Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 2

Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI í eigu ríkisins munu eftir sem áður þurfa að birta fjárhagsupplýsingar sínar opinberlega í lok hvers ársfjórð- ungs, samkvæmt drögum að eig- endastefnu ríkisins í fjármálafyrir- tækjum, sem unnin hafa verið í fjármálaráðuneytinu. Þetta eru sömu reglur og gilda um fyrirtæki sem skráð eru á mark- aði. Segir í drögunum að með þessu verði best tryggt að opinber fjármálafyrirtæki verði eins gagnsæ og fyrirtæki sem skráð eru á al- mennum verðbréfamarkaði. Í drögunum er jafnframt lagt bann við svonefndum starfandi stjórnarformönnum, í samræmi við frumvarp til breytingar á hluta- félagalögum, sem nú er til meðferð- ar á Alþingi. Gert er ráð fyrir að hin nýja ríkisstofnun, Bankasýsla rík- isins, kjósi stjórnirnar á hluthafa- fundum. „Ákveðin hætta er á því að ríkið verði óvirkur eigandi sem leitt getur til þess að stjórnendur fyrirtækj- anna fari að stýra þeim eftir öðrum markmiðum en eigandans,“ segir í drögunum. Skilið á milli eiganda og eignar Rík áhersla er einnig lögð á að skilja pólitísk afskipti frá daglegri starfsemi bankanna. Þannig skuli stjórn og starfsfólk Bankasýslu rík- isins hvorki taka þátt í daglegum rekstri bankanna né hafa áhrif á ákvarðanir þeirra. Skýrt skipulag skuli vera á samskiptum bankasýsl- unnar við bankana, svo staða henn- ar verði trúverðug. Bann er lagt við því að stjórnir, bankaráð og stjórnendur fjármála- fyrirtækja hafi beint samband við fjármálaráðherra eða ráðuneyti hans vegna atriða sem varða ein- staka viðskiptavini þeirra. Um laun stjórnenda segir að kjararáð ákveði laun bankastjóra og forstjóra fjármálafyrirtækja sem ríkið á meira en helmingshlut í. „Opinber fjármálafyrirtæki skulu tileinka sér hófsemi þegar kemur að launakjörum.“ Laun eigi að stand- ast samanburð á þeim sviðum sem fyrirtækin starfi á, en séu ekki leið- andi. Þá skuli búa til framgangs- kerfi fyrir starfsmenn innan fyrir- tækjanna. Með hemil á stjórnendum  Drög að eigendastefnu ríkisins í bönkunum miða að gagnsæi eins og í Kauphöll  Bann við starfandi stjórnarformönnum í fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins » Bankasýslan fjarri daglegum rekstri banka » Bankar hafi ekki beint samband við ráðherra » Bankarnir tileinki sér hófsemi í launakjörum VYGAUDAS Usackas, utanríkis- ráðherra Litháens, er nú staddur hér á landi. Hann er fyrsti ráðherra ESB-ríkis til að heimsækja landið eftir að Ísland sótti um aðild. Í heimsókn sinni í alþingishúsið í gær afhenti hann stuðningsyfirlýsingu litháska þingsins við aðildina. Á blaðamannafundi sem hann átti áður með Össuri Skarphéðins- syni lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við aðildarumsókn Ís- lendinga að ESB. Daglega væri hann minntur á að Ísland hefði fyrst ríkja viðurkennt sjálfstæði landsins. „Það er mér sönn ánægja að vera á Íslandi. Á hverjum degi geng ég eftir götu í Vilnius sem heitir eftir Íslandi. Ég hef fylgst með þróuninni á Íslandi og ákvað að verða fyrsti utanríkisráðherr- ann til að heimsækja landið eftir að umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu var lögð fram formlega í Svíþjóð fyrir helgi. Við viljum fá Ís- land inn í ESB,“ sagði Usackas, sem telur Ísland geta haft áhrif innan sambandsins. Þá ræddi hann fund sinn með Össuri og kvaðst hafa greint frá því hvernig Litháar gætu miðlað mál- um. Umsóknin væri ekki auðvelt ferli. Með þá reynslu sem Litháar hefðu í farteskinu gætu þeir að- stoðað við tæknileg atriði og ýmsa samningskafla í aðildarviðræð- unum. GÆTU AÐSTOÐAÐ VIÐ ESB-UMSÓKNINA Morgunblaðið/ Árni Sæberg Stuðningur Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, afhendir Árna Þ. Sigurðssyni stuðningsyfirlýsinguna. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „VIÐ höfum nú séð verri ár en þetta en við getum sagt að hann sé dapur,“ segir Eggert Guðjónsson, yfirmaður viðskiptaborðs Landsvirkjunar, um vatnsbúskap fyrirtækisins um þess- ar mundir. Þurrkur og kuldi hafa að hans sögn komið nokkuð niður á bú- skapnum í sumar, bæði júní og júlí hafi verið dræmir mánuðir. Fyrir norðan og austan kveður Eggert úrkomu ekki hafa skilað sér og bráðnun jökla ekki hafa komist af stað. Á Suður- og Vesturlandi sé ástandið þó mun skárra, til dæmis sé staða Þórisvatns framar vonum. Eggert segir þó að í kortunum sé heppilegra veður, hlýnandi og úr- koma. „Þetta lítur ekkert illa út, við erum í sjálfu sér rólegir yfir þessu ennþá,“ segir hann og er bjartsýnn á að jöklabráðnun það sem eftir lifir sumars muni laga stöðuna. Minna í Blöndu en áður Eggert segir ástandið sérstaklega slakt í Blöndu. Nú sé minna vatn keyrt gegnum Blönduvirkjun en yf- irleitt á þessum árstíma til að spara vatn. „Það hefur verið framleitt tölu- vert minna rafmagn þar en í venju- legu árferði,“ segir Eggert en kveður ofsögum sagt að framleiðslan sé í sögulegu lágmarki. Grannt er fylgst með þróuninni að sögn Eggerts. Um miðjan ágúst mun endanleg staða vatnsbúskapar Landsvirkjunar liggja fyrir. Þurrkur og kuldi koma niður á vatnsbúskapnum Morgunblaðið/Ásdís Blöndulón Minna vatn er nú keyrt í gegnum Blönduvirkjun en yfirleitt á þessum árstíma. Úrkoma hefur ekki skilað sér fyrir norðan og austan „Í OKKAR aug- um er grunnlíf- eyririnn heilagur og hann eiga allir að fá,“ segir Helgi K. Hjálms- son, formaður Landssambands eldri borgara. Sambandið leggst alfarið gegn tillögum endurskoðunarnefndar almanna- trygginga um að grunnlífeyrir verði ýmist lagður niður eða tekjutengd- ur. Segir í tilkynningu frá samband- inu að markmið endurskoðunar al- mannatrygginga eigi að vera að bæta lífskjör lífeyrisþega, en til álita komi að fresta endurskoðuninni, fyrst nefndin treysti sér ekki til að flytja tillögur um bætt lífskjör fólks. „Það var alltaf litið á grunnlífeyr- inn, þegar hann var settur á, sem eðlilegan hluta af ellilaunum eldri borgara þegar þeir hættu að vinna, alveg án tillits til annarra tekna,“ segir Helgi. „Við erum mjög ósátt við þessar skerðingar.“ Óskertan grunn- lífeyri Helgi K. Hjálmsson Hægt að fresta end- urskoðun trygginga MORGUNBLAÐINU í dag fylgir átta blaðsíðna sérblað um þjóðhátíð í Eyjum. Þar er að finna dagskrá þjóðhátíðar, viðtöl og hugmyndir að útbúnaði fyrir útileguna. Sérblað um þjóðhátíð í Eyjum UM miðnætti aðfaranótt laug- ardags barst lögreglunni á Vest- fjörðum tilkynning þess efnis að maður gengi berserksgang á Barðaströnd og væri hann vopn- aður skotvopni. Lögreglan á Vest- fjörðum óskaði eftir aðstoð sér- sveitar ríkislögreglustjóra sem naut aðstoðar þyrlu Landhelg- isgæslunnar við að komast á vett- vang. Jafnframt fóru lögreglumenn frá Patreksfirði og Ísafirði á stað- inn. Vel gekk að tryggja ástandið á vettvangi og gisti maðurinn fanga- geymslu lögreglunnar á Vest- fjörðum, en hann reyndist ölvaður, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Sérsveitin kölluð út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.