Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 8
Reuters
Á flótta Hækkandi yfirborð sjávar
er vandmál í Bangladess.
HEIMILI í sundlaug verður sett
upp á Austurvelli í dag til að vekja
athygli á stöðu flóttamanna undan
hlýnun jarðar. Eru það Breytendur,
hreyfing ungs fólks sem berst fyrir
sanngjarnari heimi, sem standa
fyrir gjörningnum, en með þessu
vilja þau m.a. benda á að í Bangla-
dess hafa 400.000 manns þegar
þurft að flyja heimili sín vegna
hækkunar sjávarmáls.
Gjörningurinn er hluti af undir-
skriftasöfnun Breytenda þess efnis
að stjórnvöld skilgreini stöðu
flóttamanna undan hlýnun jarðar.
Þá vilja þau sjá Íslendinga taka sér
stöðu meðal leiðandi þjóða á ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsmál sem haldin verður í
Kaupmannahöfn í desember.
Vekja athygli á
stöðu flóttamanna
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
Sími 587 9500
Landsins
mesta úrval
af íslenskum
flugum
á netinu
Hörður Hafsteinsson með 91 cm lax sem
tók svarta Kröflutúpu í Húseyjarkvísl
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„ÉG heyrði rifbeinin brotna, þetta
gerðist það hægt að ég var eins og í
pressu. Hef aldrei nokkurn tímann
fundið annan eins sársauka og hef þó
lent í ýmsu gegnum ævina,“ segir
Sigurður Baldursson, 54 ára ferða-
þjónustubóndi með meiru, er hann
lýsir því þegar hann klemmdist á milli
sex tonna fjallatrukks og farang-
urskerru á Gæsavatnaleið sl. sunnu-
dag. Var hann þar ásamt leiðsögu-
manni á ferð með hóp franskra
ferðamanna. Fór Sigurður aftur fyrir
trukkinn til að gera við kerruna þeg-
ar trukkurinn rann af stað aftur á bak
og klemmdi eiganda sinn fastan.
Sigurður braut í sér ein átta rif-
bein, marðist mjög illa á öxl, síðu og
hendi, lungað lagðist saman öðrum
megin og hann má í raun teljast
heppinn að hafa ekki slasast meira
miðað við aðstæður. Var hann fluttur
suður með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar og lá í tvo daga á gjörgæslu-
deild. „Karl faðir minn hefur sagt að
það hafi góðar vættir haldið hlífiskildi
yfir mér,“ sagði Sigurður við Morg-
unblaðið í gær.
„Ákvað að búa mér til vinnu“
Sigurður var sem fyrr segir á ferð
með franska ferðamenn á fjallatrukk
af gerðinni Mercedez Benz Unimog,
sem hann gerði upp og breytti síðasta
vetur þannig að nú getur hann tekið
18 farþega í sæti. „Ég ákvað í vetur
að búa mér til vinnu, keypti tvo Uni-
mog-trukka og smíðaði einn úr þeim
ásamt tveimur félögum mínum.
Ákvað að fara í ferðaþjónustuna þar
sem ég var nú alinn upp við hana og
þekki vel,“ segir hann en Sigurður er
sonur Baldurs Sigurðssonar á Akur-
eyri sem um árabil var með fjallaferð-
ir upp á Vatnajökul og víðar.
Þegar óhappið varð á sunnudag
hafði Sigurður farið með Frakkana
vítt og breitt um hálendið; um Hvera-
velli, Kerlingarfjöll, Mývatnssveit,
Öskju og upp að Vatnajökli. Með í för
var þaulreyndur franskur leiðsögu-
maður, að nafni Caroline.
„Við vorum að koma til baka frá
Vatnajökli á Gæsavatnaleið þegar ég
tók eftir því í hliðarspeglinum að
kerran var utar í vegkantinum en hún
átti að sér að vera. Ég keyrði mjög
hægt, enda vegurinn erfiður þarna,
en þegar ég sló af þá drapst á bílnum.
Ég svissaði bara af, stökk út og hljóp
aftur fyrir bílinn til að sjá hvað var að,
þá sá ég að beislið á kerrunni hafði
brotnað öðrum megin,“ segir Sig-
urður, sem ákvað að gera við beislið
til bráðabirgða, þar til komið yrði nið-
ur í Gæsavatnaskála, sem var
skammt framundan. Ferðamennirnir
voru þá allir komnir út úr trukknum
til að aðstoða Sigurð.
„Þegar ég er búinn að brasa við
þetta í svona hálftíma finn ég að bíll-
inn, sem var í örlitlum halla, fer af
stað og þrýstir mér að kerrunni og
klemmir mig fastan. Þetta var hrika-
legur sársauki. Ég náði að öskra að
einhver yrði að færa bílinn en síðan
leið yfir mig,“ segir Sigurður sem
rankaði við sér á mölinni eftir
skamma stund. Hann vissi strax upp
á sig sökina, að hafa gleymt að setja
trukkinn í handbremsu, og var „brjál-
aður“ út í sjálfan sig fyrir þá yfirsjón,
hann sem alltaf segist hafa reynt að
sýna mikla fyrirhyggju í öllu.
„Ég fann að ég gat ekki staðið upp,
átti erfitt með að anda og tala og sárs-
aukinn var rosalegur. Leiðsögukonan
kallaði eftir hjálp og hópurinn hlúði
að mér sem best hann gat. Þau stóðu
sig öll frábærlega.“
Fljótlega komu á vettvang björg-
unarsveitarmenn, sem höfðu verið á
ferð við Öskju, og eftir að þyrlan var
farin með Sigurð suður aðstoðuðu
þeir ferðamennina niður í Gæsa-
vatnaskála. Daginn eftir var búið að
útvega bílstjóra á trukkinn og Frakk-
arnir héldu för sinni áfram.
„Ég fór bara að láta hugann reika,
hugsaði til fjölskyldunnar og
barnanna minna tveggja sem eru í
Noregi. Mér þótti biðin löng en var
aldrei hræddur um að þetta væri bú-
ið. Læknarnir sögðu við mig seinna
að ég hefði verið lífshættulega slas-
aður, litlu hefði mátt muna að hrygg-
urinn skaddaðist, en það hvarflaði
aldrei að mér að gefast upp. Ég hef í
mínum fjallgöngum og fallhlíf-
arstökki lent í ýmsu,“ segir Sigurður,
sem á að baki langan feril í fallhlíf-
arstökki, með ein 2.500 stökk víða um
heim.
Þyrluflugið gekk vel fyrir sig og að
sögn Sigurðar þurfti læknirinn að
spyrja oftar en einu sinni um aldur
sjúklingsins, svo vel fannst honum
Sigurður á sig kominn líkamlega. Það
bjargaði því miklu hve sterkbyggður
hann er og hraustur. Sigurður er líka
með létta lund en mölbrotinn og þjak-
aður sagði hann þyrlusveitinni sögur
úr fallhlífarstökkinu á leiðinni!
Innilega þakklátur
Sigurður vill að endingu koma á
framfæri innilegu þakklæti til allra
sem tóku þátt í björgun hans; ferða-
hópnum, Caroline leiðsögukonu,
björgunarsveitarmönnum, þyrlu-
sveitinni og starfsfólki á Landspít-
alanum. „Í öllum þeim erfiðleikum
sem við göngum í gegnun núna meg-
um við vera stolt af því frábæra fólki
sem vinnur sín björgunar- og hjúkr-
unarstörf af mikilli fagmennsku. –
Maturinn á spítalanum hérna mætti
reyndar vera betri,“ segir Sigurður
að lokum, með sársaukasvip og reyn-
ir að halda niðri í sér hlátrinum.
Heyrði beinin brotna
Klemmdist fastur á milli sex tonna trukks og kerru á Gæsavatnaleið Illa
marinn og átta rifbein brotin „Góðar vættir hafa haldið hlífiskildi yfir mér“
Morgunblaðið/Eggert
Á batavegi Sigurður Baldursson er á góðum batavegi á Landspítalanum og vonast til að fara þaðan eftir helgi heim
til Akureyrar. Hvort hann leggst þá fyrst inn á FSA á eftir að koma í ljós en hann hlakkar til að hitta fjölskylduna.
ÁLYKTUN hefur verið send frá Q,
Samtökum hinsegin stúdenta við
Háskóla Íslands,
þar sem skorað
er á Össur Skarp-
héðinsson utan-
ríkisráðherra að
vekja athygli á
afstöðu Íslands í
málefnum sam-
kynhneigðra
þegar utanrík-
isráðherra Lithá-
ens, Vygaudas
Usackas, kemur í
heimsókn til landsins í dag. Jafn-
framt vilja samtökin að Össur for-
dæmi löggjöf sem nýlega var sam-
þykkt á litháenska þinginu en í
ályktun Q segir m.a. að löggjöfin
staðsetji „alla jákvæða umræðu um
hinsegin málefni á sama stall og
umfjöllun er getur valdið ótta, þyk-
ir óhugnanleg eða hvatt til sjálfs-
víga hjá ungu fólki“. Eiga lögin að
taka gildi í mars á næsta ári og hin-
segin stúdentar telja þau brjóta
gegn samþykkt ESB um verndun
mannréttinda., sem tryggð er í 6.
grein Evrópusáttmálans. Vilja sam-
tökin að Össur fordæmi þá mis-
munun sem lögin muni hafa í för
með sér í Litháen og eigi ekki að
viðgangast innan ESB.
Össur fær
hinsegin áskorun
Össur
Skarphéðinsson
Í einni af fyrstu ferðum Sigurðar á
nýja trukknum með ferðamenn
fyrr í sumar varð hann fyrir óhappi
í Hvalfjarðargöngum. Þá var ekið
aftan á sérsmíðaða kerru sem
hann var með í afturdragi og gjör-
eyðilagðist hún. Engan sakaði í
óhappinu en umferð tafðist um
göngin í eina þrjá klukkutíma.
Sigurður er hvergi banginn þrátt
fyrir þessi óhöpp og ætlar að halda
áfram akstri á trukknum með
ferðamenn, þegar heilsan leyfir.
Fram að því hefur hann útvegað
sér bílstjóra og er þegar farinn að
skipuleggja ferðir yfir Sprengisand
næsta vetur. Á vefnum extreme.is
má nálgast upplýsingar um fyrir-
tækið en hann er líka í góðu sam-
starfi við Ferðakompaníið í ár.
Lenti nýverið í óhappi í göngunum
Sérsmíði Trukkur Sigurðar með
kerruna sem skemmdist í sumar.
NÝFALLINN snjór náði langt niður í hlíðar Víðidals-
fjalls í Húnavatnssýslu í gær og óvenjukuldalegt um að
litast í ljósi þess að nú er hásumar að heita má.
Eftir mikla sumarblíðu er nú skyndilegt kuldakast
skollið á landinu og fór hitinn víða niður fyrir frost-
mark í fyrrinótt, m.a. á láglendi Suðurlands og mældist
1,6 stiga frost á Hellu.
Þetta varð til þess að kartöflugrös féllu í Þykkvabæ,
sem búast má við að hafi heldur neikvæð áhrif á upp-
skeruna. Afar óvenjulegt er að þetta gerist í júlí þótt
komið hafi fyrir að grös falli vegna kulda í síðari hluta
ágúst enda er þetta í fyrsta skipti í tæpri 60 ára sögu
veðurmælinga á Hellu sem þar mælist frost í júlí.
Víða snjóaði til fjalla og gekk t.d. á með hryðjum á
Hveravöllum. Tjaldferðalangar víða um land áttu því
heldur kuldalega nótt og voru misvel búnir að takast á
við slík veðrabrigði.
Rykkjótt veður framan af næstu viku
Ekki var veðrið þó alls staðar jafnslæmt og búist
hafði verið við. Húsvíkingar glöddust t.d. því að til-
tölulega hlýtt var þar í veðri og stillt þrátt fyrir að um-
merki snjókomu mætti greina í hlíðunum við Botns-
vatn. Samkvæmt veðurspánni í gærkvöldi var enn búist
við næturfrosti í innsveitum víða um land í nótt.
Í dag má búast við hægri norðvestanátt og víða skúr-
um, en hiti verður 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi.
Veðrið framan af næstu viku verður á svipuðum nótum,
búast má við að hitinn fari mest upp í 18 stig og skúra-
samt víða um land. Ekki er þó ástæða til að örvænta
þótt veðrið láti svo undarlega í júlí. Enn er ágústmán-
uður eftir og ekkert því til fyrirstöðu að hitinn nái sér
aftur á strik og sólin skíni í heiði til sumarloka.
Óvenjulegt júlíveður með nætur-
frosti og víða snjókomu til fjalla
Ljósmynd/Sölvi Logason
Júlísnjór Hvítar hlíðar Víðidalsfjalls um hádegi í gær.