Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Mikið hefur verið rætt ogritað um sænskablaðamanninn og rit-höfundinn Stieg Lars- son, sem var á mörkum heims- frægðar þegar ótímabæran dauða hans bar að fyrir fáum árum. Um svipað leyti kom út Män som hatar kvinnor, fyrsta bókin af þrem sem hann náði að ljúka um rannsókn- arblaðamanninn Mikael Blomkvist (Nyqvist), pönkarann Lisbeth Sa- lander (Rapace) og árangursríka samvinnu þessa furðulega tvíeykis í baráttu við mannsora í röðum betri borgara í Svíþjóð. Dapurleg og ekki síður dramatísk erfðamál Larssons hafa verið ofarlega á baugi í um- ræðunni, en það er önnur saga. Frumraun Larssons reyndist hafa til að bera flesta kosti sem prýða má glæpasögur og er þrenn- an um Blomkvist og Salander orðin með mest seldu krimmum á Norð- urlöndunum og víðar. Það þurfti því ekki að bíða lengi eftir kvikmynda- gerðinni, nú hefur sú fyrsta verið frumsýnd hérlendis, hinar tvær sitt hvorum megin við næstu áramót. Karlar sem hata konur hefst á málaferlum þar sem rannsókn- arblaðamaðurinn Blomkvist hjá Millenium-útgáfunni er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að fletta ofan af fjárglæfra- manninum og milljarðamæringnum Wennerström (Stefan Sauk) sem reynist með betri lögfræðing. Áður en til afplánunar kemur er haft sambandi við Blomkvist af lög- manninum Dirch Frode (Hirdwall), sem starfar fyrir Henrik Vanger (Taube), vellauðugan góðborgara sem jafnframt er höfuð Venger- ættarinnar og fyrirtækja- samsteypu hennar. Henrik býr praktuglega á herragarði sínum á litlum hólma ásamt nokkrum nán- um skyldmennum. Þangað mætir blaðamaðurinn um hávetur, til- gangur heimsóknarinnar er 40 ára gamalt hvarf á Harriet (Fröling), bróðurdóttur Henriks, sem sá ekki sólina fyrir henni. Henrik telur víst að hún hafi verið myrt og morðing- inn sé í innsta hring fjölskyldunnar. Henrik hefur safnað saman miklu efni um málið og kemur blaðamanninum fyrir í húsi á land- areigninni. Blomkvist verður lítið ágengt fyrr en hann fær óvænta hjálp frá tölvuþrjót sem brýst inn í harða diskinn hans og leysir lyk- ilgátu sem kemur honum á sporið. Reyndar þeim báðum því Blom- kvist hefur upp á tölvuþrjótnum sem reynist vera pönkarinn Lis- beth Salander, bráðskörp en illa farin ung kona á skilorði í uppreisn við umhverfið. Sagan er ljót en rannsóknin er æsispennandi og persónurnar eru litríkar og vel leiknar af fjölda frægra, sænskra skapgerðarleik- ara. Larsson var vinstrisinnaður og í andstöðu við yfirstéttina í krata- veldinu Svíþjóð. Hann fær sann- kallaða víkingaútrás fyrir andúðina á spillingunni á meðal auðmanna- aðalsins. Karlar sem hata konur er árás á kynþáttafordóma, siðleysi og úrkynjun með hrikalegu, ofbeldis- fullu ívafi sem er sannkallaður vít- iskokkteill úr fáguðum ófögnuði; Lömbin þagna með slettu úr subbu- myndum á borð við Saw og Hostel. Leikstjórinn, Daninn Niels Arden Oplev, er útsjónarsamur, ekkert ákaflega frumlegur í hægagangi en myndin er oftast hlaðin spennu og óhugnaði og þá er Oplev með á nót- unum, ekki síst í grimmdarlegustu ofbeldisatriðunum. Fyllir áhorfand- ann réttlátri heift út í miskunn- arlausa karlpunga sem hata konur, barnaníðinga, hvítflibba-glæpa- menn, almennt óréttlæti í þröng- sýnu, löngu stöðnuðu þjóðfélagi. Tímasetning þessarar und- anbragðalausu hefndarsögu getur ekki verið betri og aðferðin sem Ljósfælin fjölskylduleyndarmál Smárabíó, Háskólabíó, Regnboginn Karlar sem hata konur – Män som hatar kvinnor bbbbn Leikstjóri: Niels Arden Oplev. Aðalleik- arar: Michael Nyqvist, Noomi Rapace, Lena Endre, Sven-Bertil Taube, Peter Haber, Peter Andersson, Ewa Fröling, Gunnel Lindblom. 155 mín. Svíþjóð/ Danmörk/Þýskaland. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Ljósmynd/C Knut Koi Ógleymanleg Leikkonan Noomi Rapace í hlutverki Lisbeth Salander. PUNGINN ÚT Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 Stórskemmtileg sumarmynd uppfull af gáskafullum atriðum og grófum húmor. Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI HHH „Hágæða mystería - pottþétt handrit - frábær mynd“ -D.Ö.J., kvikmyndir.com HHHH „Þrælvelheppnuð yfirfærsla viðburðaríkrar og magnaðrar glæpasögu á hvíta tjaldið. Varla hægt að gera þetta betur ... áleitin og ögrandi spennumynd.” -Þ.Þ., DV HHH „...ótrúlega vel unnin, vel leikin, spennandi ... brjáluð meðmæli.” -T.V., kvikmyndir.is HHHH „Það er ekki að ástæðulausu að þetta er vinsælasta mynd ársins á Norðurlöndunum.” - V.J.V., FBL BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON „Fantagóð, kuldaleg sænsk glæpahrollvekja... Saga sem rífur mann í sig. Myndin gefur bókinni ekkert eftir“ -F.E. Morgunvaktin á Rás 2. HHHH „Karlar sem hata konur er hrein snilld, maður getur varla beðið eftir framhaldinu.” - S.V., MBL HHHH „verk sem dúndrar í höfði manns á eftir, lengi, og vekur áframhaldandi hugsanakeðjur” - Ó.H.T., Rás 2 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef TILBOÐSVERÐ 550 KR Á SÝNIN GAR MERKTAR RAUÐU ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. Karlar sem hata konur kl. 3 - 6 - 9 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 2 - 4 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 6 - 8 B.i.12 ára Lesbian Vampire Killers kl. 10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 3 - 4:30 - 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i.16 ára District 13 kl. 8 - 10:10 B.i.14 ára My Sister‘s Keeper kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 2:30 - 4 - 5:30 - 7 - 8:30 - 10 750kr. B.i.16 ára Angels and Demons kl. 10:10 750kr. B.i.14 ára Balls Out kl. 3:40 - 5:50 - 8 750kr. B.i.12 ára The Hurt Locker kl. 10:10 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 3:30 - 5:50 - 8 750kr. LEYFÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.