Morgunblaðið - 25.07.2009, Page 50

Morgunblaðið - 25.07.2009, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Mikið hefur verið rætt ogritað um sænskablaðamanninn og rit-höfundinn Stieg Lars- son, sem var á mörkum heims- frægðar þegar ótímabæran dauða hans bar að fyrir fáum árum. Um svipað leyti kom út Män som hatar kvinnor, fyrsta bókin af þrem sem hann náði að ljúka um rannsókn- arblaðamanninn Mikael Blomkvist (Nyqvist), pönkarann Lisbeth Sa- lander (Rapace) og árangursríka samvinnu þessa furðulega tvíeykis í baráttu við mannsora í röðum betri borgara í Svíþjóð. Dapurleg og ekki síður dramatísk erfðamál Larssons hafa verið ofarlega á baugi í um- ræðunni, en það er önnur saga. Frumraun Larssons reyndist hafa til að bera flesta kosti sem prýða má glæpasögur og er þrenn- an um Blomkvist og Salander orðin með mest seldu krimmum á Norð- urlöndunum og víðar. Það þurfti því ekki að bíða lengi eftir kvikmynda- gerðinni, nú hefur sú fyrsta verið frumsýnd hérlendis, hinar tvær sitt hvorum megin við næstu áramót. Karlar sem hata konur hefst á málaferlum þar sem rannsókn- arblaðamaðurinn Blomkvist hjá Millenium-útgáfunni er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að fletta ofan af fjárglæfra- manninum og milljarðamæringnum Wennerström (Stefan Sauk) sem reynist með betri lögfræðing. Áður en til afplánunar kemur er haft sambandi við Blomkvist af lög- manninum Dirch Frode (Hirdwall), sem starfar fyrir Henrik Vanger (Taube), vellauðugan góðborgara sem jafnframt er höfuð Venger- ættarinnar og fyrirtækja- samsteypu hennar. Henrik býr praktuglega á herragarði sínum á litlum hólma ásamt nokkrum nán- um skyldmennum. Þangað mætir blaðamaðurinn um hávetur, til- gangur heimsóknarinnar er 40 ára gamalt hvarf á Harriet (Fröling), bróðurdóttur Henriks, sem sá ekki sólina fyrir henni. Henrik telur víst að hún hafi verið myrt og morðing- inn sé í innsta hring fjölskyldunnar. Henrik hefur safnað saman miklu efni um málið og kemur blaðamanninum fyrir í húsi á land- areigninni. Blomkvist verður lítið ágengt fyrr en hann fær óvænta hjálp frá tölvuþrjót sem brýst inn í harða diskinn hans og leysir lyk- ilgátu sem kemur honum á sporið. Reyndar þeim báðum því Blom- kvist hefur upp á tölvuþrjótnum sem reynist vera pönkarinn Lis- beth Salander, bráðskörp en illa farin ung kona á skilorði í uppreisn við umhverfið. Sagan er ljót en rannsóknin er æsispennandi og persónurnar eru litríkar og vel leiknar af fjölda frægra, sænskra skapgerðarleik- ara. Larsson var vinstrisinnaður og í andstöðu við yfirstéttina í krata- veldinu Svíþjóð. Hann fær sann- kallaða víkingaútrás fyrir andúðina á spillingunni á meðal auðmanna- aðalsins. Karlar sem hata konur er árás á kynþáttafordóma, siðleysi og úrkynjun með hrikalegu, ofbeldis- fullu ívafi sem er sannkallaður vít- iskokkteill úr fáguðum ófögnuði; Lömbin þagna með slettu úr subbu- myndum á borð við Saw og Hostel. Leikstjórinn, Daninn Niels Arden Oplev, er útsjónarsamur, ekkert ákaflega frumlegur í hægagangi en myndin er oftast hlaðin spennu og óhugnaði og þá er Oplev með á nót- unum, ekki síst í grimmdarlegustu ofbeldisatriðunum. Fyllir áhorfand- ann réttlátri heift út í miskunn- arlausa karlpunga sem hata konur, barnaníðinga, hvítflibba-glæpa- menn, almennt óréttlæti í þröng- sýnu, löngu stöðnuðu þjóðfélagi. Tímasetning þessarar und- anbragðalausu hefndarsögu getur ekki verið betri og aðferðin sem Ljósfælin fjölskylduleyndarmál Smárabíó, Háskólabíó, Regnboginn Karlar sem hata konur – Män som hatar kvinnor bbbbn Leikstjóri: Niels Arden Oplev. Aðalleik- arar: Michael Nyqvist, Noomi Rapace, Lena Endre, Sven-Bertil Taube, Peter Haber, Peter Andersson, Ewa Fröling, Gunnel Lindblom. 155 mín. Svíþjóð/ Danmörk/Þýskaland. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Ljósmynd/C Knut Koi Ógleymanleg Leikkonan Noomi Rapace í hlutverki Lisbeth Salander. PUNGINN ÚT Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 Stórskemmtileg sumarmynd uppfull af gáskafullum atriðum og grófum húmor. Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI HHH „Hágæða mystería - pottþétt handrit - frábær mynd“ -D.Ö.J., kvikmyndir.com HHHH „Þrælvelheppnuð yfirfærsla viðburðaríkrar og magnaðrar glæpasögu á hvíta tjaldið. Varla hægt að gera þetta betur ... áleitin og ögrandi spennumynd.” -Þ.Þ., DV HHH „...ótrúlega vel unnin, vel leikin, spennandi ... brjáluð meðmæli.” -T.V., kvikmyndir.is HHHH „Það er ekki að ástæðulausu að þetta er vinsælasta mynd ársins á Norðurlöndunum.” - V.J.V., FBL BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON „Fantagóð, kuldaleg sænsk glæpahrollvekja... Saga sem rífur mann í sig. Myndin gefur bókinni ekkert eftir“ -F.E. Morgunvaktin á Rás 2. HHHH „Karlar sem hata konur er hrein snilld, maður getur varla beðið eftir framhaldinu.” - S.V., MBL HHHH „verk sem dúndrar í höfði manns á eftir, lengi, og vekur áframhaldandi hugsanakeðjur” - Ó.H.T., Rás 2 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef TILBOÐSVERÐ 550 KR Á SÝNIN GAR MERKTAR RAUÐU ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. Karlar sem hata konur kl. 3 - 6 - 9 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 2 - 4 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 6 - 8 B.i.12 ára Lesbian Vampire Killers kl. 10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 3 - 4:30 - 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i.16 ára District 13 kl. 8 - 10:10 B.i.14 ára My Sister‘s Keeper kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 2:30 - 4 - 5:30 - 7 - 8:30 - 10 750kr. B.i.16 ára Angels and Demons kl. 10:10 750kr. B.i.14 ára Balls Out kl. 3:40 - 5:50 - 8 750kr. B.i.12 ára The Hurt Locker kl. 10:10 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 3:30 - 5:50 - 8 750kr. LEYFÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.