Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.03.1955, Blaðsíða 6
Margrét JónsdóUir: TVær jarðarfarlr Hún Lauga frændkona er dáin, og ég ætla að fylgja henni til grafar. ÞaS á að jarða hana klukkan tíu fyrir hádegi. Ofurlítið óvenjulegur tírai. En lífiS hennar Laugu sálugu var líka kannske ofboSlítið óvenjulegt. ESa var þaS bara rétt eins og gerist og gengur fyrir þeim, sem alltaf eiga í basli og oftast fara halloka? ÞaS er hásumar. Ég lít út um gluggann og geispa. Allra bezta veSur úti. Nú, jæja. Hún fær þá aS minnsta kosti gott í gröfina kerlingaranginn. Engurri er alls varnaS. — En eftir á aS hyggja. Það skyldi þó ekki vera, að hún nyti í þetta skipti sýslunefndar- mannsins, oddvitans og þingmannsins, sem líka á að bera til moldar í dag? Hann verður jarðsunginn kl. hálf tvö í dag, á skaplegum og kristilegum tíma, og ég hlýt einnig að vera þar við, til að votta honum virð- ingu mína og síðustu samúð. Leitt er að þurfa að eyða þessum sólbjarta sumardegi í tvær jarðarfarir. En ekki tjáir að deila við dómarann, og hálfgerð skömm er líka að telja þetta eftir — sem gert er í allra síð- asta sinni. Lauga gamla, eða nánar til orða tekið, Geirlaug Ólafsdóttir hefur undanfarin ár verið sjúklingur á Elliheimilinu í Rvík. Við vorum að þiiðja og fjórða að frændsemi, svo að skyldleikinn var ekki mikill. Lauga bjó einu sinni eða hokraði með karli sínum á kotbæ einum á Norðurlandi. Þau voru samt aldrei pússuð saman af presti. En það gerði víst ekki svo mikinn mun, því að þrjú börn eignuðust þau. Voru tvö þeirra dáin, og eitt fór til Vesturálfu heims — og var nú týnt og tröllum gef.'ð, ef svo má segja, og hafði þó verið hin vænsta mey. Karlinn hennar Laugu var líka kominn undir græna torfu fyrir löngu — og hún hafði einhvern veginn borizt suður, alla leið suður til sjálfrar Reykjavíkur. Líklega kom hún í fyrstu til þess að leita sér lækninga, en ílentist hér og vann fyrir sér með þvottum, þjónustubrögðum og þess kon- ar í allmörg ár, og átti hér engan að, fáa kunningja og örfá skyldmenni. Hún var borin í dómkirkjuna. Fáeinar hræður, áreiðanlega undir tuttugu manns, voru í kirkjunni, er ég kom þar inn. Ég held, að ég hafi aldrei verið við svo fámenna jarðarför. Hvít líkkista, skrautlaus stendur á kórgólfinu. Of- urlítill sveigur úr gerviblómum er á lokinu. Einhverj- 4 ar kunningjakonur hinnar látnu hafa sjálfsagt skotið saman og keypt þennan fátæklega krans, eða kannske hefur forstöðukona Elliheimilisins gefið hann, fundist kistan snauð alveg blómalaus. — Því örbirgð nær út yfir dauðann — segir skáldið. Þetta gekk allt saman fljótt og vel og snurðulaust. Fáein sálmavers eru sungin. Ég get ekki séð nema tvær manneskjur á söngpallinum, karl og konu. En þau syngja bæði vel og snjallt, það er allt í lagi. Presturinn flytur dálítinn ræðustúf. Hann nefnir nafn hinnar dánu og getur um heimilið, þar sem hún ólst upp — og einnig hitt, sem hún hokraði á og ól börn sín. Annars er flest ,er hann segir, eintóm vit- leysa. Ilann hefur auðsjáanlega ekki fengið góðar upplýsingar. Hann talar miklð um, hve vel hún hafi borið sjúkdómsböl sitt. En þetta er ekki rétt. Hún yfir- bugaðist einmitt að lokum og var mjög erfið og óró- leg í banalegunni. Hann minnist varla á börnin henn- ar, hvorki stúlkuna, sem fór til Ameríku — og móðirin hefur engar spurnir haft af árum saman, né heldur drenginn, sem varð úti skammt frá bænum þeirra. Sjálfsagt veit hann ekki um þetta. — Lauga fór sjálf að leita hans í hríðinni. Öðrum var ekki til að dreifa. Og hún fann hann og bar hann helfrosinn heim í bæjarkytruna. Karlinn hennar lá þá veikur, og kotið var afskekkt. Hún varð sjálf að fara til næsta bæjar, til þess að segja frá slysinu. Þetta var í raun og veru hetjudáð, sem fáar konur hefðu leikið eftir. Ekki gat prestur'nn heldur um það, hver einstakur dýravinur Geirlaug heitin hafði verið — eða hve brjóstgóð hún var og hjálpsöm við þá, sem bágt áttu, ef hún gat einhverju miðlað og var nokkurs megnug. En þetta gerði vissulega ekkert til. Ræðan var mjög stutt — og presturinn bað fallega fyrir sál Geirlaugar og fyrir okkur öllum, sem fylgdum henni til grafar. Ég fór suður í Fossvog og horfði á, meðan prestur- inn kastaði rekunum. — Af jörðu skaltu aftur upp rísa — sagði hann. — Síðan kom hann til mín og tók vingjarnlega í hönd mér. Áleit víst, að ég væri ná- komnasti ættingi, sem viðstaddur var. Þá var þessu lokið. Ég flýtti mér heim til þess að fá mér eitthvað í svanginn — og svo af stað að nýju niður í dómkirkju. Það hefur hvesst ofurlítið upp úr hádeginu. Sólar- móðan, sem áður hvíldi yfir bænum, er horfin. En veðrið er áfram blítt og hlýtt, sólblik á sundunum, eyjarnar broshýrar, og Esjan skartar í ljósbláa möttl- inum. Það liggur við, að mér verði hálf hverft við, er ég kem inn í kirkjuna. Inni í kórnum glitrar allt í blóma- skrúði. Mig furðar á, hve stuttan tíma það hefur tekið, NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.