Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 ✝ Maðurinn minn, WALTER YUHAS, lést fimmtudaginn 2. júlí í Clifton, New Jersey. F.h. aðstandenda, Petrún Sigurðardóttir Yuhas. Elsku amma Imba, ég sakna svo að taka utan um þig og að kúra hjá þér á meðan þú strýkur á mér vangann. Þannig kvöddumst við í hinsta sinn nema þá strauk ég á þér vangann og þú varst umvafin þeim sem hafa elskað þig einna mest. Þessi stund mun ávallt lifa í hjarta mínu. Aldrei hef ég kynnst jafn fallegri manneskju, svo kær- leiksrík, tær, ljúf og hlý í garð allra. Takk fyrir að leiðbeina mér í gegnum erfiða tíma og veita mér ómetanlegan styrk. Sama hvað bjátaði á þá leið mér alltaf eins og allar áhyggjur flygju á brott þegar við áttum okkar nánu samtöl. Þú varst mér ekki einungis sem amma heldur einnig trúnaðarvinkona. Ég mun aldrei gleyma okkar nánu samtölum sem við áttum við eld- húsborðið, að drekka lífrænt te og ég hlustaði á hvernig þú leist á líf- ið og hvernig þér fannst að heim- urinn mætti betur fara. Stundum gleymdum við okkur og brostum blítt til hvor annarrar í dágóðan tíma til þess að sýna hversu mikið við elskuðum hvor aðra. Við gátum hlegið tímunum saman og ósjaldan hef ég strítt þér. Ég held að það séu fáir sem hafa gengið jafn langt í stríðni við langömmu sína. Þú varst mikill húmoristi. Yndislegar voru stundir okkar þegar við hlustuðum á fallega og skemmti- lega tónlist og dönsuðum saman eins og gert var í sveitinni þinni, frá sólsetri til sólarupprásar. Þú barst svo mikla virðingu fyrir nátt- úrunni og þá allra helst æskuslóð- unum í Kálfshamarsvík. Ef þú hefðir verið full heilsu hefðir þú að öllum líkindum verið ein af þeim Ingibjörg Sigurðardóttir ✝ Ingibjörg Sigurð-ardóttir fæddist að Króki í Skaga- hreppi, Austur- Húnavatnssýslu, hinn 17. ágúst 1925. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Garðv- angi í Garði hinn 17. júlí sl. Útför Ingibjargar fór fram í Safn- aðarheimilinu í Sand- gerði föstudaginn 24. júlí síðastliðinn. Ingi- björg var jarðsett á æskuslóðum sínum á Skagaströnd, í Hofskirkjugarði. sem berjast allra mest fyrir náttúru- perlum okkar Íslend- inga. Mér finnst til- valið að birta stutt ljóð eftir þig sem ekki áður hefur verið birt. Fégirndin sú falska norn, fæðir af sér hvatir sjúkar. Glatast þjóðar gildi forn, gróið land og Kára- hnjúkar. Aldrei heyrði ég þig minnast á peninga. Allt sem þú áttir deildir þú með öðrum. Ég þekki engan sem hefur gefið svona mikið frá sér til þeirra sem eru bágstaddir, hvort sem það voru peningar, bænir, ljóð eða tími. Það er því óhætt að segja að það séu margir sem eiga eftir að sakna góð- mennsku þinnar og hlýju. Þegar ég sé þig fyrir mér brosa og hlæja þá falla tár en jafnframt myndast bros á vörum mínum og ég fæ hlýju í hjartað. Þessar myndir af þér mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Að hafa tengst þér svona sterkt elsku amma mín er mér sem dýrmæt gjöf. Ég mun halda minningu þinni á lofti með ætt- ingjum og vinum en fyrst og fremst í hjarta mínu og mun það veita mér styrk á hverjum einasta degi um ókomna tíð. Ég vil þakka þér fyrir að vera alltaf svona falleg við mig og að kenna mér að elska náungann enn meira. Takk fyrir að hafa sagt mér margoft hversu stolt þú varst af mér, það gefur mér svo mikið. Takk fyrir fallega og blíða andlitssvipinn sem kom á þig þegar þú sagðir að ég væri þitt fyrsta langömmubarn, rósin henn- ar ömmu sinnar, og að ég væri þín guðs gjöf. Takk fyrir að gefa pabba alla þá ást sem þú hefur að bera, það varð til þess að við pabba erum svona náin og ynd- islegir vinir. Ég sakna ástarinnar þinnar elsku amma. Hvíldu í friði. Rósin hennar ömmu, Rósa María. Elsku besta amma, ég á eftir að sakna þín svo mikið, nú hafa engl- arnir á himnum fengið þig til sín. Ég skrifaði ljóð til þín sem ég ætla að setja með þér í kistuna þína svo þú getir lesið það fyrir englana á himnum. Elskulega amma er dáin, angrið sára vekur tár, amma, sem var alla daga okkur bezt um liðin ár, amma sem að kunni að kenna kvæðin fögru og bænaljóð, amma, sem að ævinlega okkur var svo mild og góð. Ef við brek í bernskuleikjum brotin lágu gullin fín, þá var gott að eiga ömmu, er alltaf skildi börnin sín. Hún var fljót að fyrirgefa og finna á öllum meinum bót, okkur veittist ekkert betra en ömmu mildi og kærleiksbót. Vertu blessuð, elsku amma, okkur verður minning þín á vegi lífsins, ævi alla, eins og fagurt ljós, er skín. Vertu blessuð, kristna kona, kærleikanum gafstu mál, vertu blessuð, guð þig geymi, góða amma, hreina sál. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þinn, Brynjar Þór. Það er með söknuði sem ég kveð mína elskulegu vinkonu, Ingi- björgu Sigurðardóttur. Imba, eins og hún var ávallt kölluð, var ein- stök kona sem var full af heið- arleika, kærleika og trúmennsku. Hún var öllum góð og vildi öllum gott enda trúði hún aldrei neinu illu upp á neinn. Erfiðleika sína bar hún aldrei á torg og vildi lítið láta fyrir sér hafa. Hún umvafði alla, sama hver átti í hlut, sinni einstakri hlýju og ást. Það hefur auðgað lífið að kynnast henni. Ver- öldin væri betri staður ef fleiri væru eins og hún. Ég bar mikla virðingu fyrir henni alla tíð. Að leiðarlokum sækir sorg á hugann en jafnframt þakklæti fyrir ein- læga vináttu og góðar minningar. Elsku yndislega Imba mín, hvíl í friði. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér.“ (Stefán Thorarensen.) Sigurbjörg Ólafsdóttir (Silla). Elsku Ingibjörg mín. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Ég var lítil hnáta þegar ég kynnt- ist þér í heimsókn með pabba mín- um og mömmu. Það var alltaf hlaðborð hjá þér þegar við komum til þín, einstök gestrisni og ljúf- mennska þín líður mér aldrei úr minni. Ég hef hvorki fyrr né síðar kynnst eins yndislegri manneskju og þér. Í öll þessi ár heyrði ég þig aldrei tala illa um nokkurn mann, þetta er mjög einstakt og þér vel lýst. Þú varst létt í lund og það þurfti ekki mikið til að fá þig til að hlæja og hlógum við oft dátt sam- an. Mér þykir svo vænt um þig en vildi að ég hefði verið duglegri að heimsækja þig. Takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér, ég veit að það verður tekið vel á móti þér þarna hinum megin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég votta aðstandendum samúð mína. Magga Hrönn. Elsku hjartans Imba okkar, núna ertu farin upp til himna, þar sem þú örugglega, ásýndar, horfir niður til okkar góðlátlega, með ljúft bros á vör og ást í augunum þínum fallegu. Alltaf varstu okkur svo dásamlega góð og hlý, það var ekkert eins og mjúkt faðmlag frá okkar elsku kærleiksríku Imbu. Þú varst svo sannarlega einstök kona, við höfum aldrei hitt neinn í þessu lífi sem hefur haft þína góð- mennsku, svo hreina og bjarta, þitt blíðasta augnaráð og göfuga fagra hjarta. Við söknum þín ein- læglega og við elskum þig meira en orð fá lýst. Megi góður Guð varðveita þig og geyma í faðmi sér. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. (Matthías Jochumsson.) Þínar elskandi Bryndís og Nílsína. Elsku amma okkar. Núna ertu komin til afa og þið hittust aftur á afmælisdaginn hans. Eskifjörður kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til baka. Þessar ævintýralegu ferðir til ömmu og afa þar sem við fengum leyfi til að gera allt sem hugurinn girntist. Og aldrei var hastað á okkur þótt okkur hafi nú dottið ýmislegt í hug. Sumrin voru yndisleg í garð- inum þínum þar sem við tókum upp rabarbara og röltum í kaupfélagið. Amma, þú varst alltaf svo fín, alltaf með varalit og vel til höfð. Þú varst alltaf hlý og góð við okkur og kennd- ir okkur að biðja bænir og leggja kapal til að fá að vita um veðrið dag- inn eftir. Við munum líka eftir lumm- unum þínum og döðlubrauðinu góða svo ekki sé minnst á kvöldkakóið sem við fengum eftir skemmtilegan dag hjá ykkur. Okkur þótti svo gam- María Daníelsdóttir ✝ María Daníels-dóttir fæddist í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal 6. des- ember 1921. Hún lést á Vífilsstöðum föstu- daginn 17. júlí sl. Útför Maríu fór fram í Fossvogskirkju föstudaginn 24. júlí síðastliðinn. an að skoða allt fallega og undarlega dótið í íbúðinni hjá ykkur afa, eins og selinn litla sem er svo mjúkur og pen- ingaborðið góða. Ykk- ar heimili var okkar ævintýraheimur. Elsku amma okkar, margs er að minnast og við vitum að þú ert núna á góðum stað með afa. Hvíl í friði, elsku amma á Eskjó. Þín barnabörn María Sif, Edda Dröfn, Ómar Orri og Arna Hlín. Við systurnar vorum svo heppnar að fá að alast upp í Svarfaðardal í næsta nágrenni við föðurfjölskyldu okkar. Afi og amma bjuggu ekki langt frá og þar fengum við tækifæri til að hitta frændur og frænkur. Ein af þessum frænkum var Mæja. Hún var stóra systir hans pabba. Á hverju sumri kom hún keyrandi á rauða Sa- abnum með Malla og Erni norður í Svarfaðardalinn. Koma hennar var okkur alltaf gleðiefni, hún kom alltaf með gjafir og slikkerí til að gleðja litlar frænkur. Úr augum hennar skein kátína og á rauðum vörunum var glaðlegt bros þegar hún með skemmtilegum orðatiltækjum undr- aðist yfir því hvað við hefðum stækk- að og breyst síðan síðast. Það var líka gott að njóta gestrisni hennar og hlýju þegar við heimsótt- um hana til Eskifjarðar í litla fallega húsið hennar sem bar sterk einkenni persónuleika hennar þar sem ýmis- konar dúllerí prýddi heimilið. Þar sem Mæja frænka fór var enginn lognmolla, í fasi hennar og fram- komu birtust í senn heimskona og dama og stöku sinnum smá sígauni þegar hún skreytti sig með festum og armböndum. Á hillu í stofunni hjá ömmu var brúðarmynd af henni og Malla og fannst okkur eins og þar væri mynd af þekktum Hollywood- leikurum frá fimmta áratugnum svo flott voru þau á þeirri mynd. Hún sagði sína meiningu og við fylgd- umst oft með af óttablandinni virð- ingu þegar hún og pabbi urðu svolít- ið æst yfir hlutunum þó að þau væru sammála. Árin liðu og við stækkuð- um og Mæja hætti að koma í Svarf- aðardalinn á rauða Saabnum. En hún hélt áfram að vera Mæja frænka sem við heimsóttum í Reykjavík og hún fylgdist alltaf með okkur og kom og tók þátt í stórviðburðum í lífi okkar. Í dag kveðjum við kæra frænku sem var svo litrík og skemmtileg al- veg eins og frænkur eiga að vera. Minninguna um hana geymum við með sjálfum okkur og biðjum góðan Guð að geyma Mæju frænku. Bryndís, Hrafnhildur og Sigríður Birna Björnsdætur. Þetta er búin að vera skrýtin vika og óraunveruleg. Í dag horfði ég á tvær tilkynningar í blaðinu – annars vegar þakkarkveðjur eftir andlát og útför móður minnar og hins vegar andlátstilkynningu um Mæju frænku mína, systur pabba. Þarna voru þær, mágkonurnar glæsilegu, hlið við hlið. Skammt stórra högga á milli og þungbært er það. Mæja frænka skar sig úr fjöldanum, hún var afskaplega glæsileg kona og fal- leg – eftirtektarverð. Ég man eftir henni fyrst í Svarfaðardal heima hjá ömmu og afa. Ég hafði ekki mikið farið um heiminn enda bara lítil þá, en vissi samt að hún og fjölskyldan hennar bjó á Eskifirði. Ég hafði aldrei komið til Eskifjarðar, en það hlyti að vera verulega smart staður því þannig kom hún mér fyrir sjónir – smart og glæsileg eins og stjarna úr amerískri kvikmynd. Hvítur barðastór hattur og buxur í sama lit, rauð hlýraskyrta með hvítum doppum og stór hvít perlufesti við. Ótrúlega flott. Húsið þeirra Malla og Mæju á Eskifirði var svo hið mesta ævintýrahús, nákvæmlega eins og ég átti von á. Í minningunni hafði það óteljandi margar hæðir og kvisti, endalausa stiga. Garðurinn var risastór með háum grónum trjám, garðálfum og litlum burst- abæ. Ótrúleg uppspretta leikja og skemmtilegheita – enginn nema Mæja frænka gat búið í svona skemmtilegu húsi. Þegar ég var í heimsókn hjá þeim hjónum sem barn fór hún með Faðirvorið og signdi yfir mig áður en ég fór að sofa. Þetta var mín fyrsta trúar- reynsla og gerði okkur nánari, frænkurnar. Við töluðum ætíð hisp- urslaust. Mæja frænka var einhver eftirtektarverðasti karakter sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Hún var svo fyndin, orðheppin og yfir- höfuð skemmtilegur félagsskapur. Hrein og bein við alla. Hástemmd röddin náði athygli og hvellur hlát- urinn var ótrúlega smitandi. Hún var líka svo undurljúf kona, sýndi mér og hugðarefnum mínum alltaf svo mikinn áhuga í gegnum tíðina. Hún náði til mín sem barns, ung- lings og fullorðinnar konu. Skildi alltaf hvað ég var að meina. Síðar þegar þau Malli fluttu til Reykja- víkur var hún mér oft haukur í horni þegar ég stundaði háskóla- nám fjarri heimaslóðum. Það var svo gott að koma til frænku í kræs- ingar og þrátt fyrir að íbúðin væri minni en húsið á Eskifirði ljómuðu hýbýli þeirra hjóna enn af þessum skemmtilegheitum. Mæja frænka bjó þannig um sig og sína. Um leið og ég kveð elskulega frænku mína með söknuði í hjarta veit ég að hún heldur áfram að vera jafn eftirtekt- arverð í sínum nýja heimi og hún var á meðal okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að sem frænku og vinkonu. Ég og fjöl- skyldan mín vottum sonum Mæju og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð á þessum tímum. Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir (Kitta). Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á grein- um sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.