Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1954, Blaðsíða 14
Hún er sífellt að nauða í þeim.“ „Þetta er nú líka ómögulegur krakki“, sagði Dóra. „Hvað svo sem átti það að þýða að fara að kássast í ullina, halda að það megi nokkurn tíma líta af smábörnum, ef vel a að fara.“ Mikið gátu þær báðar verið ómerkilegar og lygnar. Ekkert betri en Jóna frænka og liafði hún þó alltaf verið sú leiðinlegasta manneskja, sem hún hafði kynnzt. Hún var fegin, þegar þær fóru. Hún reyndi að grafa sig lengra niður í heyið, svo að hún gæti sofnað. En rétt, þegar hún var að festa svefninn heyrði hún, að einhver stökk niður í tóftina rétt fyrir framan geil- ina, sem hún lá í. Hún kófsvitnaði af hræðslu. Þá var sagt hálf hátt í málróm Bensa: „Ef þú ert hérna.ein- hvers staðar, Sigga frá Bjarnabæ, skaltu gefa frá þér hljóð?“ Sigga kastaði ofan af sér heyinu og skreið fram úr geilinni. „Eru allir háttaðir?“ hvíslaði hún. „Já, það er allt komið í bælið,“ sagði Bensi. „Ég á að fara að ná í tryppi fram á Dal. Varstu barin, eða skömm- uð?“ bætti hann við, þegar hann sá að hún var grát- bólgin. „Hvort tveggía," snökkti Sigga. „Ég þóttist heyra það á því, sem það söng. Þetta er ómögulegt að vera við. Þú verður að fara heim. Ég skal fh t-'a big eitthvað áleiðis. Kondu bara, verst hvað þú ert l'tið klædd, en veðrið er gott.“ H'artað í Siggu hoppaði af gleði. Þarna kom hiálnin, scm hún hafði beðið Guð að senda sér. Það var eins og Bensi væri alltaf sjálfkjörinn til að koma til hennar, þegar hún átti sem bágast. „Hlauptu út fyrir túnið og bíddu hiá hestinum mínum. Ég ætla að fara heim og ná í kápuna þína. Ég sá hvar hún hékk. Það gerir ekkert til, þó að einhver sjái mig. Ég er að búa mig af stað að smala stóði,“ sagði hann og þaut heim til bæjar. Eftir stutta stund voru þau setzt upp á klárinn og skeiðriðu út göturnar. Nú var ekke-t að óttast, nema að vökukrakkar sæju til ferða þeirra. þar sem vegurinn lá nálægt bæjunum. IJá yrði það Bensi, sem fengi dembuna hjá Slétturáðinu! Hún talaði um hað við Bensa. ,.Þú skalt ekki vera hugsjúk út af því. Ég revni sjálfsagt að svara fyrir mig eins og vant er,“ sagði hann. Sigga hallaði sér að brjósti vel- g''örðar-anns sms og steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en hann talaði til hennar. Þau voru komin út undir Höfðavík. ,.Nú getur bú tekið úr bér hrollinn, með því að hlaupa það sem eftir er,“ sagði Bensi. „Og láttu nú ekki s“nda þig inneftir aftur. Segðu pabba bínum, hve’'niaf ^að var við big, ef hann er í landi. Ég þori ekki að fara lengra, þó mig langi til að sjá mömmu. Ég bið ósköp vel að heilsa henni.“ Sigga vafði hand- le~gjunum um hálsinn á Bensa og kyssti hann tvo Jólakjóllinn Misbreiðar blúndur rykktár utan um beru stykkið og neðan á pilsið. SfiMBÝLISFÓLK. Sarabýlisfólk, skáldsaga eftir frú Þórunni Elfu Magnúsdótt- ur, hefur blaSinu borizt. Þórunn Elfa er afkastamikill rithöf- undur. Þessa bók, sem er 315 bls. sendir hún frá sér nú, ári síðar en Dísu Mjöll, 9em kom út fyrir jólin í fyrra og vitnaði um mikil tilþrif og sterk átök. Sambýlisfólk íjallar um vandamálið mikla, sambúðina og sambýlið eins og nafniS bendir til. 1 bókinni er að finna sam- býliskonu verstu tegundar. Ágirnd og skapofsi ráða gjörðum hennar. 1 einkalífi, sambýli og mótbýli verður hún til ein- skærrar bölvunar. Djöfull í mannsmynd. Það er vafasamt að nokkur hafi nokkurn tíma, nokkurs staðar, verið nálægt því- líkri konu, en eitthvað úr henni kannast menn við, hroka, stærilæti, ráðríki, ótakmarkaða eigingirni og heimtufrekju. Ollum verður lífið óbærilegt í nábýli við hana, mótbýliskonunni svíður þó sárast undan svipunni, að dóttur hennar undantek- inni, sem allan sinn aldur má búa við ofsa móður sinnar. Fleira fólk kemur við sögu, en þessar þrjár konur eru lesand- anum minnilegastar og dómur lians um þetta síðasta skáldverk frú Þórunnar fer að sjálfsögðu mikið eftir því, hvernig tekizt hefur að móta þær. Sambýlisfólk er lofsöngur til velvildar, góðgimi og réttlætis- kenndar og sýnir og sannar hvílík ógæfa af hlýzt, ef á þeim er traðkað eða þeirn misboðið. Þórunn er hittin ó það, að taka til meöferðar þjóðfélagsleg vandamál liðandi stundar. Húsnæð- isskorturinn, afleiðingar hans í marg auknum vandræðum fá- tæklinganna gengur henni svo til hjarta að bókin er með köfl- um kvalakvein smælingjans, sleppir hún þá stundum listatökun- um vegna aðsteðjandi, brennandi áhugamála sinna og krefst siðferðilegrar og lagalegrar leiðréttingar. Það er gaman að þessum svellandi tilfinningum og þess nýtur skáldkonan. Óskar blaðið henni til hamingju með útgáfuna. kossa, en skammaðist sín fyrir að hafa gert það, þeg- ar hann fór að hlæja að þessu uppátæki hennar. Þá renndi hún sér af baki og hljóp í áttina heim. En hvernig skyldi verða tekið á móti henni heima. Líklega yrði sagt að hún vær ónýtust af öllum krökkum. að geta ekki unnið fyrir sér í sveitinni. Framh. 12 NÝTT KVENNABLAf)

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.