Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 10
Cu8rán frá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN Seinna þennan sama dag, þegar farið var að dimma, heyrði Sigga allt í einu dump, einhvers staðar langt í burtu. Hún hafði lcngi beð.ð eftir að heyra þetta hljóð. Höggin smá hækkuðu. Það var ekki um að villast. Þetta var í bátnum, sem pabbi hennar var á. Hún kallaði hástöfum á mömmu sína: „Nú hlýtur pabbi að vera að koma,“ en mamma hennar anzaði ekki sem ekki var von. Hún var að ná í mó með drengj- unum, en því hafði Sigga alveg gleymt í gleði sinni yfir að pabbi var að koma. Spegillinn gat sýnt henni bátinn, þegar hann stímaði inn í víkina og lagðist við bryggjuna. Meira sá hún ekki, því nú seig haustmyrkr- ið yfir. Hún beið í myrkrinu, því kveikt gat hún ekki. Loksins heyrðist umgangur frammi. Það var mamma hennar og drengirnir. Hún kallaði, að nú væri pabbi áreiðanlega kominn. Þá heyrði hún, að bræðurnir þutu út til að hlaupa á móti honum. Mikið áttu þeir 'gott, en hún lá hér og gat ekkí einu sinni kveikt ljós svo hún sæi á bókina, sem hún hafði verið að lesa í. Nokkru seinna kom svo sá, sem vonast var eftir. Nú fannst Siggu öllum erfiðleikum aflétt, þegar pabbi hennar kom inn á gólfið. Hann hafð: líka sælgæti meðferðis, sem alltaf var gott að smakka. Hún óskaði með sjálfri sér, að gæftirnar væru búnar, svo pabbi hennar gæti verið heima allan daginn. Hann segði henni áreiðan- lega sögur. En það var logn í marga daga. Hún sá sjaldan, þegar vélbáturinn, sem pabbi hennar var á, fór á sjóinn. Hann var vanalega farinn áður en full- bjart var orðið. En hún sá litla árabátinn hans Bensa, þegar honum var ró'ð hljóðlaust út víkina og kom svo aftur vanalega fyrir myrkur. Eftir nokkra daga komu kuldar og ógæftir. Þá dýpkaði fiskurinn á sér, og báturinn hans Bensa var settur af mörgum mönnum upp að bæjarveggnum í Bakkabúð. þar sem hann hafði alltaf staðið á veturna, svo lengi, sem Sigga mundi. Það voru líka komnar veturnætur með frosti og hríð- um. „Hvernig skyldi ég geta lært í vetur?“ spurði Sigga pabba sinn einn daginn .Þetta hafði verið um- hugsunar og áhyggjuefni langan tíma. „Þú lest bara það sem hinir krakkarnir þurfa að læra. Bína getur sagt þér, hvað þeim verður sett fyrir. Vertu ekki að kvíða því, 'góða mín,“ sagði hann. Kannski Bensi hjálpi þér við reikninginn. Hann hefur alltaf verið svo ágætur við þig.“ „En ég get ekki skrifað,“ sagði 8 Sigga. „Ekki þennan vetur, en það verður að hafa það,“ sagði hann. Nú var Andrés kennari kominn, og það átti að kenna í sömu stofunni og áður, en liann ætlaði hvorki að kaupa fæði hjá prófastinum eða leigja þar herbergi. Heldur ætlaði hann að verða hjá Þorbjörgu í Nausti til húsa og hafa þar fæði og náttúrlega þjónustu. Þetta hneykslaði nágranna Þorbjargar mikið, og reyndar alla Víkurbúa. Það voru náttúrlega tvö herbergi í Nausti, en Gréta í Móunum sagðist vera jafn viss um að þau andstyggðar hjú notuðu sömu sæng, og fing- urnir á sér væru líu. Hún þurfti alltaf að gera sér eitthvað til skammar sú manneskja. Andrés kom upp að Bjarnabæ á hverju kvöldi til að hlýða Siggu yfir og setja henni fyrir, það átti hún að læra næsta dag. „Það er svo sem ekkert ónotalegt fyrir hana, stelpu- angann, að geta lært þarna niður í hitanum." Dálítill munur eða hlaupa inn í Vík á hverjum degi, eins og hinir krakkarnir,“ sagði Gréta í Móunum einn dag- inn, þegar hún leit inn í Bjarnabæ, en nú var það ó- vanalegt að hún kæmi þangað. Henni var þungt í skapi við Jónas vegna þess, að hann leyfði ekki tvíburunum hennar að ólmast inni á kvöldin, eins og vanalega. En nú var henni sárkalt, var að koma innan úr Vík, dofin á höndum og fótum. Ekki var ómögulegt, að Signý ætti heitt á könnunni. Hún varð ekki fyrir vonbrigð- um. Kaffi var komið í pörin um leið og hún var setzt niður. „Það er nú eins og vant er að koma til þín, blessun:n,“ sagði hún af hjartanlegri vinsemd. „Þetta er nú meiri herjans kuldinn. Svei mér ef mig langar ekki að stinga höndum undir sængina hjá þér, Sigga mín. Og svo gengur kennarinn til þín á hverju kvöldi til að lilýða þér yfir. Þú varst svei mér heppin að hann skyldi flytja í nágrennið. Varla hefði hann nennt að rölta h:ngað svo oft, innan úr Vík. Þó maður viti ekki, hvað hann gerir fyrir Þorbjörgu vinkonu þína. Bölvuð tævan að vera búin að ná lionum á sitt vald, þessum almennilega manni.“ Jónas hafði komið inn á gólfið í endi ræðunnar. Hann kastaði kveðju á Grétu og bætti við með stríðnislegu glotti: „öfundarðu hana svona mikið af því að búa hjá honum?“ „Veiztu nokkuð um hvort þau búa saman?“ sagði Gréta snúðugt. „Nei, ég veit okkert um það, en þú ert viss um það, og víst flestar konur hér í Víkinni.“ „Aldrei hef ég víst saigt það við þig, en ég þýkist bara vita að þau hafi það svoleiðis, ólukku hjúin þau. Það er leið- inlegt að Andrés skyldi lenda hjá henni. Hann hefur verið svo góður við krakkana mína,“ sagði Gréta. „Heldurðu hún verði svo kaldlynd við hann í sæng- inni? spurði Jónas og hló. „Mér finnst þú getir varla NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.