Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Öllu lokið? Í háskólaþorpinu ræða menn efnahagsmálin á kaffistofunni Hámu – eins og eflaust víðast hvar annars staðar. Í glugga bóksölu stúdenta stendur bók og spurning hvort titill hennar vísar til ástandsins á landinu okkar bláa: Game over. Ætli öllu sé lokið fyrir Íslendingum eða á þjóðin sér viðreisnar von með dugnaði þeim og bjartsýni sem hefur einkennt hana í gegnum tíðina? Eggert 1. SEPTEMBER nk. verða 70 ár liðin frá upphafi eins af hörmu- legustu atburðum heimssögunnar – seinni heimsstyrjaldarinnar. Að tala um þá atburði sem áttu sér stað á þessum löngu sex árum skelfir hjarta hvers manns. Í þeim hörm- ungum sem þjóðir Sov- étríkjanna og annarra bandamanna þurftu að upplifa komu fram mörg dæmi um mikilleik mannsandans, hetjuskap, mannúð og þjóðrækni. Seinni heimsstyrjöldin var ekki einungis bardagi ólíkra hug- myndafræðikerfa heldur orrusta milli tveggja andstæðra og ósætt- anlegra viðhorfa til tilveru mann- kynsins. Í fyrsta skipti í sögunni snerist barátta um líf heilla þjóða. Gasklefar í Auschwitz, Maidanek, Treblinka, líkbrennsluhús í Dachau, Buchenwald og öðrum dauðabúðum voru skýr dæmi um þá framtíð sem nasistar voru að undirbúa fyrir heiminn. Að undanförnu hefur gildi fram- lags Sovétríkjanna í baráttunni gegn herjum Þriðja ríkisins því miður ver- ið dregið í efa í sumum löndum. M.a. hefur borið á tilraunum til sögulegra rangfærslna þar sem Sovétríkjunum er kennt um stríðið í sama mæli og Þýskalandi Hitlers. Ályktun þing- mannanefndar ÖSE sem samþykkt var um daginn ber vitni um þetta. En sú skoðun stenst ekki gagnrýni. Helstu atburðir í aðdraganda stríðsins voru harmleikur án hetja. Í því sambandi er mikilvægt að gera skýra grein fyrir því að það var fyrst og fremst eðli nasismans sem olli seinni heimsstyrjöldinni. Ekki má gleyma því að allt þar til í ágúst 1939 reyndu Sovétríkin að skipuleggja sameiginlega mótspyrnu við árás- aráætlanir Hitlers, og fram á síðustu stundu stóðu þau við skuldbindingar sínar sem lutu að því að tryggja landfræðilega heild Tékkóslóvakíu árið 1938. Hins vegar gerðu gagnkvæmar grunsemdir, hik og tregða samherjanna það að verkum að tækifæri til að koma í veg fyrir heimsstyrj- öldina var glatað. Á hinn bóginn brutu sum Evr- ópuríki grafalvarlega gegn þjóðarrétti þess tíma með því að af- sala Tékkóslóvakíu í hendur nasista í von um að snúa þýsku hervélinni í aust- urátt. Margir stjórnmála- og frammámenn í Austur-Evrópu (að- allega frá Póllandi og Eystrasalts- ríkjunum) lögðu sérstaka áherslu á „skiptingu“ Austur-Evrópu milli Sovétríkjanna og Þýskalands fyrir stríðið, en á sama tíma gáfu þeir engan gaum „friðarstefnu“ Vest- urlanda sem leiddi til München- samkomulagsins. Í skjóli þessarar stefnu innlimaði Pólland Teschen og Fristat-héruð þar sem öflugan iðnað var að finna. Svo virðist, sem ákveðnir hags- munahópar vilji réttlæta í einu vet- fangi þau brot sem framin voru fyrir stríðið og meðan á því stóð og öðlast pólitískan ávinning með ásökunum sínum í garð Rússlands. Þeir skynja að hlutskipti þeirra í sögulegum bar- daga milli góðs og ills, þegar þjóðir heims börðust gegn nasismanum, var ómerkilegt. Þar af leiðandi þjást þeir af sársaukafullri minnimátt- arkennd og snúa sér þess vegna að sögufölsunum. Í þeim aðstæðum þegar Bretar og Frakkar höfnuðu eiginlega tilboði Sovétríkjanna um sameiginlegar að- gerðir gegn Hitler varð sovésk- þýskur griðasáttmáli að óumflýj- anlegum valkosti. Rök fyrir þeirri viðleitni að gera Sovétríkin – sem gripu til þessara ráðstafana ein- göngu í varnarskyni – ábyrg fyrir að koma styrjöld af stað eru haldlaus. Í stað þess að veita árásaraðilanum viðnám í sameiningu athöfnuðu Evr- ópulönd sig í samræmi við lögmálið „bjargi sér hver sem getur“ og stuðl- uðu með því í raun og veru að árás- aráætlunum Hitlers og Mussolini. Það er við hæfi að minna á að ekki einungis Sovétríkin heldur einnig önnur ríki reyndu að ná einhliða samkomulagi við Hitler. Til dæmis voru samskipti milli Póllands og Þýskalands á árum 1938-1939 í aug- um margra samtímamanna ekkert annað en tilraun til að stofna hern- aðar- og stjórnmálabandalag. Í þessu ljósi var undirritun griðasátt- málans frekar rökrétt skref. Hvað varðar neikvæða hlið samkomulags- ins bætti Rauði herinn það upp þeg- ar hann lagði nasismann að velli og frelsaði lönd Austur-Evrópu undan oki hans. Tilraunir til að endurskoða sög- una geta leitt til myndunar nýrra lína milli deiluaðila og flækja sam- starf í þeim brýnu verkefnum sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir á þessu mikilvæga tímabili í þróun sinni. Gott væri að árétta að sögulegt minni ætti ekki að nota í hefndarskyni, heldur fremur sem verkfæri í þágu friðar til þess að byggja traustan grunn í alþjóða- samskiptum, en ekki til þess að öðl- ast pólítiskan ávinning um stund- arsakir. Mikilvægt er að reynslan af seinni heimsstyrjöldinni stuðli að sameiningu allra þjóða og hjálpi til við að efla samstöðu í heiminum þeg- ar við blasa hnattrænar ógnir 21. aldar. Eftir Victor I. Tatarintsev » Tilraunir til að end- urskoða söguna geta leitt til myndunar nýrra lína milli deiluaðila og flækja samstarf í þeim brýnu verkefnum sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir á þessu mikilvæga tíma- bili í þróun sinni.Victor I. Tatarintsev Höfundur er sendiherra Rússlands á Íslandi. Endurskoðun sögunnar? NÚ Í vikunni voru samþykkt á Alþingi ný lög þar sem verð- ur sú meginbreyting á lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna að hver námsmaður eigi sjálfur að vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námsláns, að uppfylltum skilyrðum stjórn- ar lánasjóðsins. Lögin fela þannig í sér að núverandi ábyrgðarmannakerfi er aflagt. Kröfu námsmanna svarað Afnám ábyrgðarmannakerf- isins hefur um árabil verið ein helsta krafa námsmannahreyf- inganna enda mikilvægur þátt- ur í því að jafna stöðu allra námsmanna. Því hefur verið haldið fram að krafan um ábyrgðarmenn á námslán sam- ræmist ekki þeim tilgangi laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna að tryggja jafnrétti til náms. Sumir námsmenn hafa ekki átt þess kost að afla sér ábyrgðarmanna og hafa þurft að leggja fram bankatryggingu í þess stað. Með því að afnema kröfu um ábyrgðarmenn er lánasjóðurinn styrktur í að sinna sínu félagslega hlutverki. Um leið taka námsmenn í auknum mæli ábyrgð á eigin fjárhagsstöðu með því að ábyrgjast eigin lán. Kveðið er á um það að ef námsmenn uppfylla ekki hin al- mennu lánshæfisskilyrði verði þeim gert kleift annaðhvort að setja fram ábyrgðarmann eða kaupa bankaábyrgð. Ábyrgðarmenn á þeim lánum sem þegar hafa verið veitt munu njóta sambærilegrar réttarverndar og veitt hefur verið í lögum um ábyrgð- armenn. Af því leiðir m.a. að tilkynna ber ábyrgðarmanni um vanskil lántaka jafnskjótt og kostur er. Ekki verður unnt að gera aðför í fasteign ábyrgð- armanna til innheimtu sjálf- skuldarábyrgðar á námsláni og slík krafa getur ekki orðið grundvöllur kröfu um gjald- þrotaskipti á búi ábyrgð- armanns. Segja má að með slíku fyrirkomulagi sé fólgin ákveðin vernd fyrir ábyrgðarmenn. Félagslegur sjóður Hugsunin á bak við lögin er að hefja nýtt fyrirkomulag. Með þessu færist lánasjóðurinn meira í átt til þess sem tíðkast á Norðurlöndum þar sem ekki er krafist ábyrgðarmanna á námslán heldur eru námsmenn ábyrgir eigin námslána. Hugs- anlegt er að þetta kunni að hafa útgjaldaaukningu í för með sér en það er þá ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 2012 sem fyrst reynir á endurgreiðslu sam- kvæmt hinu nýja kerfi. Þó er mjög óljóst hvort af út- gjaldaaukningu verður þar sem reynslan frá öðrum Norð- urlöndum virðist sýna að heimt- ur af lánum þar séu góðar. Með lögunum tryggjum við jafnræði námsmanna, þeir þurfa ekki að leita sér ábyrgðarmanns nema þeir teljist ekki lánshæfir. Krafa námsmannahreyfinga um árabil er uppfyllt og námsmenn eru gerðir ábyrgari fyrir námi sínu og lántökum vegna þess en áður. Með þessum lögum er styrkt enn fremur félagslegt hlutverk lánasjóðsins og náms- mönnum veitt tækifæri til náms án þess að gerð sé krafa um ábyrgðarmenn. Katrín Jakobsdóttir Ábyrgðarmanna- kerfi aflagt Höfundur er menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.