Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Side 6
Þótt Hjálmar yrði bænheyrður þetta sinn, átti þetta
„hjábarn veraldar,“ eins og hann nefnir sjálfan sig“,
eftir að lenda í enn meiri raunum. Á næstu árum
veiktist Hjálmar af hugsýki, og mátt dró úr vinstri
handlegg, og starfskraftar hans lömuðust. Enn einu
sinni flosnar hann upp og flyzt búferlum að Minni-
Ökrum í Akrahreppi, en þar fékk hann hluta jarðar-
innar til ábúðar. Árið 1845 missir hann konu sína og
varð upp frá því einstæðingur, það sem eftir var æv-
innar. Af sjö börnum þeirra Hjálmars og Guðnýjar
komust fimm upp, en Ólafur, sonur þeirra, var holds-
veikur. Um konu sína orti Hjálmar fögur eftirmæli:
Drúpir ek höfði,
daprar rúnir
eyddra ævidaga
hefir ek að mæla
í hinzta sinn
á köldu konu brjósti.
Ung varstu forðum
á mitt gefin
vald að drottins vilja.
Kærleikur sannur
j)á knýtti bönd
fast með frænda ráði.
Eftir andlát konu sinnar eirði Hjálmar aldrei lengi
á sama stað. Ferðaðist hann um nágrennið og næstu
sveitir, en var tekið misjafnlega. Suins staðar áskotn-
aðist honum eitthvað fyrir útskurð og ljóðagerð, en
oft mætti hann kala og skilningsleysi. Hjá nirfli ein-
um reit hann þessa vísu á bæjaíþilið:
Fátt er að þakka, finnst mér, þar,
sem fyrir er óþokkinn,
með búrakka mér býðst það svar:
Burt með þig andstyggðin.
Hlýt ég svo flakka hér og hvar
og hengja á klakka örbirgðar
galtóman malsekk.minn.
1 síðari helming þessarar vísu, þegar Hjálmar segist
hengja galtóman malsekk sinn á klakka örhirgðar, tal-
ar hann í líkingum, en í líkingunum koma listagripin
í skáldskap Bólu-Hjálmars greinilega fram. Alls stað-
ar fylgir hann líkingunni eflir og heldur sér við efnið,
eins og sést á þessum níðvísum:
• Góðverka varð sjónin sjúk,
svartan bar á skugga,
ágirndar því flygsufjúk
fennti á sálar glugga.
Á öðrum stað stendur:
Dó þar einn úr drengja flokk,
dagsverk hafði unnið,
lengi á sálar svikinn rokk
syndatogann spunnið.
Hespaði dauðinn höndum tveim,
á hrælum lögmáls strengdi,
bjó til snöru úr þræði þeim,
þar í mánninn hengdi.
Sérkennileg er notkun Hjálmars á orðinu drengur,
einu hugþekkasta orði, sem við eigum, en skynjum
þarna í gjörólíku ljósi. Minnir þetta að sumu leyti á
orðaval Jónasar, þegar konan, sem banar varnarlausri
rjúpunni, verður gœ'ðakonan góSa.
Eitt sinn varð Hjálmari að orði, er bóndi nokkur úr
Blönduhlíðinni tók ekki kveðju hans:
Er hér sálin inni svelt,
andinn þessu veldur tíðar,
hættir eru að geta gelt
gamlir seppar Blönduhlíðar.
Bezt er þó líking Hjálmars, er hann vefur lýsingu
á sálarástandi sínu inn í mynd af skipi á siglingu:
Sálarskip mitt fer hallt á hlið
og hrekur til skaðsemdanna,
af því það gengur illa við
andviðri freistinganna.
Sérhverjum undan sjó eg slæ,
svo að hann ekki fylli,
en á hléborðið illa ræ,
áttina tæpast grilli.
Ónýtan knörinn upp á snýst,
aldan þá kinnung skellir,
örvæntingar því ólgan víst
inn sér um miðskip hellir.
Sýnist mér fyrir handan haf,
hátignarskær og fagur,
brotnuðum sorgar öldum af
upp renna vonar dagur.
Hjálmari er einnig gefið að þjappa hugsun sinni svo
vel að efninu, að hvergi má hagga einu orði:
Heimspekingur hér kom einn í húsgangs klæðum.
Með gleraugu hann gekk á skiðum,
gæfuleysið féll að síðum.
Þessar þrjár ljóðlíriur lýsa Sölva Helgasyni hetur en
tveggja binda bók
Skáldum er jafnan tamt að skynja dauða hluti sem
lifandi verur og 'þá ekki hvað sízt ættjörðina, sem
Eggert Ólafsson líkir fyrstur manna við konu.
1 einu ættjarðarkvæða sinna kemst Hjálmar þannig
að orði:
Þér á brjósti bam þitt liggur,
blóðfjaðrinnar sogið fær.
Ég vil svarinn son þinn dyggur
sannur vera í dag og gær.
Á öðrum stað leggur hann ættjörðinni þessi orð i
munn:
4
NÝTT KVENNABLAÐ