Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Qupperneq 12
GuSrún }rá Lundi:
ÖLDUFÖLL
FRAMHALDSSAGAN
♦
Um kvöldið kom Hallfríður upp í Bjarnabæ og bauð
að Sigga kæmi ofan eftir og læsi þar undir skólann.
Það væri kyrrlátara þar. Jónas þakkaði henni kærlega
fyrir, en Signý lét enga velþóknun í ljósi. Hún sagðist
bara ekki sjá, hvernig hún gæti misst hana allt kvöld-
ið. En Sigga flýtti sér út með bækurnar undir hend-
inni. Eftir það þurfti hún ekki að kvíða því, að hún
þyrfti að Iesa upp. En synir Grétu í Móunum sögðu
móður sinni, að þeir sæju Siggu aldrei á kvöldin, þeg-
ar þeir væru að ólátast. Hún gerði sér því eitthvað til
erindis ofan eftir eitt kvöldið. Það stóð heima, Jónas
sat með Jóa litla og Signý með prjóna og strákaþvagan
á gólfinu, en Sigga sást hvergi. „Hvar er Sigga eigin-
lega? Þarf hún ekkert að lesa undir skólann? spurði
hún forvitin.
„Jú, það er nú einmitt það, sem hún þarf,“ svaraði
Jónas. „Þess vegna verður hún að vera annars staðar.
Þú getur þó líklega sagt þér það sjálf, að hún geti
ekki lært í þessu argaþrasi.“
„Nú, það á að verða öðruvísi uppfræðslan á henni
eða mínum krökkum. Þau verða að láta sér það nægja
að hjálpa sér sjálf. Ég læt ekki strákana láta svona
eins og varga í kring um þau,“ sagði Gréta. „Er það
Þorbjörg í Nausti, sem er að hjálpa henni?“ bætti hún
við, háðslega.
„Þau hafa víst ekkert slæmt næði til að lesa heíma,
þegar þú ert búin að reka strákana hingað, svo að þeir
trufli þau ekki,“ sagði Jónas. „Ég get ekki verið að
ýta þeim út, þeir eru komnir aflur eftir nokkrar mín-
útur sem eðlilegt er. Ekki geta þessi skinn legið úti
eins og hundarnir. Það er þá þægilegast, að Sigga sé
annars staðar.“
Gréta bálreiddist. „Sendi ég þá hingað? Svona get-
ur þú verið andstyggilegur í orðum. Slíkt og þvílíkt
hef ég nú sjaldan heyrt. Komið þið heim með mér,
strákar mínir. Það skal ekki verða næsta dag, sem þið
komið hingað,“ þusaði hún og tók húfur sona sinna og
tróð þeim ofan á kollana á þeim, ýtti þeim svo út úr
dyrunum á undan sér og kvaddi engan. Jónas glotti
eins og vanalega, þegar hann gat komið nágrannakorm
sinni í uppám.
1 tvo daga sáust ekki Grétu-synir í Bjarnabæ, en
þriðja kvöldið var gengið hægt um og baðstofuhurðin
opnuð hægt og hljóðlega. Þarna stóðu þá snáðarnir
litlu, helbláir af kulda og horfðu vonaraugum inn í
hlýja baðstofuna. Tryggvi rak upp ánægjugól, þegar
hann sá þá, og bauð þeim inn án þess að spyrja um
leyfi.
„Leyfði mamma ykkar það, að þið kæmuð hing-
að?“ spurði Jónas, glettinn. „Hún sagði okkur bara að
vera úti meðan Bína og Kjartan eru að lesa, en það er
svo kalt, að við erum alveg að sálast úr kulda," sagði
Simbi, sem var einarðlegri. „Dustið þið þá af ykkur
snjóinn og komið þið inn í ylinn,“ sagði Signý, góð-
látlega. Þeir létu ekki segja sér það nema einu sinni.
Svo var sami siðurinn tekinn upp og áður, komið ofan
í Bjarnabæ á hverju kvöldi, en Gréta leit ekki inn í
margar vikur.
Sigga var ánægð að öllu leyti, því að nú stóð hún
sig vel og fór mikið fram í lestrinum. Það var þá helzt
Jóna frænka, sem var henni til leiðinda. Hún var sí og
æ að koma út á Tangann með einhverja söguna, helzt
um það fólk, sem Siggu var vel við eins og Þorbjörgu
í Nausti, Bensa, eða kennarann. Sá var nú víst ekki
allur, þar sem hann var séður, sá náungi. Vinnukonan
í prófastshúsinu áleit það að minnsta kosti. Hún seg-
ir, að hann fari fram í sveit vanalega á laugardags-
kvöldin, þegar hann sé búinn að kenna og komi ekki
heim fyrr en búið sé að borða á sunnudagskvöld-
in til þess að losna við að sitja við kvöldborðið, en
fari beint upp á herbergið sitt. Hún er fullviss um það,
að hann sé fullur. Finnur þefinn á herberginu hans,
þegar hún tekur þar til. „Ég gæti nú trúað því, að
blessaður prófasturinn væri nú ekki neitt sérlega
ánægður yfir að láta svoleiðis mann kenna drengjun-
um sínum, þessi einstaki bindindismaður. En hann
passar að Iáta hann ekki verða varan við yfirsjón sína.“
„Þetta er víst mesta prúðmenni, þessi maður,“ var
það eina, sem Signý sagði. „Já, hann er víst álitinn
það af flestum, en hann hefur áreiðanlega tvennt til.
Og það veit ég er satt, að hann hefur suma krakkana
útundan, eins og Ragnar Björns. Hann lætur hann
hafa upp, þó hann kunni reiprennandi. „Það hefur
hann líka gert við Siggu mína, og það meira að segja
tvisvar, en ég ætla að tala við hann, ef liann gerir það
í þriðja sinn.“ Þá gat Sigga ekki stillt sig um að grípa
inn í samtalið:
„Þetta er nú bara eins og hver önnur haugalýgi“.
Hún skammaðist sín fyrir orðbragðið og sótroðnaði,
enda fékk hún ofan í gjöfina hjá frænku sinni.
„Þú ert svo sem ekkert smáfeimin með það, sem þú
lætur út úr þér stúlka. Þú hefur nú líka góðan kenn-
ara, þar sem Bensi er þessi orðhákur. En ef þú værir
dóttir mín, skyldi ég kaghýða þig, þó þú sért orðin
þetta stór, og það vona ég þú gerir Nýja mín.“
Signý saug bara upp í nefið og sagði: „Það er víst
NÝTT KVENNABLAÐ
10