Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 8
Minningarorö um Þóru Sigurbjörnsdótlur Dæm svo mildan dauSa, Drottinn, þínu barni, — eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, — eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. M. J. Þóra Sigurbjönsdóttir var fædd að Oddhóli á Rangárvöllum, 5. sept. 1881. Faðir hennar var Sigur- björn Guðleifsson, grasalæknir og móðir: Anna Jóns- dóttir, velgefin hagleikskona. Ekki varð af hjónabandi þeirra í millum og ólst Þóra upp með móður sinni. Þessi ár voru sem alkunnugt er, harðinda- og erfið- leikaár og oft reyndi á þrek og dug móðurinnar, sem vann fyrir litlu dótturinni í vinnumennsku á ýmsum stöðum. Þóra varð enda snemma að fara að vinna öll algengustu sveitastörf, utan bæjar og innan, og þrátt fyrir kærleiksríka umhyggju móðurinnar, sem oft tók á sig aukasnúning hennar vegna, mun hún samt ekki hafa getað komið í veg fyrir að litlu stúlkunni væri ofboðið með vinnu. Ekki er mér grunlaust um, að heilsuleysi það, sem alla ævi ásótti Þóru, hafi að einhverju leyti átt rót sína að rekja til erfiðleika æskuáranna. Tvítug að aldri fluttist Þóra til Ólafsvíkur, til föður síns, og 12. nóv. 1907 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Hans Jenssyni, Sigurðssonar frá Rifi á Snæfellsnesi. Byrj- uðu þau búskap þar, en fluttu síðar að Ytri-Tungu í Breiðuvík og bjuggu þar til ársins 1931, fluttust þá hingað til Hellissands. í Tungu kynntist ég Þóru fyrst sem 18 ára gömul telpa, er mér var lofað þangað í heimsókn, vikutíma. Aldrei mun ég gleyma viðtökunum hjá húsmóðurinni í Tungu, eftir erfiða ferð. Hún stóð í dyrunum með útbreiddan faðminn og vafði mig að sér, en síðdegis- sólin hellti gullnum geislum yfir litla bæinn. — Þóra hafði þegar unnið hjarta mitt. — Ekki veit ég hvort það stendur í sambandi við þessa fyrstu samfundi að þegar ég hugsa til Þóru kemur mér ávallt sólskín í hug. En þrjátíu ára viðkynning fær nú samt ekki varpað skugga á þessa staðreynd. Þóra var í sannleika barn hinnar íslenzku náttúru. Hún var óvanalega nákvæm við allar ske])nur og bar gott skin- bragð á líðan þeirra og meðferð alla, enda vandist hún þeim frá fyrstu bersnku, og hafði skepnur undir hönd- um allt sitt líf. Hún mun hafa tekið í arf frá föður sínum áhuga fyrir íslenzku jurtalífi, og var bæði fróð- legt og skemmtilegt að bafa hana að leiðsögukcnu um Búðahraun, sem er örskammt frá Tungu, en þar er jurtagróður fjölbreyttur mjög. Minnist ég þess með þakklæti, er ég naut þar fylgdar hennar, oftar en einu sinni, og hversu hún ljómaði af gleði, þegar hún fann sjaldgæfa jurt til að sýna mér. Utskýrði hún þá'oft um leið ætterni jurtarinnar og eiginleika. —Það voru yndislegar stundir. Enn er þó ótalinn sá þátturinn í eðlisfari Þóru. sem einna minnisstæðastur mun öllum, sem henni kynntust, en það var hin óviðjafnanlega gestrisni hennar, er hún sýndi hverjum, sem að garði bar. Það virtist vera henn- ar mesta yndi að miðla öðrum af því, sem hún hafði handa á milli, og undraðist ég oft hvað hún Iagði á sig fyrir gesti sína, þrátt fyrir sívaxandi heilsulevsi. I sambandi við þetta hafa mér oft dottið í hug orð He- breabréfsins: „Gleymið ekki gestrisninni, því vegna hennar bafa sumir sér óafvitandi hýst engla.“ Já, hafi nokkur kona, sem ég hef þekkt, hýst engla sér óafvit- andi sökum gestrisni sinnar, þá hlýtur hún Þóra að hafa gert það. Af hennar fundi kom ég jafnan svo, að mér fannst ég hafa þegið dýrar gjafir. Þau hjónin Hans og Þóra eignuðust 7 börn. Af þeim eru nú 6 á lífi. Einn uppkominn son misstu þau eftir að þau fluttu hingað til Hellissands. Eftir því sem árin liðu fór heilsan heldur þverrandi, þó haldið væri áfram að starfa meðan kraftar entust. Síðasta veturinn var Þóra alveg við rúmið, en í barns- legu trúartrausti var baráttan háð við sívaxandi veik- indi. Þóra andaðist að heimili sínu, hjá elskuðum eiginmanni 3. febr. 1953 Síðustu bænarandvörpin voru heyrð. — Eins og þegar blíður blærinn lyftir mjúklega visn- uðu laufblaði frá skauti jarðar og ber það með sér út í óendanlegan geiminn, þannig yfirgaf önd hennar þreyttan líkamann, hljóðlega og þjáningalaust. Drott- inn hafði dæmt barni sínu mildan dauða. í þakklátum huga mínum býr sú fullvissa, að nú muni bjart um Þóru. Ritað í jan. 1954. — Jóhanna Vigfú.sdóttir. • Fræpur sérfræðingur, í J)ví hversu litimir orka misjafnlega á salarlíf manna, segir aS í tilliti til þessa eigi svefnherbergi karlmannsins að vera með ljósbláum lit, en svefnherbergi kon- unnar ljósgrænt. „Ekki er nú kyn þó að kjaraldið leki,“ þó hjónaskilnaðirnir séu tíðir, þegar annar parturinn hlýtur alltaf að búa við sér óhagstæðan lit! 6 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.