léleg afkoma hjá þeirri útgerð, sem alltaf hefði sama vinnutíma, hvort sem nokkuð fiskaðist eða ekki. Þegar þörfin er bi'ýn, og tækifærin gefast, verður að vinna vel, en þó ekki meira en orkan leyfir, svo að ekki verði til skaða. En sá eða sú, sem alla tíma sperrist við að vinna sem lengst og ann sér eða þeim, sem hann eða hún á að sjá yfir, aldrei hvíldar eða neinnar skemmtunar, er sannarlega vitgrannur maður. Hann hefur aldxæi látið sér skiljast, að einmitt hvíldin og upplyftingin er undirstaða allra af-

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.