Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 4
gætti þá um leið að vinnubrögðum fólksins,
leit yfir og sagði fyrir verkum, sagði fyrir um
verklag, og leiðbeindi með vinnuna eftir því
sem henni þótti ástæða til. Þyrfti hún að finna
að eða umvanda við einhvern sérstaklega, var
venja hennar að gjöra það í einrúmi, með því
móti bar tilsögn hennar eða aðfinning meiri
árangur og stjórn hennar á heimilisstörfunum
kom eins og af sjálfu sér. í rauninni var
nokkuð föst stjórn á heimilinu. Stjórn, sem var
þannig að enginn vissi af Iienni, það var því ekki
furða þó þau væru hjúasæl, enda sagði prófastur,
að þau hefðu aldrei þurft að fala vinnukonur,
þær buðust þeim og oft fleiri en þau gátu tekið.
Mikill þáttur í deglegu h'fi á Stóra Núpi voru
gestakomur, fyrst og fremst innansveitar fólk,
því þarna var miðstöð fyrir sveitina. Prófastur-
inn oddviti og höfuðráðamaður, og þau hjón
sótt til ráða um flest er máli skifti í sveitinni.
Embættað var heima annan hvorn sunnudag.
Lítið um messuföll. Oftast margt fólk. Flest
allir komu inn eftir messu. Bændur í Þinghúsið,
sem var í enda íbúðarhússins, en konur í bað-
stofu. Allir fengu kaffi., gott molakaffi. Kom
það sér vel, einkum á vetrum er kalt var í kirkj-
unni. Hún var ekki hituð upp, það datt engum
í hug, það var ekki venja að hita upp húsin og
þá ekki fremur kirkjurnar í þá daga. Fólkið
hafði gaman af að rabba saman. Það var góð
viðbót við sjálfa kirkjuferðina.
í öðru lagi var mikill straumur ferðamanna,
bæði innlendra og útlendra. Á þeim árum voru
prestssetrin helstu gistingastaðir fyrir ferða-
menn, og þar sem slíkur höfðingsbragur var
á öllum móttökum eins og á Stóra-Núpi, þá var
ekki furða þó oft bæri gest að garði. Líka átti
skáldfrægð prófastsins nokkurn þátt í því. Mest
reyndi þetta á húsmóðurina, og mikið gat ég
dást að því hvað frú Ólöf var útsjónarsöm, bæði
hagsýn og ráðagóð í matartilbúning, það var
ekki alltaf svo mikið iyrir hendi. Ekki varð
hlaupið í búðina, þarna er langt til aðdrátta,
og lítið var að hafa í nágrenninu, þó eitthvað
vantaði, hún varð að treysta á sjálfa sig. Vera
við öllu búin, hafa til einhvern fljóttilreiddan
mat, og hreint í mörg rúm. Hún sauð allmikið
kjöt niður í dósir á haustin, þetta var þá ný-
lunda. Hjálpaði það mikið á sumrin.
Frú Ólöf var sérstaklega smekknæm og list-
gefin kona, orðlögð að gáfum og skarpleik.
Hvað hún kunni af tungumálum vissi ég ekki,
nema hún las norðurlanda málin og ensku, og
latínu kunni hún eitthvað. Hún var snillingur
2
í nintartilbúningi, og harmyrðakona svo að af
bar. Hvað eða h'var hún hafði menntast í æsku
vissi ég ekki. Mest mun hún hafa lært heima
í foreldrahúsum. Frú Sigríður, móðir hennar,
var ágætiskona, gáfuð og prýðilega að sér. Nú
var hún komin til dóttur sinnar að Stóra-Núpi.
Hún var alltaf að spinna, allt árið, oftast þráð.
Hún var stórfróð og minnug, glaðleg og'
skemmtileg. Virtist mér þær mæðgur í mörgu
líkar í hugsun og dagfari.
Því miður mun fátt eitt vera til af handbragði
frú Ólafar. Sjálf hélt hún því ekki á lofti er
hún gjörði, og þá var eins og jafnan að sam-
tíðin metur ekki það sem gjört er vel svo sem
vera bæri. Til dæmis hafði hún saumað stólset-
ur, á stólana í stofunni, með krossspori í
stramma, prýðilega fallegar. Hún tók þær strax
í notkun, og eru þær nú slitnar.
Það sem ég sá hjá henni og sem mér er helzt
minnisstætt, sem listaverk, er einkum tvennt:
Annað skautbúningar, sem voru sérstaklega
l'allegir. Efnið var atlassilki með ísaumuðum
rósum, sem hún hafði teiknað, ekki íburðar-
miklar en mjög smekklegar, saumaðar með
kontórsting í 7 litum hver rós. Á sama hátt var
slörið ídregið með samskonar munstri og var
í kyrtlinum. Ég vissi um 4 slíka búninga, sem
hún hafði gjört, eða sagt fyrir um saum á. Mun
,skautbúningur frú Ólafar sjálfrar, nú vera í
eigu Stefaníu Ólafsdóttur kennslukonu frá
Hraungerði.
Hitt var púðaborð, sem hún teiknaði á íslenzk
blóm og saumaði með „kúnstbróderingu". Blóm-
in voru: fjalldalafífill, blágresi, gullmura,
burkni, engjarós og gleym-mér- ei. Hún sýndi
mér þetta púðaborð, þá nýlega saumað. Var ég
mikið undrandi yfir hvað blómin voru eðlileg.
alveg eins og lifandi á jörðinni. Þetta var saum-
að með siffurgarni, sundurröktu, og silki, í fjöldá
lita, sem þurfti til þess að fá blómin eins og þau
eru á jörðinni. Kvaðst hún ætla að senda frú
Leith þetta púðaborð. En frú Leith var ensk
hel'ðarkona, sem ferðaðist hér um land, var vel
kunnug þeim Núpshjónum. Mun prófastur
hal'a snúið á ensku nokkru af sálmum sínum
íyrir hana. — Fleiru man ég ekki sérstaklega
eftir, sem ég sá hjá henni. En hún hafði þó
margt saumað. Hún hafði tekið stúlkur til
kennslu. Kenndi einkum hannyrðir og dönsku.
Um jólin var kveikt á jólatré, sem að öllu
leyti var búið til heima. Fótur og leggur úr tré,
vafið beijalyngi, allavega skreytt, með marg-
litum blöðuin og fallegum pokum og körfum,
NÝTT KVENNABLAD