Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1955, Blaðsíða 5
Ekkjan á Akri eftir Kristínu Sigfúsdóttur frá Syðri-Völlum. Gunnlaugur Grímsson var höfðingi sinnar sveitar, hann var vitur maður og sterkur, en umfram allt var hann sjómaður. Ungur að árum hafði hann smíðað sér vandaðan sex manna bát, nefndi hann Hrönn, og stundaði róðra með nágrönnum sínum þar í plássinu. Gunnlaugur og kona hans, Þorgerður áttu fimm efnileg börn, fjóra sonu og eina dóttur er Auður hét. Hún var yngst, en áberandi skýr og dugleg. Snemma reyndi hún að elta strákana niður að sjó til að klappa bátnum hans pabba, þar sem hann stóð upp í naust- inu. Fyrstu stafirnir, er Auður lærði að þekkja og setja saman í orð voru, nafnið á bátnum „Hrönn" og víst þótti sjómanninum, Gunnlaugi vænt um að sjá litlu stúlkuna sína teygja sig upp að borðstokknum. Svo lék Auður sér að fjörusteinum, bar þá saman og byggði ýmislegt úr þeim á sandinum. Arin líða hratt, allir vita ,að Auður er góð stúlka, falleg og tápmikil. Faðir hennar er dáinn og bræðurn- ir teknir við útgerð bátsins. Aðal formaður er þó ung- ur nágranní þeirra, Hörður Bjarnason. Hann var æskuvinur og unnusti Auðar, svo þið sjáið, að enn liggur leið hennar að sjónum, blessaða bátnum,er hún treysti svo takmarkalaust. Og enn líða mörg ár. Hörð- ur býr á óðalseigninni Akri með Auði konu sinni og fjórum sonum þeirra. Allir hafa þeir fæðst með sjó- mannsblpð í æðum og aðra mannkosti. Elzti sonurinn, Gunnlaugur er þó nokkuð ólíkur hinum, ékki jafn ör ekki mundu láta mig fara gangandi upp brekkuna aft- ur. Fórum við nú öll inn í bílinn og ekki skildu þessi góðu hjón við mig fyrr en í Cadnam. Þau vildu víst ekki vita af mér einni gegnum skóginn .Þegar þau voru skilin við mig, og ég var komin á beinan veg heim til Romsey aftur, fór ég að hugleiða draum minn, morguninn áður en ég lagði upp í þessa ferð, og nú sá ég að fögru samhliða engilandlitin voru þessi góðu hjón, því að þaS rifjaSist líka upp fyrir mér, aS fyrst hafði ég séð einu engilandliti bregða snöggvast fyrir. ÞaS mundi vera herramaSurinn, sem keyrði mig gegn- um skóginn og forðaði mér undan rigningunni, kvöld- ið áður. En hvað þeir áttu gott, sem gátu verið sem englar Guðs á vegum meSbræðranna! Sæl, en lúin kom ég til vinkonu minnar, frú King, um miSaftan og þáði hvíld og þægan beina . End~r. — Anna frá Moldnúpi. NÍTT KVENNABLAÐ til náms, né annarra vlðbragða, en vitur í öllu verk- lagi og steikastur þeirra allra. Svo var það seint um haust, að Gunnlaugur fór út um miðja nótt til að athuga veðrið. Þá var logn, en ekki ieizt iionum á skýflókana, sem eltu tunglið og huldu það oft. Brimgnýrinn talaði sínu máli og reyndi að segja Gunnlaugi, hvað þessir skýflókar þýddu. Hann skildi þetta allt, en hvaS um það, við erum nú einu sinni sjómenn og förum auðvitað, enda öllu óhætl fyrst pabbi er formaður og Hrönn þessi snilldar bátur. Allir í baðstofunni voru sofandi, nema Auður. Hún hafði kveikt á lampa við rúmið og sá, hvað stóri mað- urinn, Gunnlaugur var gugginn og valtur í sþori, þeg- ar hann kom inn. „Hvað er að þér vinur minn?" „Ég veit það ekki, en pabbi vaknar bráðum, hann skilur meira." Ójá, Hörður vaknaði, hann sá skuggana og heyrði brimhljóðið, en allt fór á sömu lelð, alveg sjálf- sagt að fara á sjó. Klukkan fimm voru svo allir klædd- ir og hröðuSu sér aS útbúa róSurinn. AuSur var vön að fylgja mönnum sínum til skips og setja fram með þeim. Nú gengur hún við hlið Harðar, hélt í heita hönd hans og talaði fátt. Þau báru nestis- kassa og stóran kút með heitri mjólk, er þau settu á sínn stað í bátnum. Svo kvaddi Auður drengina sína og Hörð. Sjómennirnir ganga hratt fram fjöruna og ýta frá í herrans nafni. Auður stendur ein eftir á sand- inum, horfir á eftir bátnum sínum, hlustar á áralagið svo lengi, sem unnt er að heyra það, snýr svo heim, en gengur svo hægt, að leiðin varð löng, enda horfir hún oft til skýjanna og skilur þau nú. Heima tyllir hún sér á bekk og býst við að jafna sig fljótt, fyrst hún er ekkert veik og veðrið er svona gott, þambar mjólk úr könnu og fer út að gefa skepnunum, þær voru lika vinir hennar. Þennan dag gengur Auður þögul og eyrðarlaus um heimili sitt, lítur oft út og heyrir einhverja ógn frá sjónum, segir þó viS sjálfa sig ,þetta hlýtur aS vera vitleysa, sérðu ekki hvað veðrið er gott. Hún er þreytt, hallast fram á borSiS og blundar. En hrekkur upp viS einhvern hávaSa og fer fram. Bæjarhurðin hafði opn- ast, snúra með þvotti slítnaS niður, og föturnar fokið af grindinni. Það var allt í einu komið ofsarok. Að- fallið sýndi skammt til flóSs og farið að dimma. Auður hafði ævinlega farið með heitt kaffi til manna sinna, er þeir komu að. Nú hellti hún því í flösku og vafði ullartrefli þar um, fór svo í jakka af bónda sínum og hljóp niður að sjó. Þar var ekkert að sjá, nema háar öldur, er risu hver af annarri og fluttu landinu kveðju hins volduga hafs. Þarna stendur sjómannskonan alein eins og strá í Framh. á 13. síSu. 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.