Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Síða 7

Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Síða 7
1 augnablikinu er Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, leikkona, yngsta Ástan okkar, en þær eru or'ðnar margar ungfrúrnar, sem farið hafa í föt heimasætunnar í Dal. — Ekkert leikrit, annað en „Ævintýri á gönguför“, hefur verið leikið oftar en Skuggasveinn, og hefur leikrit Matthías- ar líklega vinninginn úti um sveitir lands- ins. f Reykjavík hefur Skuggasveinn ver- ið sýndur 189 sinnum, nú 9Íðast af Þjóð- leikhúsinu 40 sinnum. Alltaf er Ásta perlan, sem augað þráir, og var gaman, að Guðbjörg skyldi fá hlutverkið. Frá því Guðbjörg Þorbjarnardóttir lék Snæfríði íslandssól og hlutverk sitt í „Brúin til mánans“ hefur hún verið í röð okkar fremstu leikara og unnið leiksigur jafn oft og hún hefur komið fram á leiksviðið. Er hún í lok leiksýningar á Söngbjöll- unni eftir Dickens í hlutverki blindu stúlkunnar stóð fyrir miðju með ung- barnið í fanginu, aðrir leikendur útfrá til beggja handa, urðu þeir allir aðeins sem geislabaugur, áhorfandinn hafði það á tilfinningunni, meðan hún ein var eftir fyrir sjónum hans. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, leikkona, hefur oft hrifið mannfjöldann með leik sínum. Vakið innvortis fögnuð og geðbrigði. Slík afbragðs meðferð er hún sýndi nú síðast í útvarpsleikritinu „Hreysikötturinn“ er mikils virði fyrir heildina og vekur að vonum aðdáun og hlýhug til hinnar gáfuðu leikkonu, sem tileinkar sér lyndiseinkunn gáskafullrar æsku jafnt sem fæddra krossbera. Mál- blærinn er ágætur og viðbrögð og fram- koma ákjósanleg. Konan, í hvaða stöðu sem er getur vel við unað, að vita sjálfa sig, sinn innri mann, í hennar höndum á leiksviðinu. Guðbjörg er vestfirðingur að ætt. Bjuggu foreldrar hennar í Bol- ungavík og á ísafirði, Rósa Aradóttir og Þorbjörn Eggertsson, sjómaður. Leikkonan lengi lifi! NÝTT KVENNABLAÐ Rúrik IlaraUlsson (HaraUlur). Guðbjörg: I»orbjarnardóttir (Ásta)

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.