Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 13
fór að elda matinn og hita kaffið fyrri mömmu sína og gera margt fleira henni til þæginda. Þegar veðrið var gott, og hún hafði ekkert að gera, sat hún venju- lega niður á bakkanum hjá bænum hennar Hallfríðar og hans Benesa og horfði á hvernig öldurnar léku sér að að gera sandinn sléttan og fallegan aðra stundina, en sleiktu hann burtu hina. Þarna hafði aumingja Jói litli haft gaman af að sitja. Henni fundust það ljúfar minningar, þegar þær höfðu setið þarna með litlu drengina, hún og Bína í Móunum. Hér eftir léku þær sér aldrei saman. Bína var orðin stór og dugleg stelpa, sem vann með mömmu sinni á reitunum og hjálpaði henni líka heima. Gréta hafði svo þungt heimili, sjömannafjölskyldu, þó var hún alltaf svo kát. Bara að mamma Siggu væri eins létt í lund. Hún var sjálfsagt svona dauf og þreytuleg vegna þess að Jói litli var aumingi og elzta barnið hennar heilsulaus vesalingur. Náttúrlega var það þessvegna. Það kom e'kki ósjaldan fyrir á reitunum að konurn- ar hristu höfuðið hver til annarrar með meðaumkv- unarsvip og sögðu: „Mik'ð er nú að sjá aumingja stráið hana Signýju amstra þetta með drengina, en þessi dóttir hennar gengur alltaf upp á búin heirn við bæ og snertir ekki á nokkru viki. Skal það eiga að ganga svo til hér eftir.“ ,.Það megið þið vera handvissar um, að hún verður aldrei látin snerta á verki,“ sagð: Jóna frænka, ,.enda verður þetta aldrei nein manneskja, það hljótiö þið allar að sjá. Ég vrit það, að hún gæti staðið innan í henni Sigríði frænku sinni, dóttur minni. Það er þó ekki nema tveggja ára aldursmunur. Það er nú efni- legur unglingur. Þvílíkur þroski!“ „Það er nú ekki alltaf duglegra þetta stóra fólk,“ sagði Anna á Mýri, sem var minnst af öllum konunum, sem á reitunum unnu. Svo veik hún sér að Signýju og spurði hana, hvort hún héldi að það gerði telpuang- anum nokkuð til þó hún hjálpaði til á reitunum. „Það er nú einmitt það sem mér dettur ekki í hug að lá*a hana gera. Læknirinn sagði, að hún mætti ekki vinna neina erfiðisvinnu í sumar. Kannske lengur,“ sagði Signý. „Manni þykir nú vænna en svo um að sjá hana ganga eins og hvert annað barn, að leikur sé gerður til þess, að hún fari eins aftur.“ „Það verður sjálfsagt svo, Nýja mín,“ flýlti Jóna sér að segja áður en nokkur hinna gæti komizt að. „Þú færð að þræla undir Iienni, hver veit hvað lengi. Þú þorir ekki annað fyrir karlskepnunni! En hvað iþessir læknar segja gef ég nú ekki mikiö fyrir. Þeir þekkja lítið hvað það er, að þurfa aö þræla og vinna. Það eru ekki allir hálaunaðir eins og þeir!“ Þessari ræðu anzaði engin. — Konan frá Brekku, systir Jónasar kom að sækja Tryggva frænda hennar. Henni þótti Sigga föl og mögur og sagðist koma seinna með hest handa henni. Hún yrði að fá skyr og rjóma svo hún hjarnaði ofurlítið. Signý hafði ekkert á móti því, þó Sigga gerði margt fyrir hana innanbæjar. Allt var tilvinnandi að hún hresstist. Strax og færafiskurinn kom á grunnmiðin setti Bensi bátinn ofan og réri hvern dag með Hannesi for- manni, festi bátinn svo viö bryggjuna eins og áöur, þegar að landi kom, hálfkvíðandi þó í fyrstu. En nú kom ekkert fyrir. Fínu strákarnir létu lítið yfir sér þetta vor. Mest að þeir gæfu Bensa „langt nef,“ þegar hann gekk fram hjá þeim, eða þeir kölluðu til hans: „Það liggur víst vel á útgerðarmanninum núna.“ Vanalega svaraði hann í sama tón, án þess að líta við þeim: „Talsvert betur en á landkröbbum og iðjuleys- ingjum.“ Það mátti nú segja, að Bensi var orðinn stilltur, sögðu Víkurbúar. Hann hlaut nú líka að vera þreyttur. Þetta var nú ekki nema unglingur um fermingu, þó hann væri stór og hann kærði sig sjálfsagt ekkert um að fara í illindi við strákana. Varla leið svo nokkurt kvöld, að gamli prófasturinn sæist ekki staulast fram á bryggjuna til að sjá með eigin augum, að báturinn vaggaði sér á sama stað og gekk svo talsvert kvikari í spori heim aftur. Því ertu alltaf að gæta að bátnum, afi?“ sögðu drengir hans einu sinni. „Þetta má ekki koma fyrir aftur — ekki oftar en einu sinni, svaraði hann. „Það var synd og skömm að þetta skyldi koma fyrir í fyrra. — Skömm fyrir kaupstaðinn. Hvenær fer Ragnar í sveitina?“ Á honum hafði hann versta álitiö. „Hann fer nú víst á morgun,“ svöruðu þeir. „Jæja, þá er þó einum færri,“ sagö; prófasturinn. „Það verður að gæta að því, að Bensi er duglegur piltur, sem er að vinna fyrir móður sinni. Hann er öðru vísi en þeir drengir ,sem ekki hafa hug á öðru en leika sér, hversu gamlir sem þeir eru.“ Bræðurnir sögðu: „Já, já,“ vlð ræðunni og urðu hálf sneyptir á svipinn. Siálfsagt voru það þeir, sem liann átti við. Þeir voru báðir eldri en Bensi, en gerðu þó aldrei neitt. Sigga var í sveitinni í mánuð. Kom aftur feit og sælleg. Það voru svo sem talsverðar breytingar orðnar heima í Víkinni síðan hún fór. Bensi var farinn í síld- ina á Siglufirði með Andrési kennara. Þar átti nú að rífa upp enn meiri peninga en hann hafði fengið með því að róa á bátnum. Hannes gamli formaður réri meS Kjartani í Móunum. Það var víst ekki svo lítið, sem hann var búinn að leggja inn, strákurinn sá. Allt var það Bensa að þakka. Hann hafði boðið honum báts- rúmið, og nú blessaði Gréta hann í hverju orði. Hall- NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.