Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Qupperneq 8

Nýtt kvennablað - 01.12.1947, Qupperneq 8
í tilefni af hátíðafundi er haldinn var í Guðspekifélaginu í minningu um liundrað ára alinæli hinnar heimsfrægu og kærleiksríku mælskukonu Annie Besánt. Ég gleymi ci þeirri gœfustund, að gat ég komist á þennan fund i félagi frccða þinna. Þinn Ijósgœfi andi lýsti þar i lifandi orði, sem talað var, og söngvarans seiðandi hljómi, þeim sœlasta friðarins ómi. Þín kœrleiks og réttlcetiskendin sterk, hún knúði fram öll þau sœmdarverk, sem birtu yfir nafnið þitt breiðir. En Ijósið frá minningaljóma þeim mig langaði að bera lil min heirn, og láta það fleirum lýsa, á leiðir sannleikans vísa. Lilja Björnsdótlir. þess að hita kaffið í, svo stóra tjaldið mátti að- eins hafa til veitinganna. Félagskonur hafa alltaf undirbúið veitingarn- ar heima hjá sér, og framreitt þær á réttadaginn. Ljósmóðirin okkar, Fríða Sigurbjörnsdóttir á Sporði, hefur langflesta réttadaga séð um kaffi- söluna. Kaffisalan í réttunum hefur aldrei fallið niður, og gefur hún félaginu alltaf nokkrar tekj- ur og skapar festu í störfum þess. Þó félagskonur væru fámennar fyrstu árin voru þær einbeittar við störfin. Þær munu hafa verið með fyrstu félögum landsins, sem réðu sér vefjarkonu, sem þær létu vefa félagslega fyrir lieimilin. Þær keyptu sér líka spunavél, sem þær iétu ganga í milli sín. Þetta tiltæki með spuna- vélina varð til þess að konum fjölgaði mjög í félaginu allar konur þurftu að fá spunavél og spinna. Þá sáu þær sér hag í því að vera í félag- inu og endirinn varð sá, að við þurftum að kaupa aðra spunavél til þess, að allar konur gætu spunnið eins og þær ósktiðu. Þessi ódýri spuni, sem fengist hefur á spuna- vélarnar, liefur stórlega hjálpað heimilunum við 6 heimagerðan ullarfatnað, þar sem líka prjóna- vélar eru nær því á hverjum bæ, og kvenfélagið á vefstól, sem íélagskonur geta fengið lánaðan. Á vegum félagsins liafa farið fram mörg nám- skeið í handavinnu, matreiðslu og vefnaði. Garð- yrkjukonur höfðum við þrjú vor. Þær gróður- settu plöntur og leiðbeindu í garðrækt. Einnig gengust félagskonur fyrir söngfélagi um nokk- urra ára skeið. Stóð það þar til fólkinu fækkaði svo í sveitinni að ekki var hægt að halda því uppi. Söngfélagið söng á samkomum félagsins og einnig í kirkjunni við messugerðir. Söngstjórinn var Jónína á Lækjamóti. Á lélegu koti fram til heiða bjuggu hjón, sem áttu aumingja barn, fábjána, einan barna. Drengurinn óx og varð stöðugt meiri byrði á heimilinu, einkum móðurinni. Kvenfélagið hafði forgöngu í því að koma þessum aumingja á fá- vitahæli. Eftir það fluttu hjónin ofan í sveitina. Daginn, sem Alþingishátíðin 1930 var háð á Þingvöllum hélt félagið fund á eina heimilinu í sveitinni, sem hafði útvarpstæki. Þar gátum við hlustað á útvarp frá hátíðinni, og fylgst með NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.