Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Side 4

Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Side 4
tTVARPSERIIVDl U M BÓLU-HJÁLMAR Ævisagan, sem hér verður rakin í stórum dráttum, er engan veginn neinn skemmtilestur. Hún er saga ör- birgðar, fátæktar, sultar og seyru, en jafnframt saga manns, sem bauð örlögunum birginn og barðist hraust- lega til hinztu stundar. Hún er ævisaga þjóðlegasta og sérkennilegasta skáldsins okkar, Bólu-Hjálmars, en hún er um leið saga lands og þjóðar, hefur menningarsögulegt gildi og varpar ljósi á skáldskap hans. Að kvöldlagi seint í septembermánuði árið 1796 bar svo við, að umkomulaus farandkona kom að bænum Hallandi á Svalbarðsströnd og beiddist gistingar. Um nóttina ól hún sveinbarn og átti einskis annars úr- kosti en koma barninu á sveitina og halda sjálf áfram á húsgangsbrautinni. Þá er sveinninn var næturgam- all, var vinnukona á bænum, er Margrét hét. send með hann í poka á bakinu til hreppstjórans. Á leiðinni bar bana að garði á Dálksstöðum hjá ekkju nokkurri, er Sigríður hét og var Jónsdóttir. Hún var væn kona og hlúði að ferðalöngunum eftir beztu getu. Sendi hún Margréti heim, en kvað eigi mundu á liggja að senda sveininn til hreppstjórans, fyrr en veður batnaði. Mun Sigríði hafa hryllt við þeim örlögum, er biðu eveitar- ómagans, og vorkennt honum, því að hún hélt drengn- um hjá sér, valdi honum nafn og tók hann í fóstur. Sigríði mat Bólu-Hiálmar mest allra vandalausra o'g lét tvær dætra sinna bera nafn hennar. Jóhann, sonur Sitrríðar, konndi Hiálmari lítils hátt- ar að lesa og skrifa, og mun það eina kennslan, er hann naut um ævina. Snemma í uppvextinum bar á því, að sveinninn væri bráðsdör og námfús og kvnni vel að koma fvrir sig orði. Þá er bann var 6 ára gamall. kom Sigríður honum fyrir stuttan tíma á Dagverðarevri hiá Oddi Gunnarssyni, vini sínum. Gerði Hjálmar þá fyrstu vísuna, sem kunnugt er um, og ber hún ótvírætt vitni þess, að hann hefur þegar á bamsaldri kunnað að fara með dýrt rím. I sögubroti, er hann reit um Odd bónda. kemur einnig fram vald hans á óbundnu máli og erott orðaval. Þar segir: Vorið eftir kallaði fóstra mig heim aftur Guðrún P. Helgadóttir. í móðurskaut sitt, og skilaði Oddur mér með tárum. Hann fór um vorið með mig einn á byttu austur yfir fjörðinn og reri tveim árum í suðaustankylju á móti sér. Ég var allhræddur og lúrði niður í bobba, og lá mér hálmvisk, er hjartað skyldi. Mér fannsl eitt sii.ts á miðjum firðinum, að kjölur byttunnar steytti snöggv- ast á einhverju hörðu og sem ferjan snerist lítið eitt í rennslinu. Ég leit til Odds tárfullum augum og mælti: Eitthvað heggur kaldan kjöl, kippir leið af stafni. Oddur kvað við og mælti: Okkar beggja ferjufjöl flýtur í drottins nafni. Hjálmar var lítið eitt eldri, er hann gerði vísu um Hallands-Möngu, sem fyrr var getið, og minnist þar einstæðingsskapar 6Íns og umkomuleysis: Lét mig hanga Hallands-Manga herðadrangann viður sinn. Fold réð banga flegðan langa fram á stranga húsganginn. Skömmu eftir að Hjálmar kom frá Dagverðareyri, flutlist hann til föður síns, sem þá hafði kvænzt dóttur Sigríðar. Á heimili þeirra fór að bera á óstýrilæti og þráa hjá drengnum, og varð honum það mesta ólán að þurfa að yfirgefa fóstru sína, sem hann unni hug- ástum. Þá er tímar liðu, tóku nágrannar hans að kvarta undan níðvísum hans og háði, og þar kom, að Hjálmar var kallaður fyrir rétt fyrir vísur sínar og enn frem- ur rúnir og galdrastafi. Hjálmar var dæmdur til op- inberrar aflausnar og fimm daga varðhalds við vatn og brauð, og eftir það fluttist hann búferlum úr Eyja- firði. Fer hann þá að Silfrastöðum í Skagafirði, en skammt þaðan, á Uppsölum, bjó móðursystir Hjálmars, er Guð- NÝTT KVENNABLAÐ 2

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.