Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 6
THEODÓRA GUÐLAUGSDÓTTR, Hóli i Hvammssveit: Hugleiðingar um samvinnu og kynningaferðir kvenna Mér hefur komið í liug að fara hér nokkrum orðum um samvinnumál kvenna og kynninga- ferðir. Ég veit, að ykkur er flestum að nokkru kunn sú nauðsyn, að konur myndi með sér samtök og félagsskap til að koma áhuga- málum sínum í framkvæmd, því að það, sem liver ein kona ekki er fær um að hrinda í fram- kvæmd, er oft létt fyrir margar. Sýna það glöggt hin stórfeldu átök í framkvæmdum, sent konur hafa innt af liendi í kaupstöðum víðsvegar, og þá ekki sízt ýms félög í Reykjavík. Má þar ti! nefna hin reisulegu sjúkrahtis, Kópavogshælið, Landsspítalann og Hvítabandið, sem risið lrafa upp fyrir atbeina kvenna. Kvenfélagið ,,Hring- urinn“ er nú með byggingu fjórða spítalans :i dölinni, þ. e. barnaspítalann, sem allir skilja,• hve mikil nauðsyn er að koma upp. Allt verða Jretta ógleymanleg verk hinna ötulu kvenna, sem enga fórn hafa talið of dýra málum sínum til framgangs. Við, sem í sveit búum og liöfum ekki jafn góða aðstöðu til stórfeldra starfa, getum ]>ó glaðst af hverju, sem fram á við sækist og til góðs miðar. Ég veit, að ef við stöndum sam- einaðar, fáurn við miktu áorkað, sem til gæfu og gleði gæti orðið á ókomnum árum. Ég hef stundum minnt á Jrað á sambandsfundum breið- fiszkra kvenna, hve mikil nauðsyn það væri, að kvenfélög í sveitum mynduðu með sér sérstaka sjóði, sem veitt væri úr til skemmtiferðalaga, þannig, að fátækar konur yrðu styrktar til að taka sér eina skemmtiferð á sumri hverju. Yrði Jretta um leið hvíldartími fyrir hina þreyttu húsmóður frá hinum erfiðu störfum, sem hún stöðugt verður að hafa á hendi meðan kraftar hennar endast. Enginn kann betur að meta Jrá gleði, sem skemmtlegur félagsskapur veitir, heldur en hin einarigraða kona, sem dvelur lengst af ein. I>að gildi, senr sönn gleði veitir ásamt góðum félagsskap, er Jrví ógieymanlegt fyr- ir hvern einstakan, sent nýtur. Minningin er ein af okkar dýrmætu gjölum, ]r\í að gegnum 4 hana Jáum við að lifa upp aftur og aftur hinar liðnu stundir og eftir Jrví, sem frá líður færist meiri fegurðarljómi yfir hið gengna skeið. Ég býst við, að flestir, sem línur Jressar lesa, hafi veitt Jrví eftirtekt, hve mikil áhrif það hefur að mæta góðum félaga, brosandi andliti og út- réttri vinarhönd. I>að er þetta sameiginlegt, sem góður félagsskapur veitir hverjum einstökum. Annað er Jrað, sem konur ættu að athuga og Jrað eru sameiginleg námsskeið í saumi, vefnaði, garðyrkju og ekki sízt meðferð á græn- meti. Þessi námskeið yrðu kynningartími, þar sent konur frá fleiri félögum kæmu saman og um leið annaléttir hinum þreyttu. En úr Jrví að ég er néi að ræða við ykkur um námskeið og kynningaferðalög, Jrá langar mig að lofa ykk- ur að heyra af einu slíku ferðalagi, senr kven- Jélagið „Guðréin Ósvífurdóttir" fór fyrir nokkr- um árum: Kvenfélagið „Guðrún Ósvífurdóttir" tók sér skemmtiferð til Hólmavíkur nú fyrir nokkrum árum. Ferðin var hin ánægjulegasta. \7ið lögð- um upp frá Hóli, sem er syðsti bærinn í sveit- inni, kl. 8 um morgun. Stanzað var á vegamót- um hvers bæjar Jtar, sem konur tóku Jtátt í ferðinni, J>ar til bíllinn var fullur. Þá var ekið til Hólmavíkur. Glatt var yfir lnigans löndum hverrar konu í Jteirri ferð. Söngur og samtöl, glaumur og gleði. Sem betur fór kendi lítillar bílveiki, þó var ein konan heldur slæm, en hinn létti hljómur hélt henni við ásamt ágæt- um förunaut, sem leit til hinnar sjéiku konu. Mörgum Jrótti vegurinn glæfralegur og var ég ein þeirra, en tíminn leið. Framundan blasti hinn blómlegi bær Hólmavík. Fann ég Joá æskuna vitja mín, Jrví að ég átti æskuár mörg og fögur í þeirri sveit. Þegar staðar var numið, komu margar konur til móts við okkur. Þetta voru kvenfélagskonur Hólmavíkur og hreppsins. ökkur var strax skipt í hús til að laga okkur til. Síðan vorum við settar allar að sameiginlegri matarveizlu. Slíkar við- NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.