Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAÐ
7. á >•(/. 2. tbl. 1946.
MINNINGAR
um frú Ólöfu Briem á Sfóra-Núpi
Það var vorið 1898 að ég Var ráðin að Stóra
Núpi til þeirra, frú Ólafar og sr. Valdimars
Briem.Þá var ég 18 ára gömul, hafði veikst 14
ára. Lá rúmföst hátt í ár, en var ni'i að rétta við
svo að é<r gat gengið um og unnið heimavinnu.
Þarna átti ég að hjálpa til við inniverk og ann-
að eftir því sem kraftar mínir leyfðu. Móðir mín
Guðrún Pálsdáttir, prests í Gaulverjabæ, var ná-
skyld þeim Núpshjónum, þremenningur við þau,
en þau voru bræðra börn frá Grund í Evjafirði,
eins og kunnugt er. Það mun því hafa verið
fyrir frændsemissakir að þau tóku mig af henni
til þess bæði að ég fengi góða meðferð, svo mér
gæti batnað áfram, og til þroskunar eftir því,
sem lukkan vildi ljá.
Móðir mín fór með mig um vorið uppeftir.
Það fyrsta sem hreif mig var landslagið, er ég
kom upp í Hreppinn, og þó alveg sérstaklega að
sjá heim að Stóra-Núpi. Þessi fallegi bær stóð
upp við hvanngrænar brekkurnar. Núpurinn
með smá klettanibbum, en annars að mestu
gróinn og smágilskorningum upp frá bænum, en
niður frá bænum breiddist túnið niður á jafn-
sléttu. Allt svo hlýlegt og aðlaðandi í mínum
ungu augum, sem ekki voru öðru vön en flat-
lendi niður í Flóanum. Ég hlakkaði til að eiga
í vændum að ntega dvelja þarna eitthvað, og þó
ekki síður er heint kom, og bæði hjónin kontu
út á móti okkur. Mér standa þau ennþá fyrir
sjónum frá þeim augnablikum. Frú Ólöf: tæp
meðalkona á ltæð, nokkuð þrekin nteð ljósjarpt
liðað hár, bjartleit með dökk augu, sent ljóm-
uðu af gáfum og góðmcnnsku eins og allur
svipurinn. Hún var klædd í dagtreyju úr dökktt
léttu efni með skúfhúfu á liöfði. Á herðunum
hafði hún herðaslá, eða „mótest“, eins og hún
kallaði það, brúnt að lit. Það var lagt yfir herð-
arnar krækt með krók að framan uppi í ltáls-
inn. Þetta bar hún jafnan, það fór henni mjög
vel. Ekki hef ég séð það á öðrum kontint.
NÝTT KVENNABLAÐ
Prófasturinn með stærri ntönnum og tilsvar-
andi þrekinn, bjartleitur með liátt enni, alskegg
niður á bringu, hvítur fyrir hærum. Augun
dökkstálgrá, all hvöss. Mjög var maðurinn til-
komuntikill og bar með sér stórmikinn höfðings-
brag.
Á þessum tínta var nýbyggt timburhúsið, sent
enn er á Stóra-Núpi. Þá var það ekki fullgjört.
Allur bærinn ltafði fallið í jarðskjálftunum 1896.
Þetta hús er allstórt, og var talið vandað. Þó
reyndist það kalt. Allt fannst mér lnisið skemmti-
legt og vel um gengið. Sérstaklega fannst mér
þó mikið uin að sjá allar bækurnar. Heill stór
veggur í stofunni alsettur fallegum bókum,
fleiri skápar, og mér var strax sagt að ég mætti
fá mér bækur að lesa eftir því sem ég hefði tíma
og löngun til. Eg mætti ganga í skápinn. Þetta
var öllum á bænum heimilt. Og þó nokkuð
notað. Þetta var ekki lítils virði í þá daga. Fæstir
liöfðu vanist miklúm bókakosti.
Móðir mín var tvær nætur og var svo leyst
út með gjöfum og fylgd; en fyrir mér fór svo
sem mig grunaði er ég sá heim að bænum, að
mér leið hverjum degi öðrurn betur. Hresstist.
að heilsu, enda gættu hjónin þess vandlega að
ætla mér ekki þau verk er væru mér ofraun; ég
var ekki sti eina, sem leið vel hjá þeirn. Þrátt
fyrir það þó mikið væri að gjöra á heimilinu,
þá var eitthvað svo létt yfir öllum, og luismóð-
irin svo hlý, og vakandi yfir líðan hvers og eins
að það var eins og vinnan yrði leikur. Hið liýra
og glaða viðmót hennar kom okkur í það skap
að hver um sig kepptist um að vera henni til
gleði og heimilinu til gagns.
Venjulega sat frú ÓlöC á daginn inni í svefn-
herbergi þeirra hjóna, og þá á rúminu sínu,
ýmist við spuna eða hannyrðir. Alltaf skamrnt-
aði hún sjálf allan mat. Oft var það að hún
1