Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 10
RAGNHEIÐUR MOLLER:
Verður húsnæðisvandamálið leysi?
í byrju’n nóvembers var lagt fram á Alþingi
frumvarp um heildarlöggjöf um opinbera að-
stoð við byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum og
kauptúnum. Tildrög þessa máls var þingsálykt-
un um byggingarmál, er gerð var á Alþingi 5.
janúar 1945, og var hún svohljóðandi: Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni, að láta athuga
með hverjum hætti bezt verði af opinberri hálfu
greitt fyrir byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum
og kauptúnum og sveitum landsins.
Frumvarp þetta var undirbúið af félagsmála-
nefnd og flutt í efri deild þingsins af félagsmála-
ráðherra Finni Jónsyni, og nær til kaupstaða og
kauptúna. í frumvarpi þessu er steypt saman í
eina lieild gildandi lögum um verkamannabú-
staði og byggingarsamvinnufélög, og hefur við
samningu þess í höfuðatriðum verið fylgt þeim
tillögum, sem fram voru bornar og snertu bygg-
ingu verkamannabústaða og byggingu samvinnu-
bústaða, er kaflinn um skyldur sveitafélaganna til
að byggja yfir fólk sem býr í heilsuspillandi íbúð-
um, og er vanmáttugt sjálft að bæta úr, kemur
nú í fyrsta sinn fram í þessu merka frumvarpi
sem skyldukvöð bæjar og ríkis. Einnig er það
algert nýmæli, að ákveðinn aðili hafi eftirlit með
og eigi kröfu á skýrslum um fyrirhugaðar bygg-
ingarframkvæmdir í landinu, og að úthlutun
byggingarefnis miðist fyrst og fremst fyrst í stað
meðan skortur er á byggingarefni og vinnuafli,
við þá sem verst eru settir.
Ætlunin er, að öll löggjöfin um stuðning þess
opinbera við íbúðarbyggingar verði felld í einn
lagabálk, sem skiptist í tvennt. Annar kaflinn
fyrir kaupstaði og kauptún, og hinn kaflinn fyrir
sveitir landsins, og fylgir hann að sjálfsögðu á
eftir, en það mun vera verkefni landbúnaðar-
ráðuneytisins.
Frumvarp til laga um opinbera aðstoð við
byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kaup-
túnum, skiptist í 4 kafla:
1. og annar kafli frumvarpsins fjalla um
verkamannabústaði og byggingarsamvinnufélög.
Telja má víst, að skortur á nægilega ódýrum
og hagkvæmum lánum hafi staðið byggingar-
8
framkvæmdum verkamanna og fátækari milli-
stéttar mjög fyrir þrifum. Með þessu frumvarpi
er aðstoð þess opinbera mjög aukin við bygg-
ingarfélög verkamanna og samvinnubyggingar-
félög. Helztu breytingar varðandi verkainanna-
bústaðina eru þær, að tekjuhæð félagsmanna hef-
ur verið aukin — og geta allir þeir, sem ekki hafa
hærri tekjur en 6000 til 8000.00 krónur, gerzt
meðlimir byggingarfélags verkamanna, og ekki
eiga eignir yfir 7000.00 krónur, hvorttveggja með
vísitöluhækkun. Tillag sveitarsjóða og ríkissjóðs
er hækkað úr 2 krónum á íbúa í 4 krónur og
heimilað er að liækka gjaldið upp í 6.00
krónur. Gert er ráð fyrir, að lánstími geti verið
misjafn, frá 42 árum allt upp í 75 ár, og láns-
hæð allt að í 90% af byggingarkostnaði. Varð-
andi byggingarsamvinnufélögin er lán, sem veit-
ist'út á 1. veðrétt húsanna aukið úr 60% upp í
80% af kostnaðarverði húsanna. Ekki virðist
með öllu sanngjarnt, hve mikill munur er gerð-
ur á aðstoð þess opinbera við byggingar verka-
mannabústaða og samvinnubústaða, Jiví að
býsna erfitt er fyrir efnasnauða menn sem þó
hafa tekjur yfir 8000.00 krónur að eignast íbúð-
ir, þó með þessari hækkun á lánum sé Jiað þó
gert mögulegt. Þá er og fyrirbyggt í lögunum
brask með íbúðir byggingarfélaganna.
3. kaflinn er mjög mikilsverður eins og ástatL
cr í húsnæðismálum ahnennings í helztu kaup-
stöðum og mörgum kauptúnum landsins, og er
algert nýmæli. Sveitarfélagið er með lionum
skyldað til að byggja yfir fólk, sem býr í heilsu-
spillandi íbúðum, svo sem bröggum, útihúsum,
háalofti og kjöllurum. I frumvarpinu er gert ráð
fyrir að strax af aflokinni rannsókn á Jiví,
hversu margt fólk býr við heilsuspillandi íbúð-
ir, og geti ekki sjálft úr bætt, verði á næstu
fjórum árum byggt yfir Jiað, og fái Jieir íbúðir
fyrst, sem verst eru settir. Fullyrt er, að hér í
Reykjavík búi 350 fjölskyldur í bröggum, alls
1500 manns, þar af 650 börn, fjöldinn allur af
fólki býr í lélegum kjallaraíbúðum, skúrum og
háaloftum. Það er Jiví mikið menningaratriði
að fá þetta mál leyst og Jiað sem bráðast.
NÝTT KVENNABLAÐ