Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 7
að skreyta kirkjuna svo fagurlega. Hún er þegar hálf- full af fólki, enda þótt sjálf líkfylgdin frá húskveðj- unni sé ókomin ennþá. Ég læðist upp á loft og tek mér sæti á fremsta bekk, fast við grindurnar. Þaðan hef ég góða yfirsýn vfir alla kirkjuna. Sorgarmarsinn dunar. Flokkur heldri manna, kjól- klæddra með hvítt hálslin bera kistuna inn kirkju- gólfið. En eftir kistunni ganga syrgjendurnir í skipu- legri röð, prúðbúið fólk, börn og harnabörn og tengda- börn, síðan koma þingmenn og ýmiskonar stórmenni. Kistan er skrautleg og blómum búin, svo að varla sér í hana, og auk J>ess eru bornir inn margir blómsveigar á stöng, og er þeim kirfilega raðað inni í kórnum, sjálfsagt eftir einhverjum reglum. — Þetta er stór- fengleg jarðarför með tilheyrandi pomp og pragt. Kirkjukórinn syngur tvo sálma með miklum glæsi- brag. Síðan tekur klerkur til máls og rekur lífsferil hins liðna merkismanns — og leggur út af orðurn postulans: — Frá honum og fyrir hann, og til hans eru allir hlutir. — Prestinum mælist vel. Ræða hans er krydduð orðs- kviðum, kjarnyrðum og ljóðaperlum. Nú syngur kórinn: Ég horfi yjir hafið. — Þax sé ég sólu fegri á súlum standa höll, af dýrð svo dásemlegri hún dxifin gulli er öll. Þar næst kemur fiðlari og leikur unaðsfagurt, við- kvæmt lag á fiðlu sína. Við tóna f.ðlunnar rennur á mig höfgi. Mér hefur víst liðið í brjóst og horfið hugur. Ég þykist sjá til himnaríkis. Höllin gullna gnæfir þarna í glóandi sólarljóma — og fyrir dyrum úti stendur Sankti-Pétur með stóra gull-lykilinn í hönd- unum. Iíann er nákvæmlega eins og ég hef séð hann á myndum og í leikritum, ef til vill er hann enn þá góð- mannlegri. Og skyndilega standa þau þarna hhð við hlið fyrir framan hann, Sveinn Jónsson, sveitarhöfðingi og al- þingismaður '— og hún Lauga gamla frændkona mín. Mér sýnist hún vera býsna niðurlút og uppburðarlítil. En Sveinn er aftur á móti gróflega hnarreistur, alveg eins og í lifanda lífi. En þótt undarlegt megi virðast, snýr postulinn fyrst máli sínu til Laugu og segir: — Hver ert þú kona góð? Lauga gamla ætlar alveg að hverfa niður í jörðina og kemur engu orði upp. Hún hefur líklega fengið of- birtu í augun af öllum þessum ljóma. En Sveinn sýslunefndarmaður og þingmaður kemur henni til hjálpar eins og vera ber — og eins og hans NÝTT KVENNABLAÐ var von og vísa. — Þetta er hún Geirlaug Ólafsdóttir frá Austurkoti í Selárhreppi. Hún er svo lrrædd um það vesalingurinn, að hún fái hér ekki inngöngu. Við hittumst hérna af tilviljun. Þér kannist eflaust við mig. Ég er Sveinn Jónsson oddviti sama hrepps, sýslunefnd- armaður, alþingismaður, formaður í fjárpestarnefnd, skömmtunarnefnd, sóknarnefndarmaður .... En Sankti Pétur horfir aðeins á Laugu. _— Nú ert það þú, Geirlaug. Ég kannast við þig. Þú hefur verið trú yfir litlu — og ég mun setja þig yfir meira. Gakk inn í fögnuð herra þíns. — En hvað þér viðvíkur, Sveinn, þá átt þú hér ekki heima. Þú hefur þverbrotið mörg af boðorðum meistarans. Þú hefur elskað mammon meira en liinn eina sanna guð, þú hefur drýgt hór og borið ljúgvitni. Syndaregistur þitt er ærið langt. Þú hefur verið úlfur í sauðargæru — og þú hlýtur að afplána syndir þínar, áður en þér verður veitt hér innganga. Ég sé, að Laugu gömlu frænku er ákaflega órótt. — Þetta getur ekki átt sér stað, góði Sankti-Pétur stynur hún loks upp. Hann Sveinn á Stóru-Strönd er orðlagður bændahöfðingi. Hann verður að komast inn á undan méi^. Ég kann hreint ekki við, að fara inn á undan honum. — Hér gilda önnur lög en á jarðríki, systir góð, segir Pétur. — Þú hefur einatt brotið brauð þitt í smátt og miðlað öðrum, af fátækt þinni, barði mönn- um og mállausum dýrum, og hýst minnsta bróðurinn og ekki rekið hann á dyr. Þú þekkir ekki einu sinni þína eigin verðleika. En guð lítur á hjartað — og auðmjúkt geð er honum þóknanlegt. En þú skalt ekki blanda þér í það, sem þér kemur ekki við. Þín bíður góð vistarvera, lambahjörð og fugla, kisur og seppar — og allt sem hjarta þitt helzt girnist. Hvað varðar þig um Svein Jónsson frá Stóru-Strönd? — Hann er náungi minn — hvíslar gamla frænd- kona mín — og um leið sé ég að hún verður bjartari, fegurri og unglegri, skínandi birta umlykur hana. Ég hrekk upp af dvalanum. Karlakór er tekinn að syngja: — Guð hæðst í hæð. — Ég á bágt með að átta mig og er dálítið utan við mig. Og þegar þjóðsöngurinn hefur verið sunginn að lok- um, og skrúðgangan er komin út úr kirkjunni, þá get ég einhvern veginn ekki fengið af mér að fara suður í kirkjugarð, eins og ég hafði ætlað mér, til þess að votta aðstandendum samúð mína. — Ég rölti góða stund um stræti og torg eins og í hálfgerðum draumi, en loks fer ég inn í blómasölubúð eina og kaupi lítinn, fagr- an vönd úr íslenzkum fjólum og fer með liann suður í Fossvogskirkjugarð til þess að leggja hann á nýorpna leiðið hennar Laugu gömlu frændkonu. 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.