Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 7
tökur ásamt allri alúð voru okkur svo mikils virði, að minning sú verður okkur öllum ó- gleymanleg. Sumar af okkar félagskonum ltöfðu ílldrei komið á þessar slóðir og aldrei haft að- stöðu til slíkra skemmtiferða. Félagsskapurinn gaf okkur sveitakonunum þennan möguleika, því að án hans hefðu margar ekki getað veitt sér slíkt. Heim fórum við glaðari og ríkari af samúðarkennd til allra, sem lifa, og er það ekki einmitt þetta, sem við liöfum þörf á að íinna, samúðina með öðrum. Enn í dag sendurn við hjartans kveðjur og þökk fyrir liðnar stundir í skemmti og kynningarför okkar. Kvenfélag Mosfellssveitar heimsótti okkur dalakonur í fyrrasumar. Kvenfélagið „Guðrún Ósvífursdóttir" tók á móti félagskonum í Hvammi, fundarhúsi hreppsins og kirkjustað. Konur skoðuðu kirkju og umhverfi staðsins. Dal- urinn er grösugur og fagur; skógi klæddar hlíðar með berjalautum. Við hús prestsins stendur hið yndisfagra reynitré, sem hefur sig upp yfir hús- ið. Sennilega er þetta eitt hið fegursta, sem við eigum. Við kirkju Hvamms hefur kvenfélag hreppsins komið sér upp skrúðgarði, sem við ölum vonir um að verði aðdráttarafl til auk- inna kirkjuferða. Hið margþætta blómskrúð er helgidómur á helgum stað, sem minnir á lífið, fegurðina og að síðustu hverfulleikan á hallandi haustdögum hinnar hverfandi kynslóðar. Þegar kvenfélag Mosfellssveitar hafði skoðað hið helzta á staðnum, drukkið kaffi og hresst sig lagði bíllinn af stað til Staðarfells, en þar er kvennaskóli sýslunnar. Var þar fyrir Kvenfélag- ið „Hvöt“ á Fellsströnd og fagnaði aðkomu- konum. Matur var þar á borð borinn og rúm uppbúin, því að nú var dagur að kveldi kom- inn og þörf á hvíld og svefni eftir hinn langa dag. Sumar konurnar kusu nú sarnt að horfa til heiða, lögðu upp í fjallgöngu og nutu síð- ustu kvöldsólargeislanna, en sumir hrífast mjög af þeirri sýn. Sumar þessara mætu kvenna sögðu mér svo frá, að þeim hefði fundist þær vera ungar námsmeyjar, sem væru nú að búa sig undir hina ókomnu daga. Þannig bauð kvenna- skólinn á Staðarfelli þær velkomnar. Það er ein- mitt þessi andi, sein hin ágæta forstöðukona, lngibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri í Skaga- firði, hefur leitt inn í skólann, alúðarblæinn og heimilisfriðinn. Heill sé henni, sem svo giftu- samlega reisti hann úr rústum og sýnir það enn hverju hin starfandi hönd konunnar fær áorkað, el’ hún á annað borð leggur hönd sína á plóginn. nýtt kvennablað Vetrarsólhvörf Nú hœkkarðu sól min á himinsins brún. og hverfur burt myrkursins vald. Eg þrái að sjá þessa roðarún, sem ris bak við sólhvarfa tjald. Sólhvörf á vetri þið segið mér það: að senn komi birtunnar tíð. A hausti ég syrgi hvert blóm og hverl blað sem bliknar i sóllausri hlið. Þorri og góa oft þylja sinn söng og þá hverfur huganum ró, i drynjandi hrið verða dægrin svo löng og dimmt yfir jörðu og sjó. Þá kemurðu úr austri þú árdagssól frið, þá endar allt vetrarins stríð, þá upþfyllist vonin svo blessuð og blið, sem bjóstu mér sólhvarfa tið. Ásta. Ég lief tekið þessar tvær ferðasögur sem sýnishorn til að styðjast við, máli mínu til betra trausts. Því að það eru einmitt svona ferðalög, og kynningastundir, sem mig lang- ar til að þið eigið. Kona, sem lifir stöðugt inni í heimili sínu án þess að horfa út fyrir bæjarvegginn fer margs á mis, enda þótt hún eigi gott heimili, en það er færri hluti af konurn í sveit, sem hæga daga hal'a. Konan á fáar hvíld- arstundir. Það mótast þannig staðan til sveita. Flestár konur í sveit þurfa að sinna útivinnu 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.