Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 12
Samt hélt hún svolítið upp á daginn. Bauð nágranna- konunum og Jónu systur sinni til kaffidrykkju. Jónas var á sjónum eins og vanalega. Jóna skimaði innan um baðstofuna, því það var orðið langt síðan hún hafði komið lengra en í eldhús- ið. „Það er nú meira gjafabarnið, sem þú ert Sigga mín,“ sagði hún, þegar hún sá að frænka hennar var í Öllu nýju. „En heldur vildi ég nú eiga mína stelpu hrausta og spræka komna fram í sveit í kaupavinnu og vinnur þar fyrir fötum utan á sig. En svo vonar maður nú að þetta silist nú eitthvað í þá átt fyrir þér, vesalings stelpan, en mikið ertu nú föl og bjálfaleg.“ Konurnar litu hver á aðra og þótti nóg um ónærgætn- ina í talj frænkunnar. Þorbjörg í Nausti tók því ekki þegjandi." Það er mikið að þú skulir finna það hvers virði það er að vera heilbrigður," hagði hún. „Satt að segja bjóst ég ekki við svo nbklu af þér.“ Jóna svaraði af gremju og sagði: „Það er áreiðanlegt að ég finn að það er ólíkt mitt hlutskipti eða Signýjar systur minnar.“ „Það hefur mörg konan lakari ástæður en hún,“ sagði Þorbjörg. „Þó þetta kæmi fyrir er það að verða búið. Sigga mín fer nú að hressast. Þá fara þau að hafa það gott. Hún á þó alltaf duglegan mann, en þú átt engan. Við finnum hvers virði þeir eru, sem hírustum einar.“ Hún brosti glettnislega í lok ræð- unnar. „Já það skulum v:ð nú ætla að það sé einhvers virði,“ sagði Jóna og leit útundan sér til Grétu í Móun- um. Þær hugsuðu báðar það sama, en hvorug vogaði að tala það, að Þorbjörg væri víst á góðum vegi með að bæta sér upp þá fátækt. Daginn eftir fór Sigga suður fyrir bæ og sat þar í glaða sólskininu. Mikið var nú dásamlegt að kom- ast út undir bert loft og anda að sér heilnæmu sjávarloftinu og horfa á þennan víða gamalkunna sjóndeildarhring. Talsverður munur eða mjóa röndin, sem spegilBnn var vanur að sýna henni. Götuna inn með brekkunni, þó hún ætti til mörg svipbrigði, og Víkurhúsin í allt of mikilli fjarlægð. Henni fannst heimurinn dásamlegur og gaman að eiga góða for- eldra og von um að verða heilbrigð aftur. En hún mátti ekki vera lengi á fótum. Það hafði læknirinn sagt. En nú gat hún setið uppi í rúminu og skrifað. Hún var búin að hugsa sér að reyna að skrifa eins vel og Bína í Móunum, sem Gréta ól sífellt á að skrif- aði svo vel. Á þr'ðja degi, þegar hún kom út mætti henni svöl hafgola í dyrunum. Hún gæti samt setið sunnan und- ir í skjólinu. Þarna komu kaupmannssynirnir og Ragn- ar innan götuna. Skyldu þeir bjóða bana velkomna á fætur eins og allir, sem sáu hana, meira að segja pró- faststrákarnir. En þeir bara hlógu illkvittnislega sín Dóttir Goðmundar kongs Þœr tóku á móti gestum í gömlum hildarsögum og gengu betur fram í því en jafnvel nú á dögum. Á Glœsivöllum dóttirin mátti af miklu taka og meiri var hún öðrum í því að elska og vaka. Af silfurkerum drukkið, sem bezt hún gestinn gladdi — en greip svo úr 'onum augun, þegar hann kvaddi. Hún greip úr 'onuiji augun — hún var heiðin kona, en hann var blindur upp frá þeirri stundu. Hún hafði ei lœrt að fóma og fer þá ekki svona. fœstir vita nokkru sinni hvað þau heitum bundu. „Það glettnasta við augun," sagð' hin káta konungsdóttir „Þœr kveldcjast! Nú sjá hinar skín' í bleikar augnatóttir.” G.St. á milli og hún heyrði þá segja: „Nei, sko hvar Sigga „lúpa“ er komin á kreik!“ Þetta var gamla uppnefnið, sem þeir gáfu henni, þegar þeir voru að hrekkja hana og Jóa litla í fjörusandinum. Henni vöknaði um augu, þegar hún minntist þeirra tíma. Hún flýtti sér inn aftur. Henni fannst golan hálfu kaldari en áður. Heim- urinn var víst svipaður og hann var áður. Bezt að sjá hann gegnum gler. Út um gluggann var hann fallegur, þegar sólin ske’n á smágerðu öldufaldana á víkinni, en litla, hlýja baðstofan lilýfði henni við norðan- nepjunni. Strákarnir voru komnir alla leið að sætinu hennar fyrir sunnan bæinn. Líklega hefðu þeir ætlað að stríða henni eitthvað. Ragnar gaf henni langt nef, þeg- ar hann sá hana innan við gluggann. Svo sparkaði hann í kassann, sem hún hafði setið á. Kassinn hentist eitthvað í burtu. Hinir strákarnir hlógu, svo hvítar tennurnar sáust langt til. Svo fóru þeir, þessir ógerðar- strákar. Sigga óskaði þess, að þeir kæmu aldrei aftur. Sigga fann að hún hresstist með degi hverjum. Hún NÝTT KVENNáBLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.