Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Qupperneq 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Qupperneq 7
Soffía Skiíladottir F. 29. des. 1865. — D. 8. marz 1954. Aldrei líchir mér úr minni módurhönd þín, amma mín. Aldrei gleymi ég ástúS þinni, alltaf man ég brosin þín. Þótt ég þig ei framar finni fögur mynd í hug mér skín. „Þegar þú fæðist grætur þú, en allir viðstaddir brosa. Lifðu þannig, að þegar þú deyrð, brosir þú, en allir viðstaddir gráti.“ Þessi orð komu mér í hug, er hún kyssti okkur að skilnaði í marz s.l. Hún hafði lokið löngu og vanda- sömu ævistarfi og hélt því örugg með bros á vör áleið- is til sólarlandsins, þangað sem svo margir ástvinanna voru farnir á undan henni. Hún fæddist á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Skúla Gíslasyni próf- asti og Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá Reykholti, þar til hún tvítug að aldri giftist Gunnlaugi Þorsteinssyni, og fluttist með honum að framtíðar heimili þeirra, Kiðjabergi í Grímsnesi. Þau eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi, og auk þeirra ólu þau upp fjölmörg fósturbörn að meiru eða minna leyti. Einnig voru þau mörg börnin, er áttu þar vísan dvalarstað á sumrin. Er ég var barn, var jafnan mannmargt á Kiðja- bergi. Ungir og gamlir, börn og gamalmenni. Nóg var að starfa, því mörg voru verkefnin, eitthvað fyrir alla, svo engum var ofaukið. Ég minnist jólanna þar, hve liátíðleg og gleðirík þau voru. Henni ömmu var það alltaf svo eðlilegt að Afmæliskveðja Svanur, meö „svartar fjaSrir“ þú sveifst yfir lönd og höf, rne'ð söngsins góðu gjöf, fleygari en allir aðrir. MeS kveSjur aS norSan og kvœSi, þú komst me&an lijartaS brann, er œskan sinn óskaþráS spann og trúSi á göfgi og gœSi. Þú söngst um sorgir og gleSi, um sœlu, ást og þrá, svo Ijóma á lífiS brá og hlýnaði í hrelldu geSi. Og leiftrandi Ijós fann ég skína og leika um huga minn, þaS blika&i sérhvert sinn, er hreyfSirSu hörpuna þína. Ilaf þökk fyrir IjúflingsljóSin, IjóSsvanur, djarfur og hreinn. DavíS, þú ert ekki einn. Hún elskar þig íslenzka þjóSin! Margrét Jónsdóttir. gleðja aðra. Og hvað það var hátíðlegt að heyra hana lesa jólaguðspjallið, því hún hafði fagra rödd og las mjög vel. Hún var vön að lesa húslestra á sunnudög- um, og passíusálmana las hún alltaf á föstunni. Aldrei hef ég heyrt þá eins vel lesna — og hún gjörði. Þótt henni þætti vænt um Grímsnesið, gleymdi hún aldrei Fljótshlíðinni sinni, margt sagði hún mér ])að- an, og minntist Eyjafjallajökulsins kæra. Hann sést frá Kiðjabergi, ef heiðskírt er og bjart. Ungri kenndi hún mér að veita því athygli. Já, margar eru minningarnar, amma mín góð, og þótt þær séu núna sárum trega blandnar, hljóta þó hugir okkar, sem eflir erum enn um stund, að vera fullir þakklætis fyrir allt, sem þú gjörðir og varst okkur. Og við þökkum Guði að hann gaf okkur ein- mitt þig að ættingja og vini. Hann blessi og va.rðveiti þig. Þ. J. NfTT KVINNABLAS 5

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.