Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 5
Skólahúsið er timburbygging, eins og raunar flestir skólar í Noregi, að minnsta kosti til sveita. En þótt það væri nokkurra áratuga gamalt, leit það vel út. Allt málað og auðsjáanlega vel við haldið, og um- gengni öll bin prýðilegasta. Skólastofur voru tvær, snotrar og vel búnar að áhöldum. I húsinu var einnig íbúð skólastjóra og kennara. En skammt frá var mynd- arlegt timburhús í smíðum, er átti að verða skólastjóra og kennaraíbúð, þegar fullbyggt væri. Við það myndi auðvitað sjálfur skólinn fá stórum aukið rými í gamla húsinu. Svíum-skóli er tvískiptur heimangönguskóli, og sóttu hann fast að 100 börnum í sveitinni þar í kring, sem mjög er þcttbýl á íslenzkan mælikvarða. Fannst mér ánægjulegt að fá þegar tækifæri til að komast lítið eitt í snerlingu við norska skólaæsku, og vissulcga varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var mynda.legur hópur. Börnin yfirleitt hraustleg og þroskalog, og hvorttveggja hlýlega og smekklega búin. Báru yfirleitt lítinn vott skorts og fátæktar. Á þeim tíma, sem ég átti eftir að dvelja í Noregi, komst ég að þeirri gleðilegu niðurstöðu, að merki harðréttis og allsleysis stríðsáranna væru að mestu máð burt úr ásýnd og öðru útliti fólksins. Það var yfirleitt vel á sig komið og vel klætt, jafnvel svo, að flestir virtust ganga í nýjum eða nýlegum fötum. Þjóðin var búin að „klæða sig upp“ eftir stríðið. Norðmenn sögðu líka sjálfir, að þeir hefðu aldrei búið við betri kjör, einkum hefði almenn velmegun aukizt m'kið tvö seinustu árin, og viðreisn á flestum sviðum hefur gengið fram með flughraða. Heil þorp og byggðarlög t.d. í Norður- Noregi, sem stríðið lagði að mestu í auðn, hafa risið upp aftur blómlegri en nokkru sinni, og glæsilegar stórbyggingar stigið upp af gömlum rústahrúgum eins og fuglinn Fönix forðum úr öskunni. Slíkur er við- reisnarmáttur menningarþjóðar, slíkur er græðimáttur lífsins. Ekki þar fyrir, að eflaust mun margur bera ennþá lítt gróin sár undir stakknum, en slíku er ekki almennt flíkað. Og um Þjóðverja voru Norðmenn yfirleitt ekki margorðir. En oft virtust mér viðbrögð þeirra, er þeim var gengið fram hjá minjum frá veru hins þýzka setu- liðs, eitthvað svipuð og okkar, þegar við komum á gamla slysastaði, sem óhugnanlegt reimleikaorð ligg- ur á. En snúum okkur nú aftur lítið eitt að Svíum-skóla. Þessa daga, sem ég dvaldi þar, hélzt alltaf hið fagra vetrarveður :bjartviðri og frost. Var þá oft allkalt í skólanum á morgnana, því að.hér var engin hitaveita, já, ekki einu sinni miðstöðvarupphitun. En ofnar voru í öllum herbergjum, skrautlegir, svartir, gljáfægðir NÝTT KVENNABLAÐ járnofnar, sem að „innréttingu“ voru nokkuð frá- brugðnir kolaofnunum, sem við þekkjum. Þessum ofn- um var heldur ekki ætlað að brenna kolum heldur viSi. Komst ég furðu fljótt upp á lag með að kveikja upp í ofninum hjá mér. Vandinn var ekki annar en að taka lítið eitt af þurrum næfrum og bréfi og leggja í eldhólfið, þar á ofan nokkra viðarbúta, bera því næst logandi eldspýtu að bréfinu, — og sjá, eftir skamma stund stóðu næfrarnir í björtu báli, sem fljótlega læsti sig í hinn viðinn, og eftir hálftíma var ofninn oiðinn funheitur, og hressandi og áfengur ilmur af brenn- andi viði fyllti vitin. Það var eitthvað annað en gamla móreykjarsvælan og kolastybban heima. Ekki að furða þótt Norðmaðurinn elski sína skóga og skáldin yrki um þá. Hvílík ótæmandi auðlind hafa þeir ekki verið þjóðinni bæði fyr og nú? Frá upphafi tilveru hennar hafa skógamir lagt henni til ótakmarkað efni til allra hennar bygginga, húsmuna oig tækja, og yljað svo íbúunum jafnt innra sem ytra með sínum snaik- andi og glampandi logum, og fyllt hús þeirra hress- andi ilmi, auk alls þess skjóls og margs konar yndis, sem lifandi skógur veitir. Og mér varð ósjálfrátt hugs- að heim til míns fátæka lands. Einn dag meðan ég var, skrapp ég inn í skólastofu til krakkanna og reyndi að segja þeim dálítið frá stóra eylandinu mínu, þar sem engir skógar voru til (á norskan mælikvarða). Aftur hafði það ótal heitar upp- sprettur og hveri. Það voru aftur mikil undur og auð- legð, sem þeirra eigið land átti ekki. Og ég held, að mér hafi þá fundizt landið mitt ekki heldur svo fá- tækt, þrátt fyrir skógleysið. Að viku liðinni kom kennslukonan við Svíum-skóla úr utanför sinni, og hélt skólasystir mín há aftur heim til sín — til æskustöðvanna — og ég með henni. Þar dvaldi ég fram að páskum. — Framh. IltN AMMA EB GBAHÆBÐ gí*;?- Hún litla Tóta bcr lokkað og gullið h&r. hann litli Stúfur cr rjóður á vanga og knár. En amma er gráhœrð með hrultkur um hrjúfa kinn og hjartað ríka en fátæka klæðnaðinn. Hjá ömmu er gaman að leika að legg og skel, Þá lífið brosir og gengur svo fjarska vel, og bezt að snúa til hennar með hugarhryggð. Hún hefur augu svo gömul og sálarskyggð. I»á kveður liún stundum svo hugljúf og lítil ljóð um litla sóley, er brosir við sólargióð og fiðrildið smáa, sem flýgur um loftið blátt með falicgu vængjanna, töfrandi bylgjuslátt. I. J. 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.