Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 48
Aðspurður hvort það sé einhver
hljómsveit sem hann vildi gjarna
sjá aftur nefnir Gísli umsvifalaust
Strigaskó nr. 42; „Ég myndi vilja
sá Strigaskóna spila gamla efnið
sitt, taka sama settið og þeir tóku
á Blót útgáfutónleikunum.“
Strigaskórinir eru enn starfandi en
komnir á nokkuð aðrar slóðir og
öllu meira torleiði þó það hafi
vissulega aldrei verið létt að fylgja
sveitinni.
Strigaskórnir létu fyrst á sér
kræla i Músíktilraunum 1990 og
kepptu þar alls þrisvar, aukin-
heldur sem forsprakki sveitar-
innar, Hlynur Aðils Vilmarsson, tók
þátt í tilraunasprelli með fleiri
sveitum.
Fyrsta útgáfa Strigaskónna var
tvö lög á safnplötu 1993 en síðan
kom meistaraverkið Blót fyrir ald-
arfjórðungi, um það leyti sem
dauðrokkið íslenska lognaðist útaf
að mestu – sígild plata í íslenskri
rokksögu. Hvernig væri nú að
Strigaskónum yrði boðið að flytja
Blót á Airwaves?
Gamla Strigaskó, takk
48 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
Ert þú með húfuna hans Nóa
albínóa eða fjarstýringunni úr Só-
dómu Reykjavík? Ef svo er skaltu
drífa þig í Norræna húsið því
RIFF og Norræna húsið óska eftir
leikmunum, búningum og öðru
sem tengist kvikmyndasögu Ís-
lands, fyrir föstudaginn 14. ágúst.
Munirnir fara á sýningu sem sett
verður upp á sérstökum Bíóbar í
kjallara hússins 17. – 27. sept-
ember. Ilmur Dögg hjá Norræna
húsinu tekur við dótinu og gefur í
staðinn frímiða á RIFF. Góð skipti
það.
Átt þú fjarstýringuna
úr Sódómu Reykjavík?
Fólk
ILMUR Kristjánsdóttir hefur verið ráðin til Borgarleikhússins
ótímabundið þar sem hún mun fara með hlutverk Höllu í leikrit-
inu Gauragangi. Leikhússtjóri Borgarleikhússins, Magnús Geir
Þórðarson, mun leikstýra verkinu. „Ég er sko í Þjóðleikhúsinu
fram að áramótum,“ bendir Ilmur á. Hvað samninginn við Borg-
arleikhúsið varðar segir hún hann ótímabundinn. „Magnús Geir
vill hafa fastan hóp og að fólk sé ekki mikið að fara milli húsa.“
Ilmur var þegar búin að ráða sig í verkefni í Þjóðleikhúsinu,
Gerplu, í uppfærslu Baltasars Kormáks en æfingar hefjast upp
úr áramótum á Gauragangi. „Ég hef viljað hafa þann háttinn á
að ég sé verkefnaráðin þannig að ég hafi smáfrelsi, þannig
að þetta er kannski nýtt fyrir mig að ráða mig svona,“ segir
hún.
Leikarar sem hafa nóg að gera vilja náttúrulega ekki
binda sig mikið?
„Nei, það er þannig og svo hefur hann einhvern veg-
inn náð að binda leikara hann Magnús Geir og það er
kannski líka bara kreppan og svona,“ svarar Ilmur.
Ilmur guðfræðinemi
Ilmur var í guðfræðinámi við Háskóla Íslands í
vetur og tók sér þá stutt hlé frá leiklistinni. „Við
byrjum ekkert að æfa fyrr en í nóvember þannig að
ég ætla að reyna að byrja í skólanum og taka próf
síðan,“ segir hún en efast um að tími gefist fyrir
námið eftir áramót.
Gæti kannski farið svo að Ilmur skipti um starf
og gerðist prestur? „Hver veit?“ segir Ilmur og
hlær. helgisnaer@mbl.is
Magnús Geir nælir í Ilmi ótímabundið
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, undir stjórn
Hrannar Marinósdóttur, leitar að
ungum, íslenskum kvikmynda-
gerðarmönnum sem eru að stíga
sín fyrstu skref í kvikmyndagerð
til að taka þátt í alþjóðlegri kvik-
myndasmiðju hátíðarinnar, RIFF’s
Talent Laboratory, dagana 24.-27.
september. Fjöldi þátttakenda
verður takmarkaður og tekið við
umsóknum frá Íslendingum til 1.
september. Smiðjan er þó ekki
eingöngu ætluð Íslendingum held-
ur ungu hæfileikafólki almennt frá
Evrópu og Ameríku og er að-
almarkmið hennar að hjálpa upp-
rennandi listamönnum að brúa bil-
ið milli stuttmynda og fyrstu
kvikmyndar í fullri lengd, að því
er segir á vefsíðu RIFF, riff.is.
Þá fær valið hæfileikafólk tæki-
færi til þess að sýna stuttmynd
sína í opinberri dagskrá hátíð-
arinnar þar sem hún keppir um
hvatningarverðlaunin Gullna egg-
ið. Umsóknareyðublað má finna á
riff.is.
RIFF leitar ungra kvik-
myndagerðarmanna
Rokkvinir íslenskir hafa tekið
vel við sér við fréttirnar af því að
dauðarokksveitin Sororicide snúi
aftur þó það sé ekki nema fyrir
þessa einu tónleika (sjá umfjöllun
hér til hliðar) eins og sjá má á
spjallþráðum: „AHHH FOKK! SO-
RORICIDE!!!!!! Núna getur maður
dáið sáttur!", „HOLY SKÖLL-
FUCK“, „Brilliant að fá Sorori-
cide á þetta. In Memoriam og
Gone Postal líka. Foookk!“, „Sá
sem missir af þessu verður FUU-
UUUU for life. DJÖFULSINS
SNILLD!“, „Hólýfokk! Verður
Gaui að selja rakaþolnar gips-
plötur þarna?“, „ég er svona án
djóks að spá í að hætta í vinnunni
minni til þess að mæta“, „hólí
sjæse bitte sjön!! helvíti verður
nú gaman að sjá Sororicide og In
memoriam.“ og „ÓMÆÆÆÆÆ-
ÆÆ … Djöfull hlakka ég tiiil!
SORORICIDE“.
Sköllfuck, hólýfokk og
hólí sjæse bitte sjön!
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SÆNSKA rokksveitin Entombed
kemur hingað til lands síðla ágúst-
mánaðar, heldur tónleika á Sódómu
22. ágúst. Það er eðlilega nokkur
tíðindi, en íslenskum rokkvinum
þykja það þó meiri tíðindi að dauð-
rokksveitin goðsagnakennda So-
roricide kemur saman aftur til að
hita upp, en sveitin hefur ekki spil-
að saman í fimmtán ár og níu ár
síðan nafnið var síðast notað á
sviði.
Eitt bindið í íslenskri rokksögu
er lagt undir dauðarokksbylgju tí-
unda áratugarins og lengsti kaflinn
er um hljómsveitina Sororicide.
Víst var hún ekki fyrsta hljóm-
sveitin til að leika dauðarokk, en
hún varð snemma sú öflugasta og
kom stefnunni rækilega á kortið
með því að sigra af öryggi í Mús-
íktilraunum Tónabæjar 1991.
Afsakið hlé ... í fimmtán ár
Sororicide stofnuðu á sínum tíma
þeir Gísli Sigmundsson bassaleikari
og Guðjón Óttarsson gítarleikari,
en síðan slógust í hópinn Fróði
Finnsson og Karl Ágúst Guð-
mundsson trommuleikari og þannig
var sveitin skipuð 1991. Hún nýtti
sigurlaunin, hljóðverstíma, til að
taka upp plötuna The Entity sem
kom út fyrir jólin 1991, en þá hafði
Bogi Reynisson tekið við söngnum
af Gísla. Hann hætti þó snemma á
árinu 1992 og síðan Karl Ágúst,
sem gekk í Kolrössu krókríðandi /
Bellatrix, og Fróði. Í þeirra stað
komu þeir Arnar Guðjónsson á gít-
ar og Unnar Snær Bjarnason á
trommur.
Þannig skipuð tók Sororicide upp
nokkur lög sumarið 1993, en þegar
þau komu loks út á plötu 1994 var
hljómsveitin hætt störfum nokkru
áður; hélt sína síðustu tónleika vor-
ið 1994. Reyndar komu þeir Gísli og
Unnar saman aftur sem Sororicide
og léku á einum tónleikum fyrir níu
árum með tvo Mínusmenn sér til
aðstoðar, en upprunaleg sveit hefur
ekki hist aftur fyrr en nú.
Löngu goðsagnakennd
Rokkvinir hafa tekið vel við sér
eins og sjá má á spjallþráðum, enda
hljómsveitin löngu orðin goðsagna-
kennd. Gísli Sigmundsson segist
hafa tekið eftir því að menn séu
spenntir fyrir því að sjá sveitina, en
það hafi komið honum á óvart hvað
væntingarnar séu miklar og hann
óttist að þær séu of miklar; „ég
held að væntingar hjá þeim sem
sáu okkur ekki í gamla daga séu
ekki í samræmi við það sem er
raunhæft og þetta setur óneit-
anlega pressu á okkur,“ segir hann
og hlær við.
Hann segir að fyrstu æfingar
sveitarinnar fyrir tónleikana hafi
gengið vel, menn hafi fljótlega dott-
ið inn í gamla stemmningu, voru
fljótir að ná saman, „en hvað spila-
mennskuna varðar var það svolítið
vandræðalegt og við áttuðum okkur
fljótlega á að við þyrftum fleiri æf-
ingar en við bjuggumst við í upp-
hafi, enda viljum við ekki þurfa að
skammast okkar fyrir þetta,“ segir
Gísli en þó sveitin hafi rumið sitt
síðasta 1994 hafa þeir allir fengist
eitthvað við músík síðan nema Guð-
jón, sem hætti alveg að spila.
Þó Sororicide hafi í sjálfu sér
ekki lifað lengi breyttist sveitin
talsvert á meðan hún starfaði;
fyrsta gerð hennar var hrá og hlað-
in ungæðislegum þrótti, en beislaði
síðan kraftinn, lögin urðu rökréttari
og keyrslan útpæld. Það er einmitt
þetta seinna stuðtímabil sem sveit-
armenn hyggjast rifja upp á Só-
dómu, enda segir Gísli að þeir fé-
lagar séu allir hrifnastir af því sem
þeir voru að gera þá.
Gerum þetta fyrir okkur
Aðspurður hvort það hafi ekki verið
freistandi að lifa á fornri frægð, að
vera bara goðsögn og láta ekkert
heyra í sér framar, segir Gísli að
það hafi sína kosti að vera í þekktri
hljómsveit sem enginn hefur séð,
„en við erum að gera þetta fyrir
okkur. Við höfum neitað ótal til-
boðum um að spila á hinum og
þessum tónleikum af því menn hafa
ekki verið tilbúnir til þess, en núna
erum við rétt stemmdir og þá er
um að gera að hafa bara gaman að
þessu, við erum löngu búnir að
læra það að maður verður ekki rík-
ur af að spila dauðarokk á Íslandi
og þá er það eitt eftir að hafa gam-
an af þessu.“
Ekki stendur til að gera miklar
breytingar á lögunum fyrir þessa
tónleika, eitt lag þó lagfært, enda
ekki þörf á, að sögn Gísla, en það
fær ekkert nýtt lag að hljóma – en
kemur það þá seinna? Gísli tekur
dræmt í það: „Það er lítið af nýjum
hugmyndum sem stendur og maður
á ekki að vera með einhverjar yf-
irlýsingar um framtíðina. Ætli við
setjumst ekki niður eftir tónleikana
og sjáum hvernig stemmningin er,
þetta er ekkert kombakk, við erum
ekki að fara að hittast þrisvar í
viku og spila á fullt af tónleikum,
en það er ekkert útilokað að við
gerum eitthvað meira. Mín aðal-
áhersla er og verður á Beneath og
Arnar vill örugglega vinna í Leaves
áfram. Sororicide er eitthvað sem
við gerðum í gamla daga og það var
skemmtilegt, en það er fortíðin,
fyrir mér er Beneath framtíðin.“
Djöf... F$&%&%##&!!!
Sororicide gengur aftur
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Flasa Sororicide-liðar hrista makkann í Tónabæ. Sveitin gaf út breiðskífuna The Entity árið 1991 og fékk lof fyrir.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Sígild Hlynur Aðils Vilmarsson í
rymjandi stuði.
Ilmur Nóg að gera í leiklistinni og guðfræðinni.