Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 14
strákana á hinum bæjunum, sem ríía utan af þér fötin. Já það væri heldur betra, sagði Helga og sleit upp gleym-mér-ey og kyssti það. Nei, ég álít það æði mikið karlmannlegra að fljúgast á og berjast eins og forfeður vorir gjörðu, heldur en að vera að Jeika sér að blóm- um eins og vitlausir krakkar, en það er rétt handa kvenfólkinu, sagði smali og reif blóm- ið af Helgu og henti því frá sér. Þú og þíniv líkir mættu þakka fyrir ef þeir ættu eins við- kvæma og hugmyndaríka lund eins og margt kvenfólk á, sagði Helga. Það er ótalandi við ykkur, þið eruð svoddan vesalingar og rolur, sagði strákur, og tók undir sig stökk mikið, og var á skammri stund hlaupinn langa leið frá þeim. Það er nú ekki víst hver meiri verður á endanum, karhnannlegu mennirnir eða rol- urnar. Bjössi! Kallaði Helga á eftir honum, en hann gengdi því ekki. Hann truflaði okkur og eyddi góðri stundu af þessum fagra morgni, sagði Fríða. Ojá, víst gjörði liann það, en ég hef hálf- partinn gaman af að stríða honum, sem ekki er þó vani minn, því hann þykist svo mikill þetta óhræsi, sem ekkert veit og engra tilsögn vill þyggja. Maður ætti aldrei að þykjast af sjálf- um sér hversu mikið sem maður kynni og vissi, hvað þá heldur af því sem ekkert er, sagði Helga. Já, það er satt, sagði Fríða litla. Sko fallegu fjóluna mína! Ég tími ekki að slíta hana upp, en þó þykir mér enn vænna um umfeðminginn, sjáðu himin bláa blómið hans. Ég var nýlega að reyna að Jinoða saman kvæði um hann, en það var mesta ómynd, svo ég vildi ekki láta neinn heyra það. En gott eiga þeir sem geta látið hugsanir sínar í ljós í fögrum ljóðum, sagði Helga. En nú fengu þær ekki að tala meira saman þvi það var kallað á þær að heiman. Sumarið var liðið og öll blómin voru dáin. Loftið var dökkgrátt og hvítt snjóföl lá yfir jörð- inni. í brekkunni fyrir norðan Hól sat Helga og studdi hönd undir kinn og grét. Var hún að gráta blómin eða eitthvað annað, það vitum við ekki, en nú sýndist Jiún Jítið taka eftir nátt- úrunni. Hún var eitthvað óróleg og svipur liennar var gremjublandinn. Hún stóð á fætur og þurkaði af sér tárin og mælti lágt fyrir munni sér um leið og hún gekk lieim: Langar mið að leysast liér úr lteimi, lífi gleyma sælli veröld í. Und og söknuð eg í hjarta geymi. Ætli nokkur dagur breyti því? M. d. 12 Hjónaskilnaóur (Þv tt) Ríkur Gyðingur hafði lifað 10 ár í hjóna- bandi með konu sinni en ekkert barn eignast, þess vegna vildi liann skilja við lrana. En prest- urinn sem átti að skera úr málinu var á móti lijónaskilnaði og sagði: Börn mín góð, þegar þið giftuð ykkur voruð þið glöð og kát. Þið lmðuð frændum og vinum heim til ykkar. Fyrst þið ætlið nú endilega að skilja, þá ræð ég ykk- ur, til að koma eins fram við skilnaðinn, komið svo aftur til mín og þá skai ég verða við ósk ykkar. Þau fóru lieim og gjörðu eins og prest- urinn bauð þeim, tilreiddu stóra veizlu og buðn mörgum. Þegar menn fóru að verða glaðir og reifir sagði maðurinn við konu sína: Fyrst við erum nú búin að lifa saman í ást og eindrægni í öll þessi ár, og aðeins þetta eina aðskilur okk- ur, að þú engin börn færir mér, þá skalt þú taka með þér liéðan lieimanað það, sem þér þykir vænst um, á því getur þú séð að ég vil þér ekkert illt. — Það verður svo að vera, sagði kon- an. En vínJnkarinn gekk margar umferðir eftir þetta milli manna og margir duttu útaf og sofn- uðu, og þar á meðal Iiúsljóndinn sjálfur. Jafn- skjótt og konan sá það, skipaði liún þjónunum að bera liann hægt og gætilega til lieimilis föð- ur liennar og leggja ltann þar í rúm. En sjálf settist hún við rúmið og beið þess að Jiann vaknaði. Hvað liefur komið fyrir? Hvar er ég? Hvað á þetta að þýða", spurði karl undrandi, þegar liann opnaði augun. Þá gaf kona lians sig fram og ljað liann að láta sér ekki verða bilt við, liann væri lieima lijá föður liennar. -- Hjá íöður þínum? luópaði liann: Hvað á ég að gjöra með föður þinn? En liún Jjrosti, og sagði: Húsbóndi minn og lierra, liafðu þolinmæði og leyfðu mér að minna þig á, að þú bauðst mér að taka með mér heimanað, það sem mér þætti vænst um. Nú vildi svo til að mér þótti vænst um þig af ölltim dýrgripum lieimilisins, og ekki vildi ég sleppa þér fyrir nokkurn fjársjóð á jörð- inni, þannig breytti ég el'tir því sem þú bauðst mér. Þá viknaði maðurinn, faðmaði konuna sina að sér og hætti við skilnaðinn. Eftir þetta lifðu þau saman mörg ár, glöð og ánægð. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.