Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Qupperneq 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Qupperneq 5
björg hét. Maður hennar hét Ólafur. Guðný, dóttir þeirra, var þá ung og ógefin í foreldrahúsum. Hún var fríð sýnum, lítil vexti, létt í hreyfingum og vel skáld- mælt. Með þeim frændsystkinum tókust góðar ástir. Lýsir Hjálmar fyrstu kynnum þeirra í þessu hug- ljúfa kvæði mörgum árum síðar: Fögur var hlíðin, ’þá íyrst ég leit lilju línklæða, sem lamha gætti. Heilindis kveðjur og hræringar blóðs inntóku heggja einföld hjörtu. Unni ég ungri arnhringa nift, , mey fagurvaxinni, mér náskyldri. Kom þar kærleikur og knýtti saman mundir og hjörtu. Ég man það enn. Yfir þessum vísum er einkennilega lilýtt og bjart. Ef við berum þær saman við beisk ádeilukvæði hans og hvassyrlar níðvísur, skiljum við betur and- stæðurnar í lífi skáldsins, þó að yfir þeim hvíli einnig sama heiðríkjan í hugsun. Þrátt fyrir mótbárur vanda- manna, fátækt og erfiðleika giftust þau Guðný og Hjálmar 1822 og fluttust að Bakka í öxnadal. Eigi voru þau þó langdvölum þar, því að tveim vetrum síð- ar fluttust þau að Nýjabæ í Austurdal, sem lengi hafði verið að mestu leyti í eyði, og dvöldust þar fimm ár. 1 Blönduhlíð byggði Hjálmar upp annað eyðibýli, Bólstaðagerði, og bjó þar 15 ár. Þótti honum nafnið óþarflega langt og kallaði býli sitt Bólu, og við þann bæ er hann jafnan kenndur. Erfitt er að tímasetja mörg kvæði Bólu-Hjálmars, en talið er, að margar rímur skáldsins séu ortar á þessu tímabili, en þær eru geysi- miklar vöxtum. Sagan af því, hvernig 18. ríman af Göngu-Hrólfsrímum varð til, sýnir okkur erfiðleik- ana, sem skáldið átti við að stríða. Hann kom seint heim úr veizlu og var kenndur. Orti hann þá rímuna í einni lotu, en skorti pappír og krítaði því vísurnar inn- an á baðstofuþilið og hótaði börnunum að drepa þau, ef þau máðu burt nokkurn staf. Þessi ár munu þó vera beztu árin í lífi Bólu-Hjálm- ars, ]iví að brátt þyrmdi enn meir að. Síðla hausts 1838 þótti yfirvöldum grunsamleg fjárhvörf í sveit- inni, og var hafin þjófaleit á sex bæjum og byrjað á Bólu. 1 Skagfirðinga-sögu segir frá atburðinum á þessa leið: „Hjálmar var heima, þá þeir komu, og var hæglát- NÝTT KVENNABLAÐ ur, sem vandi hans var til. Mælti hann það eitt: „Mik- ið er nú komið af manninum,“ lagðist síðan niður í rúm sitt og lá þar með kyrrð.“ Leitarmenn voru þar fram eftir nóttu, og heima- menn gengu snemma til hvílu, en skemman brann um nóttina. Kenndu hvorir öðrum um brunann, Hjálmar og leitarmenn, og skal enginn dómur lagður á það hér, hvorir höfðu rétt fyrir sér. Sagt er, að Iljálmar hafi í raunum sínum leitað til Bjarna amtmanns á Möðruvöllum, sem tók honum kuldalega. Bjarni vildi reyna, hvað hæft væri í því orði, er fór af skáldskap Bólu-Hjálmars, og kastaði fram þessu vísubroti, er í fljótu bragði virðist ógern- ingur að botna: „Vondir menn meS vélaþras aS vinum drottins gera brigzl.“ Á stundinni svaraði sakborningurinn yfirvaldinu: „Kristur stóS fyrir Kaífas, klögumólin ganga á víxl.“ Erfitt er að dæma um, hvort þessi gamla saga, sem hefur á sér blæ þjóðsögunnar, er sönn, en samúðin, sem speglast í henni með Hjálmari, er ósvikin. Eftir heils árs þras og málaferli lauk málinu með sýknu Hjálmars. Geta má nærri, hve tilfinnanlegt tjón það hefur verið fátækum hjónunum að missa vetrar- forða sinn og barna sinna, en sárari var þó fordæm- ingin og niðurlægingin, sem hlauzt af þjófaleitinni. Að morgni þess dags, er Hjálmar fór til réttarhald- anna, orti hann morgunsöng, og þar segir: „Legg þú mér ráSin, ljúfi guð, launsátrum öllum við, efl mina dáð mót ófögnuð, orð og hugrekki styð, óvina máðu meinfjötruð málhrögð, sem rjúfa grið. Heyri þín náðin háhlessuð, hvers óg í leynum bið. Stattu hjá mér á stríðsflöt þeim, stýr minum varnarskjöld, hjálp þin svo veri að hliðum tveim, hrynji mótstaðan köld, önd mína, fjör og æru gcym, örugg gef verks áhöld. Síðan mig ber á höndum heim heilan aftur í kvöld.“ Ljóst er á þessum tveimur erindum, að Iljálmar hef- ur verið bjargfastur trúmaður. Þar sem annars staðar var hann heils hugar. Hann beygir ekki kné sín í auð- mýkt fyrir drottni sínum, heldur skoðar hann sem bróður og vin, sem hann biður að standa við hlið sér og leggja sér ráðin. 3

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.