Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Blaðsíða 6
rónana með fyrirlitningu og lítilsvirðingu, og er það
ef til vill fyrirgefanlegt, en það gera aðeins þeir, sem
ekki þekkja þá sorg og hjartakvöl, sem flýtur í kjöl-
far ógæfunnar. Hver telur tárin? og hver græðir sár-
in? Það gerir Guð. Hann hefur einnig góða menn og
konur í sinni þjónustu. Kristur sagði: „Það, sem þér
gjörið einum af mínum minnstu bræðrum það hafið
iþér gjört mér.“ Svo mikinn kærleika ber hann til
mannanna, að hann hikar ekki við að kalla þó minnstu
bræður. Skyldum við þá ekki öll vera bræður og syst-
ur? og ættum því að bera hvers annars byrðar. Það
hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að reyna að
finna, útleið til bjargar í 'þessu mikla vandamáli þjóð-
arinnar og einhvern árangur hefur það borið stund-
um, en þörfin er mikil og aðkallandi. Það þýðir ekk-
ert að loka augunum fyrir því að hættan er mikil. Það
'þarf meira að gera, en að bjarga þeim, sem fallnir eru.
Það þarf líka að hjálpa þeim, sem eru á vegamótunum
og virðast ekki sjá hættuna, snöruna, sem aldarand-
inn og ábyrgðarleysið leggur á vegina. Dómfelli ég
engan, til þess hef ég ekki vald, og heldur ekki löng-
un, en það er ekki hægt að loka augunum fyrir því. að
okkur ber skylda til að líta raunsæjum augum á þessi
mál og gagnrýna það, sem við sjáum og finnum að
gert er án kærleika og samúðar. Hvers virði er lífið
án kærleika? Er það ekki hann, sem ritninginn segir,
að falli aldrei úr gildi, hann tilreikni ekki hið illa, en
trúi, voni og umberi, og að hann leiti ekki síns eigins.
— Tökum ejtir því: Þjóðfélagið þarf að byggja kær-
leiksheimili fyrir ógæfubörnin sín. Vafalaust hafa
stúkurnar gert mikið gagn, en það verður að varast,
að gera þær að skemmtiklúbbum. Áfengisvarnarnefnd-
irnar, sem settar hafa verið á laggirnar verða að' mæta
skilningi og viðurkenningu til þess að þær geti notið
sín og gert það gagn, sem þær vilja gera. Ég sé ekki
betur, en að læknar ættu þar að gefa kost á sér til að-
stoðar meira en er, því að vissulega er áfengisbölið
sjúkdómur, drepsótt á þjóðarheimilinu.
Ekki get ég látið hjá líða, að minnast á mjög athygl-
isverða og merkilega hjálparstarfsemi, sem nýlega hef-
ur verið skipulögð hér á landi, en það er A.A. sam-
tökin, sem eins og kunnugt er eru hafin fyrir at-
beina Guðna Þórs Ásgeirssonar, sem kominn er fyr-
ir nokkru lieim frá Ameríku, þar sem hann sjálfur
komst af eigin raun í kynni við bjargarmátt þeirra
ágætu samtaka. Þau eru byggð upp á kristilegum
grundvelli. Okkar þjóð ætti að fagna því, að Guðni
skuli vilja leggja krafta sína fram á þann veg, sem
þegar hefur sýnt sig að er rétt leið í áttina til hjálpar.
Þessi samtök á að styðja, bæði með fjárframlögum
og andlegri aðstoð. Þeir menn, sem sjálfir þekkja hvað
það er að hafa verið að sligast undir áfengisbölinu og
öllu því böli, sem því fylgir, eru hæfari björgunar-
menn, en þeir, sem hafa einhliða reynslu, eða hafa að-
eins verið áhorfendur. Skipstjóri björgunarbátsins
þarf að vera faglærður, ef svo má að orði kveða. Sá,
sem hefur verið haldinn af sjúkdómi hefur meiri
reynslu en sá, sem aldrei hefur verið veikur.
Þær eru sorglega margar, íslenzku konurnar, sem
verða að bergja þann beiska þjáningabikar, sem hinn
mikli bölvaldur byrlar. Hversu mörg heimili stynja ekki
undan okinu? Því finnst mér ekki óviðeigandi að drepa
á þessi mál í Nýju kvennablaði. Það hefur oft haft um-
hugsunarverðan boðskap að flytja og hefur komið víða
við. Áfengisvamarnefndir kvenna hafa lálið til sín taka
eftir efnum og ástæðum og vildi ég mælast til þess, að
þær legðu A.A. samtökunum lið á einhvern hátt, að
þar yrði samstarf. Líknarandinn er ríkur hjá konun-
um. En það eru ekki einungis áfengisvarnarnefndir og
stúkur, heldur öll þjóðin í heild, sem ætti að virða,
styrkja og þakka þessa hjálparstarfsemi. Ég vil óska
henni góðs gengis á nýja árinu og um alla framtíð,
ásamt allri viðleitni til hjargar frá hinum geigvænlega
háska, sem dregur margan góðan manninn og konuna
svo niður í eymdina, að þau eru ekkert betur sett en
hinir 10 líkþráu, sem getið er um í ritningunni að
hrópað hafi til Jesú og beðið hann um að hreinsa sig,
en þar snéri aðeins einn aftur til þess að gefa Guði
dýrðina. Drottinn hafði læknað þá alla. En það var
aðeins einn, sem þakkaði. Ég er sannfærð um, þegar
íslenzka þjóðin snýr við og verður sannkristin þjóð
verður bjarginu velt frá, og vandamálið mikla leyst.
Þá verður vor í lofti og ilmur í blænum.
I
Gle'ðilegt nýtt ár.
Hugrún.
HJÓN KVEÐA HVORT TIL ANNARS
HANN:
Æskudraumar, ástarfundir
aldrei munu gleymast mér,
sæluríkar sólskinsstundir,
sem að ég hef átt meS þér.
HÚN:
Heilagt er mér hjónabandiS,
hamingjunnar töfraþráður,
sælurlka sunnulandlð,
sem ég ekki þekkti áSur. ■— J'.K.
4
NtTT KVENNABLAÐ