Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 3
NÝTT
KVENNABLAD
16. árgangur.
3. tbl. marz 1955.
IDrindi, flntt á kvenretti ndafiind i
22. nóv. 1951. ai TI1ERE81U (ÍVÐMIMÍSSOX
ÞaS er mín skoðun, að óviturlegt sé að aðgreina
um of skyldu konunnar og skyldu karlmannsins í
þjóðfélaginu. Ollum mönnum, körlum sem konum,
ber að reyna að gera það bezta úr þeim gáfum, sem
þeir hafa fengið í vöggugjöf og geta komið þeim
sjálfum og þjcðfclag'nu að gagni. Ég álít, að það hefði
verið mannfélaginu til góðs, ef konur hefðu starfað
meira út á við en raun ber vitni um, bæði fyrr og nú.
Það er fyrst og fremst móðurhlutverk konunnar,
sem hefur valdið því, að konur hafa orðið meira
bundnar við he’milið en karlmenn. Um það hlutverk
hefur marigt fagurt verið sagt og skrijaS, hins vegar
hefur löngum verið of lítið gert til þess að hægt Iiafi
verið fyrir mæðurnar að sinna starfi þessu eins og
skyldi.
Mig langar helzt til að mótmæla þeim fagurgala,
sem oft heyrist um það „háleita“ starf, sem móðirin
vinnur. Þær konur, sem háleitasta starfið vinna, og
hafa unnið, álít ég vera þær, sem afsala sér móður-
hlutverkinu til þess að vinna hinu hrjáða mannkyni
gagn. Ég nefni sem dæmi, Florence Nightingale, en
margar aðrar mætti nefna, þótt fæstar séu eins fræg-
ar og hún.
Móðurhlutverkið er flestum konum hugstætt. Að
sinna börnum sínum er rík náttúruhvöt lang flestum
konum, og þær eru hamingjusamastar við það starf.
En ekki skyldi vanmeta þýðingu þess fyrir þjóðfélagið.
Það er sannarlega mikilvægt starf að fæða og ala upp
hina komandi kynslóð. Umhyggia móðurinnar á fvrstu
árum æfinnar er bezta veganestið, sem barnið getur
fengið.
En þjóðfélagið, sem við lifum í, er ekki þannig
ski]iulagt, að konurnar geti sinnt því hlutverki eins og
vera skyldi. Margar mæður hafa ekki aðstæður til að
sleppa atvinnu sinni til þess að vera hjá börnunum.
Við því hefur heldur ekki verið amast, þvert á móti,
NÝTT KVENNABLAÐ
það hefur verið álitið nauðsynlegt, að fátækar ekkjur
eða einstæðingsmæöur hafi unnið utan heimilisins —
og oftast illa borguö störf — til að sjá börnum sín-
um fa borða. Þeir, sem horfa á slíkt í aðgeröarleysi,
eða jafnvel með velþóknun, æltu ekki að ásaka konur,
sem starfa utan heimilis og hafa góða heimilishjálp,
því börn þeirra eru vissulega betur stödd, en hin eft-
irlitslausu börn fátæku mæðranna. Þær hvatir, sem
leiða til slíkrar afstöðu, eru ekki góðar: Þjóðfélagiö
tímir ekki að greiða fátækum mæðrum mæðralaun,
hins vegar vilja menn ekki samkeppni kvenna um
vel launuð störf, — og þá fara þeir að hjala um hið
háleita móðurhlutverk!
Þjóðfclagið veitir nú konum möguleika til að starfá
utan heimilis í miklu ríkari mæli en fyrr á tímum.
Þær hafa aðgang að skólum, sem veita þeim menntun
á flestum sviðum, og maður skyldi ætla að hugmynd-
in væri ekki, að slík menntun skyldi vera „luxus“ —
þ.e.a.s. að konur, sem liafa fengið sérmenntun á ein-
hverju sviði, skyldu endilega þurfa að vera húsmæð-
ur, ef þær giftast og eignast böm. Heimilisstarfið er
miklu auðveldara nú en fyrr, framleiðsla fæðis og
klæða hefur að miklu leyti færst úr heimilinu, en
iSnaðurinn tekið við, og heimilisvélar gera húsverkin
léttari. Af því leiðir að ungu stúlkurnar eru nú ekki
lengur heimasætur, heldur stunda nám og leita sér
síðan atvinnu. Móðurhlutverkið er ekki heldur eins
erfitt og áður fyrr. Þá eignuöust flestar konur mörg
börn og misstu ósialdan mörg þeirra á barnsaldri. Nú
eiga konur færri börn. en lang flest þeirra ná fullorð-
ins aldri og eru hraustari og myndarlegri en börn
fortíðarinnar. Miklu starfi, mikilli sorg og áhyggjum,
hefur verið létt af mæSrunum, og er nú oft svo, að
konur milli fertugs og fimmtugs hafa lokiö móður-
hlutverki sínu.
Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga og einn-
1