Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 11
öfundað hana, þar sem þú hefur manninn hjá þér á hverri nóttu, en hún hefur hírst ein í möng ár.“ „Það er nú meiri kætin í þér, aldrei þessu vant,“ sagði Gréta. En ég fer nú nærri um, hvað Þorbjörg í Nausti er góð í sér. Varla er ég búin að gleyma því, hvernig hún var við hann bróður minn, gribban sú.“ Jónas hló enn meira.“ Hann var nú hreint ekki fyrsta flokks eig- inmaður, þó hann væri bróðir þinn. Það eru nú víst fáar konur mjög elskulegar, þegar karlmennirnir fara að taka stelpugopa fram yfir þær, sem eru mörgum sinnum leiðuilegri en þær.“ „Ég býst ekki við að neinn hafi undrað sig á því eða láð honum það, nema ef það hefur verið þú,“ sagði Gréta blóðrauð af gremju. IJún þakkaði Signýju fyrir kaffið með kossi og snaraðist út án þess að kveðja feðginin. „Það er ekki hægt að segja, að þú sért neitt sérlega kurteis við gesti þína,“ sagði Signý. „Ég hef svo gaman af að sjá hvað hún er fljót að reiðast,“ sagði Jónas. Siggu fannst það líka gaman, fyrst pabbi hennar sagði það. Tíminn leið, þó hægt færi og dagarnir væru dimmir og langir. Á jólunum komu smágjafir til litlu rúm- liggjandi stúlkunnar í Bjarnabæ. Nú kom ekki Þor- björg í Nausti með nýjan kjól, slíkt var þýðingarlítið, heldur fallega bók með smásögum og myndum. Andrés kennari gaf henni sálmabók. Hún var eina barnið, sem hann gaf jólagjöf. Svona voru allir góðir við hana. Bensi kom með fallegan saumakassa. í honum var lítil fingurbjörg, margar mislitar tvinnahnotur og lítil skæri. Svo var spegill í lokinu. Þetta var nú meira gersemið. Jcnas sagði honum, að það mætti aldrei gefa vini eða vinkonu eggjárn, þá slitnaði vinskapurinn. Það hafði Bensi aldrei heyrt áður. „Heldur tek ég skærin úr kassanum, en við Sigga hættum að verða vinir,“ sagði hann. „En þau eru ó- sköp falleg,“ sagði Sigga. „Þetta er heldur ekkert annað en hjátrú,“ sagði Signý og skærin lágu kyrr í kassanum. Þetta urðu fjarska skemmtileg jól. Bensi sat oft við rúmið hennar Siggu litlu og spilaði við hana. Eftir nýárið fór sá tími að verða lengri, sem spegillinn gat stytt henni stundir. Hún vonaði að veturinn yrði ekki mjög lengi að líða. Seint um veturinn kom læknir í Víkina. Hann var beðinn að koma út að Bjarnabæ og líta á Siggu. Hún kveið fyrir að heyra hvað hann segði. Hann lét vel yfir batanum. Hún þyrfti áreiðanlega ekki að liggja lengur en árið, en hún mætti ekki vinna neina erfiðisvinnu fyrst um sinn. Líklega ékki næsta sumar. Enginn hafði búizt við svona góðu. Þetta vor var Bensi fermdur. Spegillinn sýndi Siggu hann, þar sem hann gekk prúðbúinn við hlið mömmu sinnar til kirkjunnar. Hallfríður var með nýtt sjal með silkikögri og glansandi silkisvuntu. Jónas hafði fengið Siggu ljóðabók í skrautbandi til að gefa Bensa. Hún gerði það, þegar hann kom irin að rúminu til hennar og sýndi henni sparifötin sín. Siggu fannst hann dásamlega fallegur piltur. Hann var líka orðinn svo stilltur, að nú heyrðust aldrei neinar erjur milli hans og fínu strákanna. Allt var það þakkað Andrési kennara. Það var haldin mikil fermingarveizla í Bakka- búð þennan dag. Prófasturinn og frúin komu úteftir, öllum til mikillar undrunar, því alltaf voru dren'gir prófastsins lægri en Bensi á vorprófunum, en þau létu það hvorki sjást eða heyrast, að þau tækju sér það nærri. Frúin kom inn á gólfið til Siggu litlu og gaf henni sukkulaði og brjóstsykur. Gréta í Móunum sagð’, að Andrés kennari væri einkennilegur maður að láta ekki prófastsdrengina vera efsta. Annað væri með kaupmannsstrákana, því það vissu allir, að þeir nenntu aldrei að læra. Og svo sætu þau við sama borð, hann og Þorbjörg og prófasturinn og frúin. Það fannst henni allt of mikil jafnaðarmennska. Vorið var lengi að líða. Sigga taldi dagana þangað til hún mætti fara að klæða sig. Það var um tíundu helgina. Það var oft kalt 013 Sigga kenndi í brjósti um mömmu sína, sem vann úti við fiskþvott og breiðslu með litlu bræðrunum. Hún bauð henni oft að koma og verma sig undir sæng’nni hjá sér, því þar var alltaf hlýtt, en Signý sagði vanalega, að sér væri hreint ekki mjög kalt. Maður reyndi nú oftast að vinna sér til hita. Bræður hennar báru litlu lömb:n inn að stokknum til hennar svo hún 'gæti séð hvað þau væru stór og falleg. Það gerðu tvíburarnir í Móunum lika. Siggu fundust allir menn í Víkinni vera góðir. Loks kom sá langþráði dagur, sunnudagurinn í ní- undu viku sumars. Það var afmælisdagur mömmu hennar. Mamma klæddi hana eins og smákrakka í nýjan alfatnað, sem henni hafði verið sendur. Pró- fastsfrúin sendi gráa strigaskó svo fallega og létta. Sigga hafði aldrei átt nema íslenzka skó, nema spari- skóna, sem voru úr leðri og burstaðir. Öðruvísi skór þekktust ekki á þeim árum. Þorbjörg kom með ullar- nærföt. Hallfriður með kjól og peysu. Þær voru bún- ar að taka ráð sín saman um, að hún skyldi fara í hverj'a spjör nýja. Þvílíkur hátíðisdagur. Mamma henn- ar leiddi hana fyrstu sporin í annað sinn á hennar stuttu ævi. En svipur hennar var ólíkt dauflegri en í fyrra skiptið. Þá var sæla og von í hverri hugsun, nú grúfði vonleysisskuggi yfir, að þessi vesalingur yrði aldrei annað en heilsulaust barn, aldrei vinnufær. NtTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.