Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Qupperneq 13
ekki of góð ævin hennar hjá mér, þó hún sé óbarin.
Ég hef lítið gert að því, það er ekki svo heflað allt,
sem maður lætur út úr sér í nærveru barnanna, að það
sé réttlátt að taka mjög hart á þeim. En þetta var nú
samt nokkuð mikið, sem þú sagðir, Sigga mín.“
Sigga var þotin út áður en móðir hennar hafði lokið
ræðunni. Hún flýtti sér að finna Bínu til að segja
henni frá því, hvað sagt var um Andrés kennara. Bína
var alveg fokreið yfir að nokkur skvldi fara með ann-
að eins og þetta. „Ef ég hefði heyrt það, skyldi ég svei
mér hafa sagt henni til syndanna, þó hún sé montin
og merkileg,“ sagði Bína. „Þú ert alltaf svo meinlaus.“
Jóna stóð stutt við hjá systur sinni eftir að Sigga
fór út. Það hafði víst orðið fátt um kveðjur hjá beim,
en Signý bað Siggu að láta aldrei svona orðhragð
heyrast til sín við gesti. Sigga gegndi því enau en von-
aði bara að Jóna hefði „fornermast“ svo mikið. að hún
kæmi ekki aftur með allt sitt slúður. Það liðu líka
margir dagar, sem enginn leit inn í Biarnabæ nema
krakkarnir frá Móunum og Þorbjörg í Nausti einstaka
sinnum. — Jói var alltaf með hitaslæðing og dasrarnir
voru frámunalega lengi að verða að vikum svo að vorið
færi að koma, þá yrði hægt að fara út með drenginn,
svo að hann hresstist. Hann var orðinn magur og sí-
volandi. Helzt þagði hann hjá Siggu, en hennar tími
var takmarkaður. Samt var bað alltaf bað fvrsta. sem
hún gerði, þegar hún kom heim úr skólanum að taka
hann, þegar hann rétti máttlitlar hendurnar móti henni
og hablaði eitthvað, sem hún sagði að væri nafnið
hennar. „Aumingja Jói minn. Hefur hann verið óvær
í dag?“ spurði hún vanalega. Svarið var líka alltaf
eins og mæðuleg stuna: „Hann hefur alltaf verið eitt-
hvað að vola, vesalingurinn.“
Svo var það einn dasrinn að Sigp-a hevrði að einhver
var kominn inn í eldhúsið. Kannski bað lifnaði bá svo-
lítið yfir aumingia mömmu, hugsaði hún. Hún var
alltaf svo þrevtt og döpur. Hún hlustaði og þekkti
rödd Jónu frænku.
„Þura gamla í Bót saaði mér í aær. að Tói 1 itli væri
alltaf lasinn,“ bvn'aði hún, kafrióð. „Eg get svona
ímyndað mér hvernig ævin þín muni vera, þar sem
Sigga er hundin við bennan skólalærdóm. sem enainn
hefur nokkurt gagn af — þó ég viti bað ekki. Það er
sagt að hún standi sig svo vel, stelpan“. „Það er gott
að hevra,“ sagði Sisrný. ..Það væri nú líka annaðhvort,
þar sem hún situr allt kvöldið niður í Bakkabúð hjá
stráknum honum Bensa. Hann kvað vera bráðskvnsam-
ur, strákræksnið, En það segir Gréta nágrannakonan
þín. að heldur skuli sínir krakkar verða hundheiðnir
en hún líði þeim að koma inn fyrir dyrastafinn í
Bakkabúð.“
„Hvað er nú að heyra“, greip Signý fram í vaðal-
inn hjá systur sinni. „Eg veit ekki betur en Kjartan
sé dagsdaglega við hliðina á Bensa, bæði utan dyra
og innan, enda er hann víst ekki lakari leikbróðir en
hver annar. Og ég er sannarlega þakklát, Hallfríði
fyrir að bjóða Siggu að lesa með honum. Það hefði
líklega orðið lítið um lærdóminn hennar hérna heima,
þó að náttúrlega ætli algerlega að eyðileggja mig að
vera með drenginn.“
„Eins og hún þurfi að sitja allt kvöldið yfir bók-
unum. Það er bara eins og það er vant, bölvað mein-
leysið úr þér. Þú lætur drepa þig og kúga. án þess að
bera hönd fyrir höfuð þér. Ég vildi að þú hefðir skaps-
munina mína. Mér finnst það svo sem sjálfsagt, að þú
hangir ekki saman við Jónas lengur en til vorsins. Hann
er þér ekki svo vorkunnlátur. Sjálfsagt gæti hann eitt-
hvað létt undir með þér með krakkaangann, en hann
hefur alltaf verið staur við þig og verður það líklega
hér eftir, ef þú drífur þig ekki í burtu frá því öllu
saman. Þér hefði liðið betur, ef þú hefðir látið að
að orðum mínum fyrr.“
Sigga heyrði, að mamma hennar var farin að gráta.
Svona var Jóna alltaf leiðinleg. Alltaf þurfti hún að
koma einhverju leiðinlegu af stað, hugsaði hún, sár-
gröm. Hún beyrði móður sína kjökra: ..Hvernig held-
urðu færi, ef ég rvki í burtu frá öllum krökkunum?
Hvað hnldurðu að vrði um Jóa litla?“
„Hann gæti líklega farið í vinnumennsku og haft
hann með sér. Hinum krökkunum er hægt að koma
fyrir í sveit. Það yrði heldur frjálslegra fyrir þig að
vera laus og liðug, Nýja mín.“
„Það er vandalaust að tala um þetta og ráðgera, en
talsvert erfiðara að koma því í framkvæmd.“
„Ég skyldi nú sýna þér bað, ef ég væri í þínum
sporum, hvort mér yTði mikið fvrir því,“ safrði .Tóna.
„Ég gæti mrir að srgja vel ímyndað mér, að hún Þor-
björg í Nausti vildi taka hann. Hún hefur nú alltaf
verið almennileg við hig. Við siáum nú til.“
Jóna var botin út áður en Signý gæti stöðvað hana.
Sigga var farin að brvnna músum inni í baðstofunni.
Hún skildi }>að allt í einu, hvers vegna mamma hennar
var alltaf þreytt og döpur. allt öðruvísi en hinar kon-
urnar þar í nágrenninu. Hún var of breklaus til að
hugsa ein um Tóa litla og nú ætlaði Jóna að revna að
hafa hana til að fara burt frá pabba. skilia hann ein-
an eftir. Enein manneskia var eins leiðinleg og hún.
Það leið ekki á löneu, þar til Jóna var komin aftur.
„Hvað varstu eiginlega að þjóta, manneskja?“ sagði
Signý óþolinmóð.
„Mér datt það nú svona rétt í hug. að þessi góða
vinkona þín, Þorbjörg vildi kannski létta ögn undir
NÝTT KVENNABLAÐ
11