Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 14
fríður í Bakkabúð var komin fram í sveit í kaupa vinnu. Svona voru fréttirnar, sem Sigga heyrði, þegar hún kom heim. Foreldrar hennar fóru rétt á eftir í sveitina til aS heyja handa kúnni. Þau fóru meS Munda litla og kúna með sér. Sigga fór að Nausti til Þor- bjargar. En nú fannst henni dauflegt í nágrenninu, þegar Bakkabúð og Bjarnabær voru í eyði. Þorbjörg vann flesta daga utan heimilis, en hún sá um að Sigga hefði alltaf nóg að gera í höndunum svo henni leidd- ist ekki. Stundum kom Gréta í Móunum að gluggan- um, þegar hún vissi að Þorbjörg var í vinnu. Bauð hún þá Siggu að koma upp eftir til sín, fyrst kerling- arálkan gæti aldrei verið við heimilið, hún hlyti að vera frá í leiðindum. En Sigga sagðist ekki finna til leiðinda og fór aldrei upp eftir. Hún þóttist vita, að Þorbjörgu myndi ekki falla það vel, ef hún færi að venja komur sínar til Grétu, því alltaf var jafn kalt á milli þeirra gömlu mágkvennanna. í gangnavikunni lifnaði svo yfir bæjunum. Jónas, Signý og báðir synir þeirra komu heim og Sigga flutti sig upp eftir. Daginn eftir var farið að rjúka í Bakka- búð. Hallfríður hafði komið heim í svarta mvrkri fcvöldið áður. Tveim dögum seinna var Bensi kominn. Hann kom að Bjamabæ strax og hann var búinn að heilsa mömmu sinni. „Þarna ert þú kominn úr síldinni, karlinn með alla vasa troðfulla af peningum," sagði Jónas. „Já, það er svo sem hægt að ná í peninga í síldinni,“ sagði Bensi, „en skemmtileg er hún ekki. Eg var búinn að lofa Birni á Sléttu því að fara í göngurnar fyrir hann. Til þess hef ég hlakkað í allt sumar. En ætlun mín er að bregða mér til Noregs í haust og verða þar í vetur, ef mamma hefur ekkert á móti því.“ Svona var nú Bensi stórhuga, hugsaði Sigga. Ætla að fara til annarra landa. Hún gat varla hugsað sér Bakkabúð og Tangann án Bensa. En svona fór nú samt, Hallfríði datt ekki í hug að hafa á móti því, að dreng- urinn gæti séð sig um í heiminum, þó hún kviði því að vera ein í bænum, að vetrinum til. Bensi kvaddi alla á Tanganum með mikilli vinsemd, en fáa Víkur- búa, aðeins Hannes gamla formann og prófastshjón- in. Hallfríöur fylgdi honum fram á bryggjuna. Þar beið hún þangað til drengurinn hennar var kominn um borð í stórt gufuskip, sem lá fram á höfninni. Hann tók ofan húfuna og veifaði til hennar. Hún vissi, að hann segði upphátt, þó enginn heyrði til hans: „Blessuð mamma, ég kem aftur!“ Hún þurrkaði tár- vot augun og gekk í hægðum sínum upp bryggjuna. Innan við annan búðargluggann stóð roskinn sveita- maður. Hann hafði fylgt þeim mæðginum með augun- unt lengi. Nú kom hann út og gekk á mó.ti henni. Þá Það er framall og góðnr siður, að merkja fötiu sín. — Getur líka verið til skrauts, t.d. í cinlit krakkalot. RÚLLUTERTA 250 g. smjr, 375 g. sykur, 4 egg 500 g. hveiti, iy2 dl. mjólk, 5 g. hjartarsalt eða 2 teskeiðar lyftiduft, vanillu- eða sítrónudr. Smjörið linað og hrært með sykrinum, eggjunum hrært sam- an við, srrátt og smátt. Þessu er hrært i hveitið ásamt mjólk- inni. Sé notað hjartarsalt, má leysa það upp í ögn af henni. Deigið er smurt á pappír, síðan bakað við góðan hita ljós- brúnt. (Þetta deig er á 4 plötur). Strax og botninn er bak- aður er losaður af honum pappirinn. (Hann er svo að segja laus, ef þetta deig er notað og smurð vel platan með feiti. — (Ekki pappírinn). Botninn er nú lagður á nýjan pappír, upp það sem niður snéri, og smurður yfir með góðri sultu, siðan látinn í ofninn aftur til að linast, og þegar hann er orðinn mjúkur er honum undið upp í rúllu. Þetta má gera með því að opna bakaraofn- inn og velta honum upp með því að taka í bréfið áður en piatan er alveg útdreginn. Eða gera það strax er platan er tekin út úr ofninum. Botninn vill hrökkva sundur ef hann kélnar nokkuð áður en honum er undið upp. Pappírnum má nú vefja fast að rúllunni, unz hún kólnar. Flórsykri sáldrað yfir. bar þar að samsveitamann. Hann heilsaði bóndanum hátt: „Góðan daginn, Bárður!“ Þá leit Hallfríður upp og hraðaði sér burtu. Þennan mann kærði hún sig ekkcrt um að hitta. Það var Bárður á Fjalli, faðir Bensa. Framh. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.