Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Blaðsíða 4
/ Ponnar á beit í útjaðri JLyndliurst. England fyrir fimi sína og harSfengi, eigi að einhverju ætt sína að rekja til íslenzkra hesta, ekki síður en til Séttlands ponnanna litlu. Á þessum slóðum hef ég séð hross svo lík okkar, að enginn mundi liafa getað séð neitt fráhurgðið við þau, þótt þau stæðu í íslenzkum haga innanum okkar stóð. En þar eru líka hrikastór hross og örsmáir ponnar, sem aldrei verða stærri en veturgamalt trippi og heldur í lægra lagi. Áður fyrr, þegar ég hafði ekið gegnum borgina, sem á alla vegu er umlukt fegursta skógi, hafði ég óskað mér þess, að ég gæti einhvern tíma staðnæmst þar svo lengi, að ég gæti komist upp í turn Sankte Mikaelskirkjunnar, sem stendur á háum hól við aðalbrautina, er liggur gegn- um borgina. Og svo sannarlega átti ég nú leið fram hjá henni í þessari friðsælu morgundýrð, er gaf öllu, dauðu og lifandi, unaðslegan töfraljóma. Kirkian stóð opin, eins og vænta mátti á enskri grund. Hún var nýlega byggð, voldug og rúmgóð. Það merkasta, sem bar þar fyrir augu mín, var undur-fag- urt og meistaralega gjört málverk á kórgafli, milli alt- arisbríkarinnar og keramíkurgluggans, sem ég held, að nærri undantekningarlaust sé á kórgafli hverrar enskr- ar kirkju. Málverkið var af Kristi og hinum 10 meyjum. I miðið var Kristur. En til annarrar handar hans voru 5 þær forsjálu með lampa sína stillt og skært logandi. Þær snéru sér öruggar og óttalausar til hans. En aftur á móti voru veslings óforsjálu meyjarnar búnar að snúa sér undan til þess að hlaupa eftir olíunni og lampakveik ir þeirra vont með flöktandi og rjúkandi loga. Stúlka, sem mér sendlst, meðan ég stóð þarna að hugsa um, hvert ég ætti að snúa mér til þess að fá uppgönguleyfi í turninn, sem var lokaður, sagði mér að það kæmu þúsun^ir til hess að siá málverkið á kórgaflinum. Hún sagði mér líka, mér til sárra vonbrigða, að maður sá, sem hefði lykilinn að turninum væri nýfarinn að heim- an til þess að verða mánaðar-tíma fjarverandi. Þannig mátti ég sannreyna, að skeiðið er ekki alltaf í hendi þess hleypna! Ég las það á prenti, hjá gestabókinni, sem lá frammi í kirkjunni, að lil þess væri ætlast að gestir, sem rituðu nafn sitt, gæfu í það minnsta 1 penný. Þelta lítillæti varð til þess, að ég vogaði mér í fyrstá sinn að gefa eyrpening. til enskrar kirkju. Ég liafði aldrei vogað mér að láta minna en 6 pens. Því hafði Kata mín líka víst komið inn hjá mér, þegar hún var að mennta mig suður í Wight. Nú leyfði ég mér að gefa 3 pens. Næst var það Emery-Down, því ég hafði það í höfð- inu, áður en ég fór heiman af íslandi, að vegurinn lægi einmitt þaðan til Stoney-Cross. Líka vissi ég, að Emery- Down var rétt suðvestur af Lyndhurst. Með þetta and- lega veganesti lagði ég nú upp seinni heitgöngudaginn. Þegar ég kom út fyrir borgina, mætti ég á nákvæm- lega réttum stað og stund, hárri og tigulegri konu. Hún ávarpaði mig og spurði um, livort að vagninn mundi ekki koma bráðum á leið til Lyndhurst. Auðvitað vissi ég ekki neitt um slíkt, ]>ar sem ég var ekki annað en fáráður útlendingur. Hún varð dálítið undrandi, þegar hún heyrði þjóð- erni mitt og ferðaáætlun, og hún spurði, hvort ég vissi þá, hvar Emery-Down væri? Ég potaði vísifingri eitthvað mót vestrinu og spurði um leið, hvort hún væri ekki í þessari átt? „Jú, þetta er Emery Down hæð,“ sagði hún og benti upp eftir hálf skógivaxinni brekku, sem við stóðum neðan við. Og þetta er vegurinn þang- að, sagði hún ennfremur og benti á afleggjara, sem lá upp á hæðina rétt við fætur okkar. Svo sannarlega hefði ég skundað fram hjá þessum vegamótum hefði ekki hamingjan sent þessa konu beint í flasið á mér. Samt lét ég ekki skína neitt í fávizku mína, heldur kvaddi þessa góðu konu með mestu blíðu og rann upp eftir veginum, sem lá á brattann. Skuggsæll var hann, því að grósku mikil tré teygðu lim sín saman yfir honum. Þegar ég var næstum kominn upp nam ég staðar og leit yfir landið að haki mér. Alls staðar gat að líta fagra skógarlundi og nokkrar grænar grundir í nágrenni Lyndhurst, t.d. eins og Swan-Green í vestur jarðrinum. Þarna stóð konan mín ennþá og beið eftir vagninum. Ég veifaði til hennar með hendinni. í fyrstu tók hún ekki eftir því. En ég hugsaði mér, að hún skyldi verða að líta við, og það tókst líka. Hún veifaði nú á móti. Það gerði mig heimakomnari og ánægðari. Þessi kona var þó vottur að því, að ég hvarf á bak við Emery-Down hæð. Hvar sem spyrðist til mín næst. Upp á hæðinni var fögur grasslétta umgirt háum limfögrum trjám á 3 vegu. Vestan til við hana stóð stór NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.