Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 13
hendi manns) þá byrjið á eftirfarandi úrtöku: Fremst á fyrsta og þriðja pr. eru 2 1. teknar saman, steypt yfir, en á öðrum og fjórða pr. eru endal. teknar rétt saman. Þegar 8 1. eru eftir, eru þær allar teknar úr í einu. SOKKAR: Fitjið upp 56 1 á sokkapr. Leysið úr lykkjunum og prj. síðan snúning, 3 umf. Síðan slétt prj. og mynztur, 8 cm. (2 blóm). Snúið við og prj. því næst 9 cm. snúning. Því næst byrjar hællinn (28 I.) og er prj. rétt og snúið til skiptis, og fyrsta 1. tekin laus fram af. Þegar komnar eru 14 I. báðum megin, — síðasti pr. snúinn, — hefst úrtakan: Prj. 16 1., teknar tvær saman, snú við. Prj. 6 1., teknar 2 saman, snú við. Prj 6 I., teknar tvær saman, snú við 6. s. l'rv. þangað til að allar 1. eru prj. út af báðum oddunum. Því næst eru 14 1. teknar upp, en þær svo, með einnar umf. millibili teknar úr í vikunum, eða þangað til að jafnmargar 1. eru á pr. og var á ökla (56 I.). Þá er prj. slétt áfram, uns komin er æskileg lengd á framleist- inn og þá tekið úr, eins og hér segir: Prj: 2 1., tekið úr, prj. 6 I., tekið úr, prj. 2 I. o. s. frv. næstu 3 pr. Prjónið nú 4 umf. Önnur úrtekt: Prj. 2 1., tekið úr, prj. 4 I., tekið úr, prj 2 1. o. s. frv. næstu 3 pr. Prj. svo aftur 4 umf. á milli. Þriðja úrtekt: Prj. 2 1., tekið úr, prj. 2 1., tekið úr prj. 2 I. Enn prj 4 umf. en því næst tekið úr hví pr. í hv. umf. þangað til að 8 I. eru eftir. Þær teknar allar úr í einu. Gangið vel frá enda. Skrifstofan íslenzk ull. GAMAN-STÖKUR (í fasteignasölunni) Yfir því má ergja sig, af því skapast vandi svona þegar svíkur mig svipurinn á Brandi. Mig það sviptir sálarfrið svo ég tóri varla: andstreymið að eltast við ýmsa þessa karla. Eilja Bíörnsdóttir frá Þingeyri. Eftir nýjustu fregnum frá Rússlandi virðast ógiftar mæður ekki þurfa að feðra börn sín. Aðiljar að uppeldinu eru móðirin og rikið. Fað- irinn er laus allra mála. NÝTT KVENNABLAÐ Smásaga Það var morgunn í júlímánuði, einn af þess- um fögru og björtu sumarmorgnum, sem eru svo algengir á íslandi. Sólin var að smá gægjast upp undan fjöllunum og loks skein hún með sínum brennandi sumarhita og sendi geisla sína ofan á jörðina til að vekja þar allt og endurlífga. Blómin risu upp úr dögginni og breiddu út blöð sín móti geislunum. Fuglarnir fóru að svífa um loftið og syngja hver í kapp við annan. Þannig var 511 náttúran komin af stað með sínum vanalega gangi, þegar loks fór að rjúka á bæjunum. Ut úr bæ, sem stóð á stórum hól, og mætti því nefna á Hóli, komu tvær stúlkur, önnur var á að giska 17 ára, dökk á brún og brá og fullorðinslegri en stúlkur eru á þeim aldri, en hin stúlkan var að sjá átta ára, mjög h'k hinni í sjón, þær voru líka systur. Þær námu staðar fyrir framan bæinn sem var stór og reisulegur. Eldri stúlkan leit fyrst á syst- ur sína, sem brosti við henni, og síðan upp til himins og mælti: „Guð minn góður gefðu mér að ég geti þóknast þér í dag, og allt sem ég vinn verði þér ávallt til dýrðar". Svo leit hún bros- andi til litlu systur sinnar og sagði: Við skul- um ganga vippí fallegu brekkuna mína sem er hérna fyrir norðan bæinn, þar eru svo mörg falleg blóm, ég ætla að sýna þér þau. Ég fæ ekki að haía þig hjá mér á hverjum degi Fríða mín. Við skulum því nota tímann á meðan við megum vera saman. Þegar þær komu í brekk- una sagði Fríða litla. Hér er fallegt Helga mín, ég vildi að ég gæti komið hingað á hverjum morgni, mér leiðist svo þar sem ég er. Góða systir láttu þér ekki leiðast, það eru líka falleg blóm á Grund, og þú getur skemmt þér við að skoða þau, sagði Helga. Já, það er satt, en þó hef ég hvergi séð eins falleg blóm og hér, sagði Fríða litla; og svo fóru þær að skoða blómin. í þessu bili kemur smaladrengurinn út úr bæn- um og hleypur til systranna. Hér liggið þið í blómadöfinni og hugsið ekki um annað, ég vildi að ég gæti sigað ykkur sinni í hvora áttina fyrir ærnar svo ég fengi að sofa vel út þó ekki væri nema einn morgun, sagði hann og hleypti brún- um. Ég held að þú yrðir betri og fallegri dreng- ur ef þú hefðir yndi af að skoða blóm. Ef þú mettir það meira en að vera að fljúgast á við 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.