Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 5
sem hún bjó til, og lét í smávegis sælgæti a£ ýmsum tegundum. Lagði hún mikla vinnu í að útbúa jólatréð, enda varð það dásamlega fallegt og hátíðlegt. Þá var eitt er hún ha£ði að venju, að segja sögur. Þegar ,,útá leið" og hætt var að vaka á kveldin, tók hún eina klukkustund frá kl. 9—10 á kveldin til að segja fólkinu sögur. Það var mikil skemmtistund, hún sagði svo vel frá. Þess- ar sögur las hún á útlendu máli, og þýddi jafn- óðum, eða kynnti sér efnið svo að luin gat sagt söguna. Þannig sagði hún okkur, veturinn eftir að ég kom til hennar, bæði Ben Húr og Ivar Hlújárn. Þessar sögur voru þá ekki til á íslenzku. Allir lilökkuðu til kvöldsins, þegar von var á sögu, og kepptust að vera tilbúnir að hlusta. Húslestrarnir voru þá lesnir á daginn. Á aðfangadag jóla 1901 var frú Ólöf 50 ára, þá hafði hún verið veik um tíma, heilsa hennar var þá mikið farin að bila. En fyrir jólin batnaði Iienni nokkuð svo hún komst á fætur. Á jóladagsmorguninn færði ég þeim hjónun- um morgunkaffið, þá voru þau svo sérstaklega glöð og hamingjusöm. Heilsa hennar var að batna, og hann hafði ort til hennar kvæði, sem hann gaf henni í afmælisgjöf. Sýndi hún mér þá blað og segir: „Viltu' ekki líta á þetta? Mér var gefið það í afmælisgjöf. Heldurðu að ég eigi það skilið, sem á því stendur?". Eg las kvæð- ið og gat ekki sagt annað, en að mér fyndist þar ekkert ofmælt. Það lýsti henni fallega og samlífi þeirra hjóna. Svo var viháttan náin að þau vissu hvort um sig þegar hitt lokaði augun- um að kveldinu, þó þau svæfu sitt í hvoru rúnii. Lítið bar á að frú Ólöf væri skáldmælt, og engar vísur kann ég eða heyrði, svo ég muni, eftir hana, en tvö kvæði hef ég þó komist yfir. Afmælisvísur til Elínar í Hruna bróðurdóttm hennar, þá 5 ára að aldri, og Gamanleikrit til Þóru í Háholti. Þóra í Háholti, eða Þóra gamla, eins og hún var oftast kölluð, var þá hjá frú Ólöfti. Búiií að vera nokkur ár. Þær höfðu lengi verið miklar vinkonur. Þóra var bráðgáfuð og sérkennileg kona. Um hana skrifar Guðni Jóns- son magister í Blöndu 1944. Þóra gamla var ömmusystir Brynjólfs Bjarnasonar menntamála- ráðherra. Þessi fáu minningarorð mín um irú Ólöfu Briem er lítil lýsing á þessari stórmerku ágætis- konu og hennar stórmerka heimili, en þar sem nú fækkar óðum þeim er henni kynntust eða vóru samtíða, og svo hljótt hefur verið um nafn hennar, þá hef ég tekið þessi orð saman, líka NÝTT KVENNABLAÐ fyrir tilmæli frú Guðrúnar Stefánsdóttur, rit- stjóra Kvennablaðsins. Eg var svo óheppin að koma til hennar of seint. Heilsa hennar var þá farin að bila og hún hætt allri kennslu. Kröftum hennar hnignaði ört. Veturinn 1902 lá hún oftast rúmföst, oft sár- þjáð; þoldi enga birtu eð nokkurn hávaða, en var alltaf jafn róleg. Hún andaðist 17. mar/. rúmlega 51 árs. Prófastur tók sér missinn mjög nærri, enda hafði hjónaband þeirra verið svo ástúðlegt og farsælt sem bezt getur verið. Hún var honum allt; annaðist heimilið, annaðist gestina, og annaðist hann sjálfan er hann sat niðursokkinn í skáldskap eða öðrum störfum. Grunur var á að hún væri honum til hjálpar við skáldskapinn, bæði beint og óbeint. Svo mikið var víst, að glöggan dómara hafði hann þar sem hún var. Ekki treysti hann sér til að yrkja erfiljóð eftir hana, mundi það þó hafa létt honum söknuðinn. Þeir Benedikt Gröndal, Guðmundur Guðmundsson skáld, og Brynjólf- ur tengdafaðir minn frá Minna-Núpi ortu sín eriiljóðin hver. Oll voru ljóð þessi ágæt og eru til. Það var djúp og einlæg hryggð og söknuður í sölnuði Stóra-Núpskirkju við jarðarför hennar. þó það væri þyngst fyrir ástvini hennar og heim- ilið, þá hafði hún sáð þeim fræum í hugskot samferðamanna, er höfðu haft kynni af henni, en þeir voru margir, að það mun ekki ofmælt að lu'm hafi átt rótartaug þakklætis, virðingar og vináttu í hvers manns brjósti í sveitinni. Það kom fram á ýmsan hátt, og í tali fólksins mátti merkja þá virðingu og metnað, sem það bar til þeirra hjóna og heimilisins. „Blessuð frú- in" eða „blessaður prófasturinn" ,sagði fólk oft, og af sannfæringu og í einlægni. Þegar þau hjón áttu silfurbrúðkaup vorið 1898 færðu söfnuð- irnir og aðrir vinir þeirra þeim myndarlegar gjafir, lionum skrifborð og stól og henni sauma- borð. Eg h'ef komið að Stóra-Núpi nokkrum sinnum síðan þetta var. Allt það fólk sem þá var þar er nú horfið af sjónarsviðinu, og húsið er farið að láta á sjá. Kirkjan hefur verið endurbyggð, er nú fögur í fornum stíl. En Núpurinn er samur við sig, og brekkurnar og hið fagra um- hverfi er eins og þegar ég leit það fyrst; þó finnst mér, þegar ég lít til Núpsins eins og hann drjúpi í þögulli lotningu yfir leiðum prófasts- hjónanna. Þórlaug Bjarnadóttir. 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.