Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 15
Athugasemd Nýlega barst mér í hendur Nýtt kvennablað 1. tbl. þ. á. Byrjar það á stuttri grein, sem heitir „Áramót,“ og þar sem sú grein er nafnlaus, sný ég máli mínu til ritstjóra og ábyrgðarmanns blaðs:ns. ltg get ekki stillt mig um að gera nokkra athugasemd við grein þessa, því þó hún sé stutt, er hún svo full af ósanngirni og ömurlegum hugsunarhætti, að mér finnst ég ekki geta látið vera að svara henni lítið e:'tt. Þar er fvrst vitnað í áramótaræðu forsætisráðherra, minnst á dýrtið, kaup- kröfur og skattamál o.fl. og svo kemur þessi gáfulaga klama: „Sá sem vinnur vel ætti að hafa meira en til hnífs og skeiðar, en ekki að vera sá háttur á, að tekið sé í skatta mikill hluti tekna hans.“ Og enn bætir greinarhöfundur við: „Sá sem minna aflar verður óum- jlýjanlcf'a oð búa viS lakari aftstœ'Sur. Hitt er að taka brauSiS frá börunum og kasta |)ví fyrir hundana að láta letingia og li'Sleskjur fá styrki til að róa í spikinu, meðan hinn sanni maður er rúinn sínum sanna metn- aði.“ Hvílík dæmalaus lífsspekM!! Hefur greinarhöf. gert sér í lnmarlund, hvílíkt regindjúp mannvonzktt og mannfvrirlitningar liggur bak við bessi orð. ef hau eru í alvöru sögð og ætti að framfylgia þeim? Í!g held ekki. Til hvers er há öll líknarstarfsemi. ef þeir sem lakar verða úti í h'fsbarnttunni eiga að fá í næði að búa við sín erfiðu kiör? Hvers vegna leggur Vetrar- hjálpin í Rvík, Mæðrastvrksnefnd o.fl. h'knarstofnanir á sig mik:ð erfiði og fyrirhöfn árlega til að gleð:a þá fátæku og hlvnna að þeim, sem hágt eiara. ef bað er „óumflýianlegt,“ að þeir búi við sínar erfiðu ástæður. Nei sem betur fer á þessi skoðun áreiðanlega ekki marga áhangendur, og það er grátlegt að svona svart afturhald skub skióta upp kollinum á miðri 20. öld- inni. þeirri miklu framfara- og menningaröld. Þrátt fyrri alla annmarka heimsmenningarinnar og marg- háttað bjóðfélagsböl, er sem betur fer að verða æ fleiri og fjölmennari þær raddir, sem vilia iafna kiör mann- anna, og vinna markvisst að því, en ekki veita beim ríku óskorað frelsi til að raka saman auði. með öllu móti, án till-ts til þeirra er lakari aðstæður hafa. Það virðist gefið í skvn í grein’nni, að bað séu alltaf „let- ingiar og liðleskjur,“ sem við erfið lífskiör eiga að búa. En ég spyr, er ekki mangur fátækur fjölskvldu- maður. sem dag hvern vinnur baki brotnu, til að siá sér og sínum farborða, en hrekkur þó tæplega til, eða })eir, sem missa heilsuna og af öðrum óviðráðanlegum ástæðum ekki geta séð fyrir sér og sínum? Konur, sem missa menn sína á bezta aldri frá fleiri eða færri börnum, en reyna þó að brjótast áfram til að koma börnum sínum til varanlegs þroska? Á allt þetta fólk að* líða fyrir það að það hefur lent skuggamegin í líf- inu? Ég segi nei og aftur nei. Og tryggingarlöggjöfin, það mikla mannúðarmál er líka sett fyrst og fremst til að bæta kjör þessa fólks. Þó mangt megi að henni finna, og hún sé ekki fullkomin fremur en önnur manna verk, eiga þeir, sem því máli hrundu af stað, þökk og heiður alþjóðar skilið fvrir þau lög. Greinar- höf. finnst það að taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hundana að láta „letingja og liðleskjur“ fá styrki. Mér sk'lst hún meini hér aðallega barnalífeyr- ir, kemur hér enn fram sú skynsamlega hugsun. að engir nema „letingjar og liðleskjur“ geti verið fátæk- ir. Veit þá ekki greinarhöf., að allir, jafnt ríkir og fátækir, fá þann styrk, barnalífeyri, og svo óttast hún að fullvinnandi menn leggist í leti og iðjulevsi til þess að tekjurnar verði minni, svo þeir geti að einhverju leyti losnað við skatta. Þetta finnst mér vægast sagt, bera vott um sjúklegt sálarástand. Þar held ég, að sé að finna þá réttu „letingja og liðleskjur", sem þann hugsunarhátt hafa, ef þeir menn annars eru til. Er ekki orðið nokkuð mikið um þann hugsunarhált hjá okkar kynslóð að reyna að afla sem mest án mikillar vinnu, komast í ])ær stöður, sem vel eru launaðar, án þess mikið erfiði fylgi, og úr því greinarhöf. minnist á „þegnskap" finnst mér þeir ríku sýndu mestan l>egn- skap í því að borga möiglunarlaust lögboðna skatta, til þess ef liægt væri að iafna ögn metin milli þeirra ríku og snauðu. En ég tek fúslega undir niðurlagsorð grein- arinnar: „n ður með dýrtíðina!“ Þar ætti öll þjóðin að legg-ast á eitt, einkum valdhafarnir, og revna að finna ráð til að hrinda þeim ófögnuði af sér. Margt fleira mætti um þetta greinarkorn segja, enda þykir mér líklegt að fleiri en ég verði til að andmæla henni. Og að síðustu þetta, ættum við ekki öll að hafa hug- fast og reyna að breyta eftir gullvægu reglunni meist- arans mikla: „Allt sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér oig þeim gera.“ Gilsá í Bre Sdal 4. marz 1955, Þorbjörg R. Pálsdóttir. Þó ábyrgðarm. Nýs kvennablaðs sé í grein þessari sakaSur um svart afturhald, vill blaSiS sýna það frjálslyndi aS birta hana. Þeir, sem gefa sér tima til aS lesa „Árarnót" í 1. tbl. þ. árs munu sjá, aS hún er aS miklu leyti á misskilningi byggtS. 1-essa vfsnaparta lictur ein aí kaúpcndum blaðsins beðið ykk- ur að botna: Sízt má brcsta lirek og bor, begar mest ii reynir. JUetorð, völd og mammon þrá menn, og f jöldl kvenna. NÝTT KVENNABLAÐ • AfgrciSsla: Fjölnisveg 7 í Reykjt víh - Sími 2740 • Ritstj. og ábm.: Gudrún Slcfánsd. - Borgarprent

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.